Risabreytingar á leið keppenda inn á heimsleikana í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Lauren Fisher æfðu saman fyrir síðasta heimsleikatímabil þar sem Anníe og Lauren kepptu síðan saman í liðakeppninni. Katrín Tanja komst ekki á leikana en nú er að sjá hvort breytt fyrirkomulag opni aftur leið fyrir hana þangað. Instagram/@katrintanja CrossFit samtökin hafa ákveðið að gera stórar breytingar á undankeppni heimsleikanna í CrossFit á næsta ári. Undanúrslit síðustu ára heyra nú sögunni til og líka lokamótið sem gaf keppendum eitt tækifæri í viðbót til að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Morning Chalk up vefurinn fjallar ítarlega um þessar breytingar en þetta er mikil uppstokkun á leið fólks inn á heimsleikana á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tíu undanúrslitamót fóru fram á síðasta keppnistímabili en hér eftir munu undanúrslitin vera svæðaskipt. Þeim verður nú skipt niður í sjö svæði í heiminum þar af eru tvö þeirra í Norður-Ameríku. Íslenska keppnisfólkið mun því keppa í undankeppni Evrópu til að tryggja sér sæti á heimsleikunum alveg eins og fyrirkomulagi var fyrir nokkrum árum. Þrjú stærstu svæðin, Norður-Ameríka austur, Norður-Ameríka vestur og Evrópu, munu innihalda keppni hjá þeim sextíu efstu í karla- og kvennaflokki sem og fjörutíu efstu liðin. Þrjátíu efstu komast inn í svæðakeppnina í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. CrossFit samtökin munu líka staðla undanúrslitamótin þannig á þeim öllum verður keppt í nákvæmlega sömu æfingum. CrossFit samtökin sjá um keppnina í Norður-Ameríku og Evrópu en verða í samstarfi með öðrum samtökum þegar kemur að svæðakeppninni í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. Í hverri svæðakeppni munu ákveðin mörg sæti á heimsleikunum verða í boði og auk þess mun styrkleiki hvers móts skila keppendum þar aukasætum á heimsleikana. Opni hluti heimsleikanna fer fram frá 16. febrúar til 6. mars 2023 en heimsleikarnir sjálfir verða haldir frá 1. til 6. ágúst á næsta ári. Eftir opna hlutann, munu þeir keppendur sem komast áfram, taka þátt í átta manna úrslitum sem verður þriggja daga keppni í gegnum netið alveg eins og á síðustu tímabilum. Heimsleikarnir munu taka alls sex daga og hefjast því á þriðjudegi eða degi fyrr en áður. Þeim líkur síðan á sunnudegi eins og vanalega. CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Undanúrslit síðustu ára heyra nú sögunni til og líka lokamótið sem gaf keppendum eitt tækifæri í viðbót til að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Morning Chalk up vefurinn fjallar ítarlega um þessar breytingar en þetta er mikil uppstokkun á leið fólks inn á heimsleikana á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tíu undanúrslitamót fóru fram á síðasta keppnistímabili en hér eftir munu undanúrslitin vera svæðaskipt. Þeim verður nú skipt niður í sjö svæði í heiminum þar af eru tvö þeirra í Norður-Ameríku. Íslenska keppnisfólkið mun því keppa í undankeppni Evrópu til að tryggja sér sæti á heimsleikunum alveg eins og fyrirkomulagi var fyrir nokkrum árum. Þrjú stærstu svæðin, Norður-Ameríka austur, Norður-Ameríka vestur og Evrópu, munu innihalda keppni hjá þeim sextíu efstu í karla- og kvennaflokki sem og fjörutíu efstu liðin. Þrjátíu efstu komast inn í svæðakeppnina í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. CrossFit samtökin munu líka staðla undanúrslitamótin þannig á þeim öllum verður keppt í nákvæmlega sömu æfingum. CrossFit samtökin sjá um keppnina í Norður-Ameríku og Evrópu en verða í samstarfi með öðrum samtökum þegar kemur að svæðakeppninni í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. Í hverri svæðakeppni munu ákveðin mörg sæti á heimsleikunum verða í boði og auk þess mun styrkleiki hvers móts skila keppendum þar aukasætum á heimsleikana. Opni hluti heimsleikanna fer fram frá 16. febrúar til 6. mars 2023 en heimsleikarnir sjálfir verða haldir frá 1. til 6. ágúst á næsta ári. Eftir opna hlutann, munu þeir keppendur sem komast áfram, taka þátt í átta manna úrslitum sem verður þriggja daga keppni í gegnum netið alveg eins og á síðustu tímabilum. Heimsleikarnir munu taka alls sex daga og hefjast því á þriðjudegi eða degi fyrr en áður. Þeim líkur síðan á sunnudegi eins og vanalega.
CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira