Víkingur fær heimaleikjabann vegna hegðun stuðningsmanna Atli Arason skrifar 12. október 2022 19:15 Nokkrir stuðningsmenn Víkings urðu sér til skammar í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Hulda Margrét Víkingur Reykjavík fær hámarkssekt frá KSÍ og verður að leika næsta heimaleik sinn á hlutlausum vegna framkomu stuðningsmanna liðsins í úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn FH. Víkingur varð bikarmeistari eftir 3-2 sigur á FH í úrslitaleiknum þann 1. október. Eftir leikinn var kvartað vegna óláta ölvaðra stuðningsmanna Víkings eins og Vísir hefur áður greint frá. Víkingur sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem félagið harmaði framkomu nokkurra skemmdra epla. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í gær vegna málsins og komst að þeirri niðurstöðu að Víkingur ætti að fá hámarkssekt, 200.000 krónur, samkvæmt grein 12.9.d. í reglubók KSÍ. Liðið þarf jafnframt að leika næsta leik sinn án áhorfenda. „Í ljósi alvarleika þeirra brota sem lýst er í skýrslu eftirlitsmanns, að rétt sé að úrskurða knattspyrnulið Víkings R. í mfl. karla í heimaleikjabann sem nemur 1 leik í keppnum á vegum KSÍ. Þannig verði knattspyrnuliði félagsins í mfl. karla gert að leika næsta heimaleik sinn í keppnum á vegum KSÍ á hlutlausum velli,“ segir í tilkynningu KSÍ. Þá fær FH einnig sekt vegna framkomu stuðningsmanna sinna í leiknum upp á 50.000 krónur. Nánar má lesa um niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ með því að smella hér. Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík FH Reykjavík Tengdar fréttir Börn með tárin í augunum meðal drukkinna stuðningsmanna Faðir sem fór með börnin sín tvö á bikarúrslitaleik Víkings og FH segir að drukknir áhorfendur hafi sett svartan blett á upplifunina. Honum fannst öryggisgæslu á leiknum ábótavant. Samskiptastjóri KSÍ segir að hún hafi verið með hefðbundnum hætti og erfitt sé að koma í veg fyrir skrílslæti stuðningsmanna. 4. október 2022 11:06 Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“ Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum. 3. október 2022 12:20 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira
Víkingur varð bikarmeistari eftir 3-2 sigur á FH í úrslitaleiknum þann 1. október. Eftir leikinn var kvartað vegna óláta ölvaðra stuðningsmanna Víkings eins og Vísir hefur áður greint frá. Víkingur sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem félagið harmaði framkomu nokkurra skemmdra epla. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í gær vegna málsins og komst að þeirri niðurstöðu að Víkingur ætti að fá hámarkssekt, 200.000 krónur, samkvæmt grein 12.9.d. í reglubók KSÍ. Liðið þarf jafnframt að leika næsta leik sinn án áhorfenda. „Í ljósi alvarleika þeirra brota sem lýst er í skýrslu eftirlitsmanns, að rétt sé að úrskurða knattspyrnulið Víkings R. í mfl. karla í heimaleikjabann sem nemur 1 leik í keppnum á vegum KSÍ. Þannig verði knattspyrnuliði félagsins í mfl. karla gert að leika næsta heimaleik sinn í keppnum á vegum KSÍ á hlutlausum velli,“ segir í tilkynningu KSÍ. Þá fær FH einnig sekt vegna framkomu stuðningsmanna sinna í leiknum upp á 50.000 krónur. Nánar má lesa um niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ með því að smella hér.
Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík FH Reykjavík Tengdar fréttir Börn með tárin í augunum meðal drukkinna stuðningsmanna Faðir sem fór með börnin sín tvö á bikarúrslitaleik Víkings og FH segir að drukknir áhorfendur hafi sett svartan blett á upplifunina. Honum fannst öryggisgæslu á leiknum ábótavant. Samskiptastjóri KSÍ segir að hún hafi verið með hefðbundnum hætti og erfitt sé að koma í veg fyrir skrílslæti stuðningsmanna. 4. október 2022 11:06 Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“ Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum. 3. október 2022 12:20 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira
Börn með tárin í augunum meðal drukkinna stuðningsmanna Faðir sem fór með börnin sín tvö á bikarúrslitaleik Víkings og FH segir að drukknir áhorfendur hafi sett svartan blett á upplifunina. Honum fannst öryggisgæslu á leiknum ábótavant. Samskiptastjóri KSÍ segir að hún hafi verið með hefðbundnum hætti og erfitt sé að koma í veg fyrir skrílslæti stuðningsmanna. 4. október 2022 11:06
Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“ Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum. 3. október 2022 12:20