Víkingur fær heimaleikjabann vegna hegðun stuðningsmanna Atli Arason skrifar 12. október 2022 19:15 Nokkrir stuðningsmenn Víkings urðu sér til skammar í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Hulda Margrét Víkingur Reykjavík fær hámarkssekt frá KSÍ og verður að leika næsta heimaleik sinn á hlutlausum vegna framkomu stuðningsmanna liðsins í úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn FH. Víkingur varð bikarmeistari eftir 3-2 sigur á FH í úrslitaleiknum þann 1. október. Eftir leikinn var kvartað vegna óláta ölvaðra stuðningsmanna Víkings eins og Vísir hefur áður greint frá. Víkingur sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem félagið harmaði framkomu nokkurra skemmdra epla. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í gær vegna málsins og komst að þeirri niðurstöðu að Víkingur ætti að fá hámarkssekt, 200.000 krónur, samkvæmt grein 12.9.d. í reglubók KSÍ. Liðið þarf jafnframt að leika næsta leik sinn án áhorfenda. „Í ljósi alvarleika þeirra brota sem lýst er í skýrslu eftirlitsmanns, að rétt sé að úrskurða knattspyrnulið Víkings R. í mfl. karla í heimaleikjabann sem nemur 1 leik í keppnum á vegum KSÍ. Þannig verði knattspyrnuliði félagsins í mfl. karla gert að leika næsta heimaleik sinn í keppnum á vegum KSÍ á hlutlausum velli,“ segir í tilkynningu KSÍ. Þá fær FH einnig sekt vegna framkomu stuðningsmanna sinna í leiknum upp á 50.000 krónur. Nánar má lesa um niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ með því að smella hér. Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík FH Reykjavík Tengdar fréttir Börn með tárin í augunum meðal drukkinna stuðningsmanna Faðir sem fór með börnin sín tvö á bikarúrslitaleik Víkings og FH segir að drukknir áhorfendur hafi sett svartan blett á upplifunina. Honum fannst öryggisgæslu á leiknum ábótavant. Samskiptastjóri KSÍ segir að hún hafi verið með hefðbundnum hætti og erfitt sé að koma í veg fyrir skrílslæti stuðningsmanna. 4. október 2022 11:06 Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“ Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum. 3. október 2022 12:20 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Víkingur varð bikarmeistari eftir 3-2 sigur á FH í úrslitaleiknum þann 1. október. Eftir leikinn var kvartað vegna óláta ölvaðra stuðningsmanna Víkings eins og Vísir hefur áður greint frá. Víkingur sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem félagið harmaði framkomu nokkurra skemmdra epla. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í gær vegna málsins og komst að þeirri niðurstöðu að Víkingur ætti að fá hámarkssekt, 200.000 krónur, samkvæmt grein 12.9.d. í reglubók KSÍ. Liðið þarf jafnframt að leika næsta leik sinn án áhorfenda. „Í ljósi alvarleika þeirra brota sem lýst er í skýrslu eftirlitsmanns, að rétt sé að úrskurða knattspyrnulið Víkings R. í mfl. karla í heimaleikjabann sem nemur 1 leik í keppnum á vegum KSÍ. Þannig verði knattspyrnuliði félagsins í mfl. karla gert að leika næsta heimaleik sinn í keppnum á vegum KSÍ á hlutlausum velli,“ segir í tilkynningu KSÍ. Þá fær FH einnig sekt vegna framkomu stuðningsmanna sinna í leiknum upp á 50.000 krónur. Nánar má lesa um niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ með því að smella hér.
Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík FH Reykjavík Tengdar fréttir Börn með tárin í augunum meðal drukkinna stuðningsmanna Faðir sem fór með börnin sín tvö á bikarúrslitaleik Víkings og FH segir að drukknir áhorfendur hafi sett svartan blett á upplifunina. Honum fannst öryggisgæslu á leiknum ábótavant. Samskiptastjóri KSÍ segir að hún hafi verið með hefðbundnum hætti og erfitt sé að koma í veg fyrir skrílslæti stuðningsmanna. 4. október 2022 11:06 Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“ Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum. 3. október 2022 12:20 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Börn með tárin í augunum meðal drukkinna stuðningsmanna Faðir sem fór með börnin sín tvö á bikarúrslitaleik Víkings og FH segir að drukknir áhorfendur hafi sett svartan blett á upplifunina. Honum fannst öryggisgæslu á leiknum ábótavant. Samskiptastjóri KSÍ segir að hún hafi verið með hefðbundnum hætti og erfitt sé að koma í veg fyrir skrílslæti stuðningsmanna. 4. október 2022 11:06
Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“ Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum. 3. október 2022 12:20