„Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“ Jón Már Ferro skrifar 10. október 2022 18:15 Brynjar Hlöðversson í leik kvöldsins. Vísir/Diego Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. Fyrir leik var ljóst að um sex stiga leik væri að ræða þar sem FH myndi með sigri fara upp úr fallsæti á kostnað Leiknis þegar aðeins þrjár umferðir væru eftir af Íslandsmótinu. „Mér fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik. Þar sem við vorum klaufar, vorum ekki að vinna seinni bolta. Þegar við vorum að því þá vorum við að missa þá. Þeir komu ákveðnir í þetta. Þetta var ekki að falla fyrir okkur.“ „Við vorum svolitlir klaufar. Svo tókum við alveg yfir, sterkur karakter að koma til baka 2-0 undir, minnkum muninn og erum með leikinn í höndunum okkar. Svo kemur hálfleikur og þeir spiluðu vel í seinni hálfleik og setja tvö góð mörk.“ FH-ingar byrjuðu leikinn betur og settu gestina undir pressu sem skilaði sér í tveimur mörkum. Eftir annað markið þá tóku Leiknismenn við sér og sýndu sitt rétta andlit. Úr leik kvöldsins.Vísir/Diego Þrátt fyrir tap var Brynjar ánægður með sitt lið „Þetta var bara þannig leikur að bæði lið voru með hátt spennustig og lögðu mikið í þetta. Þetta bara svona féll meira fyrir þá fannst mér. Þannig hvort að við eigum skilið eitthvað meira úr þessu, alveg eins. FH-ingar voru flottir í dag. Ég er samt ánægður líka með liðið mitt.“ Leiknismenn voru sjálfum sér verstir í kvöld og misstu boltann oft á tíðum á slæmum stöðum á vellinum. Sérstaklega í byrjun. Fyrirliðin hefði viljað byrja leikinn betur. „Mæta til leiks, það var einhver skjálfti í mönnum. Mér finnst eiginlega bara öll mörkin vera þannig að við erum að missa hann klaufalega og þeir að refsa. Það er svona helsti munurinn.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Fleiri fréttir „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Sjá meira
Fyrir leik var ljóst að um sex stiga leik væri að ræða þar sem FH myndi með sigri fara upp úr fallsæti á kostnað Leiknis þegar aðeins þrjár umferðir væru eftir af Íslandsmótinu. „Mér fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik. Þar sem við vorum klaufar, vorum ekki að vinna seinni bolta. Þegar við vorum að því þá vorum við að missa þá. Þeir komu ákveðnir í þetta. Þetta var ekki að falla fyrir okkur.“ „Við vorum svolitlir klaufar. Svo tókum við alveg yfir, sterkur karakter að koma til baka 2-0 undir, minnkum muninn og erum með leikinn í höndunum okkar. Svo kemur hálfleikur og þeir spiluðu vel í seinni hálfleik og setja tvö góð mörk.“ FH-ingar byrjuðu leikinn betur og settu gestina undir pressu sem skilaði sér í tveimur mörkum. Eftir annað markið þá tóku Leiknismenn við sér og sýndu sitt rétta andlit. Úr leik kvöldsins.Vísir/Diego Þrátt fyrir tap var Brynjar ánægður með sitt lið „Þetta var bara þannig leikur að bæði lið voru með hátt spennustig og lögðu mikið í þetta. Þetta bara svona féll meira fyrir þá fannst mér. Þannig hvort að við eigum skilið eitthvað meira úr þessu, alveg eins. FH-ingar voru flottir í dag. Ég er samt ánægður líka með liðið mitt.“ Leiknismenn voru sjálfum sér verstir í kvöld og misstu boltann oft á tíðum á slæmum stöðum á vellinum. Sérstaklega í byrjun. Fyrirliðin hefði viljað byrja leikinn betur. „Mæta til leiks, það var einhver skjálfti í mönnum. Mér finnst eiginlega bara öll mörkin vera þannig að við erum að missa hann klaufalega og þeir að refsa. Það er svona helsti munurinn.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Fleiri fréttir „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Sjá meira
Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10