Real Madrid í toppsætið á Spáni eftir sigur í El Clásico Atli Arason skrifar 16. október 2022 16:15 Federico Valverde og Karim Benzema fagna marki þess fyrrnefnda gegn Barcelona í dag. Getty Images Real Madrid vann 3-1 sigur á Barcelona í uppgjöri toppliða spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Karim Benzema kom Real á bragðið með marki strax á 12. mínútu leiksins áður en Federico Valverde gerði annað mark Real á 35. mínútu og Real leiddi með tveimur mörkum gegn engu í hálfleik. Ferran Torres, leikmanni Barcelona, tókst að gera lokamínútur leiksins spennandi þegar hann minnkaði muninn í 2-1 með marki á 83. mínútu eftir undirbúning Ansu Fati. Barcelona þjarmaði svo að heimamönnum í Real síðustu mínútur leiksins en það fór ekki betur en svo að gestirnir voru fámennir í vörninni og skyndisókn Real á 91. mínútu endaði á því að Eric García braut á Rodrygo innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Rodrygo tók spyrnuna sjálfur og setti knöttinn í netið framhjá Marc-Andre ter Stegen, markverði Barcelona. Lokatölur voru því 3-1 fyrir Real sem er nú eitt í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 25 stig, þremur stigum meira en Barcelona sem er í 2. sæti. Spænski boltinn Fótbolti
Real Madrid vann 3-1 sigur á Barcelona í uppgjöri toppliða spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Karim Benzema kom Real á bragðið með marki strax á 12. mínútu leiksins áður en Federico Valverde gerði annað mark Real á 35. mínútu og Real leiddi með tveimur mörkum gegn engu í hálfleik. Ferran Torres, leikmanni Barcelona, tókst að gera lokamínútur leiksins spennandi þegar hann minnkaði muninn í 2-1 með marki á 83. mínútu eftir undirbúning Ansu Fati. Barcelona þjarmaði svo að heimamönnum í Real síðustu mínútur leiksins en það fór ekki betur en svo að gestirnir voru fámennir í vörninni og skyndisókn Real á 91. mínútu endaði á því að Eric García braut á Rodrygo innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Rodrygo tók spyrnuna sjálfur og setti knöttinn í netið framhjá Marc-Andre ter Stegen, markverði Barcelona. Lokatölur voru því 3-1 fyrir Real sem er nú eitt í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 25 stig, þremur stigum meira en Barcelona sem er í 2. sæti.