Segir að VAR-dómararnir hafi giskað á það hvort Saka hafi verið réttstæður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2022 10:31 Bukayo Saka fagnar marki sínu á móti Liverpool um helgina. Markvörður Liverpool vill fá rangstöðu en svo var ekki í þetta skiptið. Getty/Stuart MacFarlane Fjölmiðlamaðurinn þekkti Richard Keys gerði lítið úr vinnubrögðum myndbandadómaranna í ensku úrvalsdeildinni í leik Arsenal og Liverpool um helgina. Keys tók fyrir fyrsta mark leiksins sem Gabriel Martinelli skoraði fyrir Arsenal eftir aðeins 58 sekúndna leik. Það sást í útsendingunni að Varsjáin skoðaði mögulega rangstöðu á Bukayo Saka í uppbyggingu sóknar Arsenal sem endaði á því að Martin Odegaard stakk boltanum inn á Martinelli. Keys skrifar vikulega bloggfærslu um deildina en hann vinnur sem knattspyrnuspekingur hjá BeIN Sports. Hann heldur því fram í nýjasta pistli sínum að Darren England, sem var yfir VAR í þessum leik, hafi ekki skoðað rangstöðuna almennilega. „Skoðum aðeins Arsenal en allar ákvarðanirnar féllu með þeim. Saka er rangstæður þegar hann fær boltann í aðdraganda fyrsta marksins. Hann er greinilega rangstæður. Við skulum samt vera örlátir og segja að VAR hafi leyft þessu að fara af því að það munaði svo litlu,“ skrifaði Richard Keys. „Ég hef alltaf haft þá skoðun að sóknarmenn eigi að njóta vafans og væri ánægður ef að dómararnir í ensku úrvalsdeildinni væru búin að breyta um skoðun. Þeir hafa hins vegar ekki gert það,“ skrifaði Keys. „Þeir misstu af þessu. Hvernig veit ég það? Af því að við báðum um að fá sönnun fyrir því að Saka hafi verið réttstæður. Við vildum sjá línurnar sem þeir notuðust við til að taka þessa ákvörðun. Þeir gátu ekki látið okkur fá þær. Af hverju? Af því að þeir notuðu þær ekki. Ef þeir skoðuðu þetta þá giskuðu þeir bara,“ skrifaði Keys. Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Keys tók fyrir fyrsta mark leiksins sem Gabriel Martinelli skoraði fyrir Arsenal eftir aðeins 58 sekúndna leik. Það sást í útsendingunni að Varsjáin skoðaði mögulega rangstöðu á Bukayo Saka í uppbyggingu sóknar Arsenal sem endaði á því að Martin Odegaard stakk boltanum inn á Martinelli. Keys skrifar vikulega bloggfærslu um deildina en hann vinnur sem knattspyrnuspekingur hjá BeIN Sports. Hann heldur því fram í nýjasta pistli sínum að Darren England, sem var yfir VAR í þessum leik, hafi ekki skoðað rangstöðuna almennilega. „Skoðum aðeins Arsenal en allar ákvarðanirnar féllu með þeim. Saka er rangstæður þegar hann fær boltann í aðdraganda fyrsta marksins. Hann er greinilega rangstæður. Við skulum samt vera örlátir og segja að VAR hafi leyft þessu að fara af því að það munaði svo litlu,“ skrifaði Richard Keys. „Ég hef alltaf haft þá skoðun að sóknarmenn eigi að njóta vafans og væri ánægður ef að dómararnir í ensku úrvalsdeildinni væru búin að breyta um skoðun. Þeir hafa hins vegar ekki gert það,“ skrifaði Keys. „Þeir misstu af þessu. Hvernig veit ég það? Af því að við báðum um að fá sönnun fyrir því að Saka hafi verið réttstæður. Við vildum sjá línurnar sem þeir notuðust við til að taka þessa ákvörðun. Þeir gátu ekki látið okkur fá þær. Af hverju? Af því að þeir notuðu þær ekki. Ef þeir skoðuðu þetta þá giskuðu þeir bara,“ skrifaði Keys.
Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira