Risabreytingar á leið keppenda inn á heimsleikana í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Lauren Fisher æfðu saman fyrir síðasta heimsleikatímabil þar sem Anníe og Lauren kepptu síðan saman í liðakeppninni. Katrín Tanja komst ekki á leikana en nú er að sjá hvort breytt fyrirkomulag opni aftur leið fyrir hana þangað. Instagram/@katrintanja CrossFit samtökin hafa ákveðið að gera stórar breytingar á undankeppni heimsleikanna í CrossFit á næsta ári. Undanúrslit síðustu ára heyra nú sögunni til og líka lokamótið sem gaf keppendum eitt tækifæri í viðbót til að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Morning Chalk up vefurinn fjallar ítarlega um þessar breytingar en þetta er mikil uppstokkun á leið fólks inn á heimsleikana á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tíu undanúrslitamót fóru fram á síðasta keppnistímabili en hér eftir munu undanúrslitin vera svæðaskipt. Þeim verður nú skipt niður í sjö svæði í heiminum þar af eru tvö þeirra í Norður-Ameríku. Íslenska keppnisfólkið mun því keppa í undankeppni Evrópu til að tryggja sér sæti á heimsleikunum alveg eins og fyrirkomulagi var fyrir nokkrum árum. Þrjú stærstu svæðin, Norður-Ameríka austur, Norður-Ameríka vestur og Evrópu, munu innihalda keppni hjá þeim sextíu efstu í karla- og kvennaflokki sem og fjörutíu efstu liðin. Þrjátíu efstu komast inn í svæðakeppnina í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. CrossFit samtökin munu líka staðla undanúrslitamótin þannig á þeim öllum verður keppt í nákvæmlega sömu æfingum. CrossFit samtökin sjá um keppnina í Norður-Ameríku og Evrópu en verða í samstarfi með öðrum samtökum þegar kemur að svæðakeppninni í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. Í hverri svæðakeppni munu ákveðin mörg sæti á heimsleikunum verða í boði og auk þess mun styrkleiki hvers móts skila keppendum þar aukasætum á heimsleikana. Opni hluti heimsleikanna fer fram frá 16. febrúar til 6. mars 2023 en heimsleikarnir sjálfir verða haldir frá 1. til 6. ágúst á næsta ári. Eftir opna hlutann, munu þeir keppendur sem komast áfram, taka þátt í átta manna úrslitum sem verður þriggja daga keppni í gegnum netið alveg eins og á síðustu tímabilum. Heimsleikarnir munu taka alls sex daga og hefjast því á þriðjudegi eða degi fyrr en áður. Þeim líkur síðan á sunnudegi eins og vanalega. CrossFit Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Undanúrslit síðustu ára heyra nú sögunni til og líka lokamótið sem gaf keppendum eitt tækifæri í viðbót til að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Morning Chalk up vefurinn fjallar ítarlega um þessar breytingar en þetta er mikil uppstokkun á leið fólks inn á heimsleikana á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tíu undanúrslitamót fóru fram á síðasta keppnistímabili en hér eftir munu undanúrslitin vera svæðaskipt. Þeim verður nú skipt niður í sjö svæði í heiminum þar af eru tvö þeirra í Norður-Ameríku. Íslenska keppnisfólkið mun því keppa í undankeppni Evrópu til að tryggja sér sæti á heimsleikunum alveg eins og fyrirkomulagi var fyrir nokkrum árum. Þrjú stærstu svæðin, Norður-Ameríka austur, Norður-Ameríka vestur og Evrópu, munu innihalda keppni hjá þeim sextíu efstu í karla- og kvennaflokki sem og fjörutíu efstu liðin. Þrjátíu efstu komast inn í svæðakeppnina í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. CrossFit samtökin munu líka staðla undanúrslitamótin þannig á þeim öllum verður keppt í nákvæmlega sömu æfingum. CrossFit samtökin sjá um keppnina í Norður-Ameríku og Evrópu en verða í samstarfi með öðrum samtökum þegar kemur að svæðakeppninni í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. Í hverri svæðakeppni munu ákveðin mörg sæti á heimsleikunum verða í boði og auk þess mun styrkleiki hvers móts skila keppendum þar aukasætum á heimsleikana. Opni hluti heimsleikanna fer fram frá 16. febrúar til 6. mars 2023 en heimsleikarnir sjálfir verða haldir frá 1. til 6. ágúst á næsta ári. Eftir opna hlutann, munu þeir keppendur sem komast áfram, taka þátt í átta manna úrslitum sem verður þriggja daga keppni í gegnum netið alveg eins og á síðustu tímabilum. Heimsleikarnir munu taka alls sex daga og hefjast því á þriðjudegi eða degi fyrr en áður. Þeim líkur síðan á sunnudegi eins og vanalega.
CrossFit Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira