„Allur Parken var að spila þennan leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. október 2022 22:30 Skagamennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson komu báðir við sögu í markalausu jafntefli FCK gegn Manchester City. Vísir/Stöð 2 Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson komu báði við sögu í liði FC Kaupmannahafnar er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Englandsmeisturum Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hákon Arnar var í byrjunarliði FCK, en Ísak byrjaði á bekknum og kom inn á eftir um klukkutíma leik, einmitt fyrir Hákon. „Mér líður bara mjög vel. Þetta var alveg klukkuð upplifun, og sérstaklega að ná í þessi úrslit. Bara frábært,“ sagði Hákon Arnar í samtali við Stöð 2 og Vísi eftir leikinn. Ísak tók í sama streng og félagi sinn, en hann fékk ágætis færi seint í leiknum og með smá heppni hefði hann geta tryggt Kaupmannahafnarliðinu óvæntan sigur. „Ef ég hefði sett hann þarna þegar ég renndi mér á fjær. Það hefði verið eitthvað annað, en að taka 0-0 á móti besta liði heims - finnst mér - að taka stig á móti þeim er náttúrulega bara geðveikt,“ sagði Ísak. Þakka rosalegum áhorfendum fyrir stuðninginn Þrátt fyrir að vera að spila á móti einu besta knattspyrnuliði heims hafði þjálfari FCK talað um það fyrir leik að ætla að reyna að gefa City alvöru leik. Það tókst sannarlega og Hákon segir að leikmenn verði að hafa trú á verkefninu fyrir hvern einasta leik. „Þegar maður kemur í leiki þá verður maður náttúrulega að hafa trúna og við erum búnir að tala um það alla vikuna ef við ætlum að mæta og gera eitthvað í þessum leik. Það er náttúrulega allt annað að spila hérna með þessa áhorfendur. Þeir gefa manni alltaf ótrúlega mikið og þá trúir maður alltaf að eitthvað geti gerst, eins og gerðist í dag.“ „Við vorum ekki ellefu þarna inná. Allur Parken var að spila þennan leik og þetta var rosalegt. Við erum bara mjög glaðir með stigið og vonandi hjálpar Dortmund okkur líka og vinnur Sevilla þannig við erum alveg í baráttunni,“ bætti Ísak við, en Dortmund og Sevilla gerðu 1-1 jafntefli þannig honum varð því miður ekki að ósk sinni. Vissi að Gomez fengi rautt um leið og brotið var á sér Sergio Gómez sá rautt eftir að toga Hákon Arnar Haraldsson niður rétt fyrir utan vítateig.Lars Ronbog/Getty Images Hákon Arnar var heldur betur í sviðsljósinu í kvöld, en það var hann sem Sergio Gomez braut á eftir um hálftíma leik og hlaut að launum beint rautt spjald. Það atvik var eitt af nokkrum VAR-augnablikum í leiknum og Hákon segir að Kaupmannahafnarliðið hafi jafnvel grætt á þeim augnablikum. „Við vorum svo sem ekkert mikið að spá í því. Ég held að það hafi bara verið fínt fyrir okkur að stoppa stundum og þá gátum við komið saman og rætt hlutina þannig að þeir nái ekki ákveðnum takti. En þegar hann braut á mér þarna þá vissi ég strax að þetta væri að fara að vera rautt.“ Þá breyttu liðsmenn FCK aðeins um leikkerfi frá seinustu leikjum og Hákon og Ísak voru í aðeins öðrum hlutverkum en oft áður. Hákon segist þó ekki vita hvort það sé eitthvað sem er komið til þess að vera. „Ég veit það ekki sko. Vanalega spilum við 4-3-3, en þegar þú spilar á móti jafn góðu liði og City þá held ég að það hafi verið best að fara í 5-4-1. Það skiptir mig engu máli hvar ég spila,“ sagði Hákon. „Ég er sammála,“ sagði Ísak. „Þetta er besta lið í heimi og við þurftum að breyta einhverju. Þetta var ekki alveg að ganga í fyrri leiknum. Við tökum þennan leik með okkur hvernig við vorum varnarlega, sem liðsheild, og byggjum á því. Sama hvort við spilum 5-4-1 eða 4-3-3 þá skiptir það engu máli held ég.“ Klippa: Viðtal við Hákon Arnar og Ísak Bergmann eftir jafnteflið gegn Manchester City Þurfa að hugsa vel um sig og þá fylgir spiltíminn með Þátttöku í Evrópukeppnum fylgir oft mikið leikjaálag sem Hákon og Ísak hafa fengið að finna fyrir undanfarnar vikur og ekki minnkar það á næstu dögum þar sem nokkuð er um meiðsli hjá Kaupmannahafnarliðinu. „Við þurfum að vera professional og hugsa um okkar eigin líkama og þá munum við fá að spila. Það eru margir leikir á komandi dögum þannig það verður gaman að takast á við þá. eins og ég segi þá þurfum við bara að halda okkur heilum og þá spilum við nóg,“ sagði Ísak, en Hákon grínaðist með að hafa komið virkilega ferskur inn í þennan leik. „ég var nú í banni um helgina þannig ég fæ aðeins lengri hvíld,“ sagði Hákon léttur. „En þú þarft alltaf að hugsa um þig þegar það er svona stutt á milli leikja. Þú þarft alltaf að vera að borða og drekka og sofa nóg, annars koma bara upp meiðsli. Það er ekki gaman að það séu mikil meiðsli, en það er mikill spiltími sem maður getur fengið ef maður verður ekki meiddur núna,“ sagði Hákon að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingaliðið tók stig gegn Englandsmeisturunum | Juventus tapaði í Ísrael Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og félagar í danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn sóttu sitt annað stig í G-riðli Meistaradeildar Evrópu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn ógnarsterku liði Manchester City í kvöld. 11. október 2022 18:46 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Hákon Arnar var í byrjunarliði FCK, en Ísak byrjaði á bekknum og kom inn á eftir um klukkutíma leik, einmitt fyrir Hákon. „Mér líður bara mjög vel. Þetta var alveg klukkuð upplifun, og sérstaklega að ná í þessi úrslit. Bara frábært,“ sagði Hákon Arnar í samtali við Stöð 2 og Vísi eftir leikinn. Ísak tók í sama streng og félagi sinn, en hann fékk ágætis færi seint í leiknum og með smá heppni hefði hann geta tryggt Kaupmannahafnarliðinu óvæntan sigur. „Ef ég hefði sett hann þarna þegar ég renndi mér á fjær. Það hefði verið eitthvað annað, en að taka 0-0 á móti besta liði heims - finnst mér - að taka stig á móti þeim er náttúrulega bara geðveikt,“ sagði Ísak. Þakka rosalegum áhorfendum fyrir stuðninginn Þrátt fyrir að vera að spila á móti einu besta knattspyrnuliði heims hafði þjálfari FCK talað um það fyrir leik að ætla að reyna að gefa City alvöru leik. Það tókst sannarlega og Hákon segir að leikmenn verði að hafa trú á verkefninu fyrir hvern einasta leik. „Þegar maður kemur í leiki þá verður maður náttúrulega að hafa trúna og við erum búnir að tala um það alla vikuna ef við ætlum að mæta og gera eitthvað í þessum leik. Það er náttúrulega allt annað að spila hérna með þessa áhorfendur. Þeir gefa manni alltaf ótrúlega mikið og þá trúir maður alltaf að eitthvað geti gerst, eins og gerðist í dag.“ „Við vorum ekki ellefu þarna inná. Allur Parken var að spila þennan leik og þetta var rosalegt. Við erum bara mjög glaðir með stigið og vonandi hjálpar Dortmund okkur líka og vinnur Sevilla þannig við erum alveg í baráttunni,“ bætti Ísak við, en Dortmund og Sevilla gerðu 1-1 jafntefli þannig honum varð því miður ekki að ósk sinni. Vissi að Gomez fengi rautt um leið og brotið var á sér Sergio Gómez sá rautt eftir að toga Hákon Arnar Haraldsson niður rétt fyrir utan vítateig.Lars Ronbog/Getty Images Hákon Arnar var heldur betur í sviðsljósinu í kvöld, en það var hann sem Sergio Gomez braut á eftir um hálftíma leik og hlaut að launum beint rautt spjald. Það atvik var eitt af nokkrum VAR-augnablikum í leiknum og Hákon segir að Kaupmannahafnarliðið hafi jafnvel grætt á þeim augnablikum. „Við vorum svo sem ekkert mikið að spá í því. Ég held að það hafi bara verið fínt fyrir okkur að stoppa stundum og þá gátum við komið saman og rætt hlutina þannig að þeir nái ekki ákveðnum takti. En þegar hann braut á mér þarna þá vissi ég strax að þetta væri að fara að vera rautt.“ Þá breyttu liðsmenn FCK aðeins um leikkerfi frá seinustu leikjum og Hákon og Ísak voru í aðeins öðrum hlutverkum en oft áður. Hákon segist þó ekki vita hvort það sé eitthvað sem er komið til þess að vera. „Ég veit það ekki sko. Vanalega spilum við 4-3-3, en þegar þú spilar á móti jafn góðu liði og City þá held ég að það hafi verið best að fara í 5-4-1. Það skiptir mig engu máli hvar ég spila,“ sagði Hákon. „Ég er sammála,“ sagði Ísak. „Þetta er besta lið í heimi og við þurftum að breyta einhverju. Þetta var ekki alveg að ganga í fyrri leiknum. Við tökum þennan leik með okkur hvernig við vorum varnarlega, sem liðsheild, og byggjum á því. Sama hvort við spilum 5-4-1 eða 4-3-3 þá skiptir það engu máli held ég.“ Klippa: Viðtal við Hákon Arnar og Ísak Bergmann eftir jafnteflið gegn Manchester City Þurfa að hugsa vel um sig og þá fylgir spiltíminn með Þátttöku í Evrópukeppnum fylgir oft mikið leikjaálag sem Hákon og Ísak hafa fengið að finna fyrir undanfarnar vikur og ekki minnkar það á næstu dögum þar sem nokkuð er um meiðsli hjá Kaupmannahafnarliðinu. „Við þurfum að vera professional og hugsa um okkar eigin líkama og þá munum við fá að spila. Það eru margir leikir á komandi dögum þannig það verður gaman að takast á við þá. eins og ég segi þá þurfum við bara að halda okkur heilum og þá spilum við nóg,“ sagði Ísak, en Hákon grínaðist með að hafa komið virkilega ferskur inn í þennan leik. „ég var nú í banni um helgina þannig ég fæ aðeins lengri hvíld,“ sagði Hákon léttur. „En þú þarft alltaf að hugsa um þig þegar það er svona stutt á milli leikja. Þú þarft alltaf að vera að borða og drekka og sofa nóg, annars koma bara upp meiðsli. Það er ekki gaman að það séu mikil meiðsli, en það er mikill spiltími sem maður getur fengið ef maður verður ekki meiddur núna,“ sagði Hákon að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingaliðið tók stig gegn Englandsmeisturunum | Juventus tapaði í Ísrael Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og félagar í danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn sóttu sitt annað stig í G-riðli Meistaradeildar Evrópu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn ógnarsterku liði Manchester City í kvöld. 11. október 2022 18:46 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Íslendingaliðið tók stig gegn Englandsmeisturunum | Juventus tapaði í Ísrael Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og félagar í danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn sóttu sitt annað stig í G-riðli Meistaradeildar Evrópu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn ógnarsterku liði Manchester City í kvöld. 11. október 2022 18:46