Á þriðja tug eru á biðlista eftir meðferð vegna eftirkasta Covid-19 Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. október 2022 19:01 Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi segir marga enn glíma við eftirköst Covid. Vísir/Egill Tuttugu og fimm eru nú á biðlista eftir að komast að í endurhæfingu á Reykjalundi vegna langtímaveikinda eftir að hafa fengið Covid-19. Þrátt fyrir að rúmir sjö mánuðir séu nú síðan að öllum opinberum sóttvarnaraðgerðum var hætt hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins má enn greina áhrifin af faraldrinum. Til að mynda á Reykjalundi en í hverri viku berast þangað umsóknir um aðstoð frá fólki sem glímir við langtímaveikindi eftir að hafa fengið Covid-19. „Núna eru um tuttugu og fimm manns með þessa greiningu sem er þá langvinn einkenni eftir Covid. Það þýðir það að fólk er með einkenni sem að eru alvarleg enn þá þremur mánuðum eftir veikindin,“ segir Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Stefán segir einkennin oft vera mæði, verki af ýmsu tagi, þreytu og heilaþoku. Þeim sem koma á Reykjalund er boðið upp á sex vikna meðferð en hundrað tuttugu og fimm hafa þegar lokið meðferð vegna langtímaáhrifa af Covid-19. Langflestir eru aldrinum fertugt til sextugs. Heilbrigðisstofnanir víða um heim takast nú á við eftirköst faraldursins en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt stjórnvöld til að bregðast við og grípa til aðgerða vegna þessa. „Við sjáum það hjá WHO að þeir hafa sett þetta mjög á oddinn sem stórt og alvarlegt vandamál að fólk er óvinnufært vegna langvinnra einkenna eftir Covid. Þeir telja að bara í Evrópulöndum, fimmtíu og þremur Evrópulöndum, séu um sautján milljónir með langvinn einkenni eftir Covid og stór hluti þeirra sé ekki enn þá kominn til starfa.“ Endurhæfingin á Reykjalundi fyrir þá sem glíma við eftirköst Covid-19 tekur sex vikur.Vísir/Egill Hann telur að búast megi við að umsóknir haldi áfram að berast næstu misserin. „Það er nú þannig að eftir að ómíkron hefur komið þá eru miklu fleiri sem veikjast en þeir veikjast ekki eins mikið en það virðist sem að það séu þá margir samt sem að fái langvarandi Covid einkenni og þar sýnir tölfræðin að konur fá frekar langvinn einkenni heldur en karlar.“ Margskonar þjálfun og fræðsla er á meðal þess sem boðið er upp á á Reykjalundi.Vísir/Egill Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir brýnt að grípa til aðgerða vegna eftirkasta Covid-19 Tugmilljónir manna þjást enn af eftirköstum Covid-19, sem eru að hafa alvarlegar afleiðingar á líf þeirra og afkomu. Þá hafa þau komið hart niður á heilbrigðiskerfum og efnahag ríkja heims. 13. október 2022 12:17 Um nítján þúsund þáðu bólusetningu Um það bil nítján þúsund íbúar höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri þáðu bólusetningu í tveggja vikna átaki í Laugardalshöll sem lauk í síðustu viku. 12. október 2022 13:57 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Þrátt fyrir að rúmir sjö mánuðir séu nú síðan að öllum opinberum sóttvarnaraðgerðum var hætt hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins má enn greina áhrifin af faraldrinum. Til að mynda á Reykjalundi en í hverri viku berast þangað umsóknir um aðstoð frá fólki sem glímir við langtímaveikindi eftir að hafa fengið Covid-19. „Núna eru um tuttugu og fimm manns með þessa greiningu sem er þá langvinn einkenni eftir Covid. Það þýðir það að fólk er með einkenni sem að eru alvarleg enn þá þremur mánuðum eftir veikindin,“ segir Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Stefán segir einkennin oft vera mæði, verki af ýmsu tagi, þreytu og heilaþoku. Þeim sem koma á Reykjalund er boðið upp á sex vikna meðferð en hundrað tuttugu og fimm hafa þegar lokið meðferð vegna langtímaáhrifa af Covid-19. Langflestir eru aldrinum fertugt til sextugs. Heilbrigðisstofnanir víða um heim takast nú á við eftirköst faraldursins en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt stjórnvöld til að bregðast við og grípa til aðgerða vegna þessa. „Við sjáum það hjá WHO að þeir hafa sett þetta mjög á oddinn sem stórt og alvarlegt vandamál að fólk er óvinnufært vegna langvinnra einkenna eftir Covid. Þeir telja að bara í Evrópulöndum, fimmtíu og þremur Evrópulöndum, séu um sautján milljónir með langvinn einkenni eftir Covid og stór hluti þeirra sé ekki enn þá kominn til starfa.“ Endurhæfingin á Reykjalundi fyrir þá sem glíma við eftirköst Covid-19 tekur sex vikur.Vísir/Egill Hann telur að búast megi við að umsóknir haldi áfram að berast næstu misserin. „Það er nú þannig að eftir að ómíkron hefur komið þá eru miklu fleiri sem veikjast en þeir veikjast ekki eins mikið en það virðist sem að það séu þá margir samt sem að fái langvarandi Covid einkenni og þar sýnir tölfræðin að konur fá frekar langvinn einkenni heldur en karlar.“ Margskonar þjálfun og fræðsla er á meðal þess sem boðið er upp á á Reykjalundi.Vísir/Egill
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir brýnt að grípa til aðgerða vegna eftirkasta Covid-19 Tugmilljónir manna þjást enn af eftirköstum Covid-19, sem eru að hafa alvarlegar afleiðingar á líf þeirra og afkomu. Þá hafa þau komið hart niður á heilbrigðiskerfum og efnahag ríkja heims. 13. október 2022 12:17 Um nítján þúsund þáðu bólusetningu Um það bil nítján þúsund íbúar höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri þáðu bólusetningu í tveggja vikna átaki í Laugardalshöll sem lauk í síðustu viku. 12. október 2022 13:57 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Segir brýnt að grípa til aðgerða vegna eftirkasta Covid-19 Tugmilljónir manna þjást enn af eftirköstum Covid-19, sem eru að hafa alvarlegar afleiðingar á líf þeirra og afkomu. Þá hafa þau komið hart niður á heilbrigðiskerfum og efnahag ríkja heims. 13. október 2022 12:17
Um nítján þúsund þáðu bólusetningu Um það bil nítján þúsund íbúar höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri þáðu bólusetningu í tveggja vikna átaki í Laugardalshöll sem lauk í síðustu viku. 12. október 2022 13:57
Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00