Sannfærð um að fótboltahæfileikar Sveindísar komi frá mömmunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2022 09:00 Rakel Brynjólfsson, vinkona þeirra hjóna Jóns og Eunice, í blárri treyju. Stoltir foreldrarnir klæðast hvítu í dag. Vísir/Vilhelm Mikið mun mæða á Sveindísi Jane Jónsdóttur landsliðskonu í leiknum gegn Portúgal í dag. Vonarstjarna íslensks fótbolta á dyggan stuðningshóp sem verður á sínum stað í stúkunni ytra. Hjónin Jón Sveinsson og Eunice Quason voru í banastuði á Joe and the Juice í morgunsárið. Þau eru foreldrar Sveindísar og heldur betur stolt af dóttur sinni. „Og öllu liðinu, frá A til Ö. Þær eru geggjaðar,“ segir Jón. Það hafi ekki verið erfið ákvörðun að ákveða að fylgja liðinu utan. Jón skellihlær. „Nei nei, það var ákveðið strax. Svo heyrðum við af þessari pakkaferð og stukkum á hann. Við hefðum alltaf farið út eftir einhverjum leiðum,“ segir Jón. Þau eru hluti af um tíu manna hóp sem styður Sveindísi alla leið. Tengdaforeldrarnir og tengdasonur er þar á meðal. Eunice, móðir Sveindísar, fagnar spurningu blaðamanns um hvaðan fótboltahæfileikarnir komi. „Hæfileikana fær hún frá mér, hraðann frá pabba sínum,“ segir hún og ekki hreyfir Jón við mótmælum. „Ég spilaði fótbolta í Gana þegar ég var lítil, svona frá tólf til fjórtán ára. En á þeim tíma spiluðu stelpur í Gana ekki fótbolta svo foreldrar mínir leyfðu það ekki. Ef ég væri lítil í dag hefði ég ekkert hlustað á þá, en þannig var staðan þá,“ segir Eunice. Hún hafi elskað að spila fótbolta. „Ég var eins og strákur, gerði allt eins og strákur.“ Eunice skartar glæsilegum bláum lokkum í tilefni dagsins. Fléttum sem hún gerir ekki mikið úr, hafi bara tekið hana þrjá tíma. „Ég gerði hverja fléttu fyrir sig og límdi svo á hausinn,“ segir Eunice eldhress. Hún heyrði í dóttur sinni í gær. „Hún er sko til í slaginn. Ég bað hana um að skora eitt mark fyrir mömmu sína. Ég hugsa að hún geri það,“ segir Eunice. Hún er bjartsýn á sigur og þar með farseðilinn á HM á næsta ári. „Ég er níutíu prósent viss. Ég hef það á tilfinningunni. Ekki alveg hundrað prósent, en níutíu prósent.“ Jón tekur undir þetta. „Ekkert öðruvísi. Við erum ekkert að fara þarna öðruvísi en að vinna þetta.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir Sjá meira
Hjónin Jón Sveinsson og Eunice Quason voru í banastuði á Joe and the Juice í morgunsárið. Þau eru foreldrar Sveindísar og heldur betur stolt af dóttur sinni. „Og öllu liðinu, frá A til Ö. Þær eru geggjaðar,“ segir Jón. Það hafi ekki verið erfið ákvörðun að ákveða að fylgja liðinu utan. Jón skellihlær. „Nei nei, það var ákveðið strax. Svo heyrðum við af þessari pakkaferð og stukkum á hann. Við hefðum alltaf farið út eftir einhverjum leiðum,“ segir Jón. Þau eru hluti af um tíu manna hóp sem styður Sveindísi alla leið. Tengdaforeldrarnir og tengdasonur er þar á meðal. Eunice, móðir Sveindísar, fagnar spurningu blaðamanns um hvaðan fótboltahæfileikarnir komi. „Hæfileikana fær hún frá mér, hraðann frá pabba sínum,“ segir hún og ekki hreyfir Jón við mótmælum. „Ég spilaði fótbolta í Gana þegar ég var lítil, svona frá tólf til fjórtán ára. En á þeim tíma spiluðu stelpur í Gana ekki fótbolta svo foreldrar mínir leyfðu það ekki. Ef ég væri lítil í dag hefði ég ekkert hlustað á þá, en þannig var staðan þá,“ segir Eunice. Hún hafi elskað að spila fótbolta. „Ég var eins og strákur, gerði allt eins og strákur.“ Eunice skartar glæsilegum bláum lokkum í tilefni dagsins. Fléttum sem hún gerir ekki mikið úr, hafi bara tekið hana þrjá tíma. „Ég gerði hverja fléttu fyrir sig og límdi svo á hausinn,“ segir Eunice eldhress. Hún heyrði í dóttur sinni í gær. „Hún er sko til í slaginn. Ég bað hana um að skora eitt mark fyrir mömmu sína. Ég hugsa að hún geri það,“ segir Eunice. Hún er bjartsýn á sigur og þar með farseðilinn á HM á næsta ári. „Ég er níutíu prósent viss. Ég hef það á tilfinningunni. Ekki alveg hundrað prósent, en níutíu prósent.“ Jón tekur undir þetta. „Ekkert öðruvísi. Við erum ekkert að fara þarna öðruvísi en að vinna þetta.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir Sjá meira
Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42