„Austurríki hvað?“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. október 2022 20:00 Einar Bjarnason er rekstrarstjóri Bláfjalla. arnar halldórsson Gjörbreytt skíðasvæði í Bláfjöllum lítur fljótlega dagsins ljós en framkvæmdir eru á lokametrunum. Tvær nýjar stólalyftur hafa það í för með sér að raðir heyra sögunni til. Setið er um skíðastóla úr gömlu stólalyftunni sem margir vilja nota sem garðhúsgagn. Framkvæmdir hófust í vor og núa að öllu skíðasvæðinu. Tveimur nýjum stólalyftum verður komið fyrir; nýr Gosi og ný Drottning sem munu gjörbreyta upplifun skíðafólks. Unnið er að því að reisa hús undir nýju stólalyfturnar, sem er nýjung. „Þarna er aðeins breyting frá gömlu lyftunni. Við förum inn í hús til þess að fara í lyftuna. Þetta verður stólageymsla og aðgangur að lyftunni,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla. Töluverðar framkvæmdir eru í Bláfjöllum.arnar halldórsson Engar raðir Framkvæmdirnar eru á undan áætlun og segir Einar allt stefna í að svæðið verði tilbúið á næstunni. Hann segir það besta við nýju stólalyfturnar að raðir heyra sögunni til. „Við gátum flutt rúmlega 3.000 manns áður en erum komin í 7.200 með þessum þremur nýju lyftum. Austurríki hvað?“ Já Austurríki hvað enda segir Einar að á góðum dögum séu Bláfjöll ekki síðri en brekkurnar í Austurríki. Eftirsóttir stólar.vísir Þessi stólalyfta verður rifin í framkvæmdunum en stólarnir sjálfir fá nýtt líf enda gríðarleg eftirspurn eftir þeim frá almennum borgurum sem vilja eignast skíðastól „Ég ætla allavegana með einn heim til mín. Er áhugi fyrir þessum stólum? Já fáránlega mikill, maður á eiginlega ekki til orð. Já það er mikill áhugi.“ Hann segir fólk aðallega nota þá sem garðhúsgagn. „Ég veit um marga sem setja þá í sumarbústaðinn og svo var ég að hjóla í Árbænum um daginn og sá einn stól þar sem er eingöngu notaður til þess að horfa á sólsetrið, þetta er frábær hugmynd.“ Eina bíður spakur eftir snjónum.arnar halldórsson Hvenær geta skíðaaðdáendur fengið að prófa þessar nýju lyftur? „Um leið og þú lofar að segja mér hvenær snjórinn verður kominn, ef þú getur það þá ertu ráðinn í vinnu hérna.“ Skíðasvæði Skíðaíþróttir Tengdar fréttir Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42 Fyrsta skóflustungan fyrir Gosa tekin í Bláfjöllum Fyrsta skóflustunga fyrir stólalyftuna Gosa á suðursvæðinu í Bláfjöllum var tekin í dag. Um er að ræða fyrsta áfanga í margra milljarða króna uppbyggingu á skíðasvæðinu. 27. apríl 2022 14:25 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Sjá meira
Framkvæmdir hófust í vor og núa að öllu skíðasvæðinu. Tveimur nýjum stólalyftum verður komið fyrir; nýr Gosi og ný Drottning sem munu gjörbreyta upplifun skíðafólks. Unnið er að því að reisa hús undir nýju stólalyfturnar, sem er nýjung. „Þarna er aðeins breyting frá gömlu lyftunni. Við förum inn í hús til þess að fara í lyftuna. Þetta verður stólageymsla og aðgangur að lyftunni,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla. Töluverðar framkvæmdir eru í Bláfjöllum.arnar halldórsson Engar raðir Framkvæmdirnar eru á undan áætlun og segir Einar allt stefna í að svæðið verði tilbúið á næstunni. Hann segir það besta við nýju stólalyfturnar að raðir heyra sögunni til. „Við gátum flutt rúmlega 3.000 manns áður en erum komin í 7.200 með þessum þremur nýju lyftum. Austurríki hvað?“ Já Austurríki hvað enda segir Einar að á góðum dögum séu Bláfjöll ekki síðri en brekkurnar í Austurríki. Eftirsóttir stólar.vísir Þessi stólalyfta verður rifin í framkvæmdunum en stólarnir sjálfir fá nýtt líf enda gríðarleg eftirspurn eftir þeim frá almennum borgurum sem vilja eignast skíðastól „Ég ætla allavegana með einn heim til mín. Er áhugi fyrir þessum stólum? Já fáránlega mikill, maður á eiginlega ekki til orð. Já það er mikill áhugi.“ Hann segir fólk aðallega nota þá sem garðhúsgagn. „Ég veit um marga sem setja þá í sumarbústaðinn og svo var ég að hjóla í Árbænum um daginn og sá einn stól þar sem er eingöngu notaður til þess að horfa á sólsetrið, þetta er frábær hugmynd.“ Eina bíður spakur eftir snjónum.arnar halldórsson Hvenær geta skíðaaðdáendur fengið að prófa þessar nýju lyftur? „Um leið og þú lofar að segja mér hvenær snjórinn verður kominn, ef þú getur það þá ertu ráðinn í vinnu hérna.“
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Tengdar fréttir Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42 Fyrsta skóflustungan fyrir Gosa tekin í Bláfjöllum Fyrsta skóflustunga fyrir stólalyftuna Gosa á suðursvæðinu í Bláfjöllum var tekin í dag. Um er að ræða fyrsta áfanga í margra milljarða króna uppbyggingu á skíðasvæðinu. 27. apríl 2022 14:25 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Sjá meira
Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42
Fyrsta skóflustungan fyrir Gosa tekin í Bláfjöllum Fyrsta skóflustunga fyrir stólalyftuna Gosa á suðursvæðinu í Bláfjöllum var tekin í dag. Um er að ræða fyrsta áfanga í margra milljarða króna uppbyggingu á skíðasvæðinu. 27. apríl 2022 14:25