Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2022 20:16 Um tvö þúsund fulltrúar sækja Hringborð norðurslóða í Hörpu sem lýkur á sunnudag. Stöð 2/Egill Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. Scott Minerd stjórnarformaður Guggenheim fjárfestingasjóðsins hefur stutt við Hringborð norðurslóða frá upphafi og er einn þekktasti fjárfestir í heimi. Hann tilkynnti í Höfða í dag um stofnun nýrrar hugveitu, Minerd Institution for Arctic Peace and Prosperity með höfuðstöðvar í Reykjavík. Stofnunin verður til húsa í Norðurslóð stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar sem byggð verður á lóð Háskóla Íslands. Scott Minerd segir mikilvægt að frumbyggjar taki þátt í allri uppbyggingu og séu hafðir með í ráðum við fjárfestingar á norðurslóðum. Friður sé grunvöllur velmegunar.Stöð 2/Egill „Það þarf fjármagn, fjárfestingar og efnahagslega þróun til að skapa velmegun. En það er ekki hægt að ná velmegun án friðar,“ segir Minerd. Því væri nauðsynlegt að tryggja öryggi og varnir norðurslóða. Leiðarvísir í sex grundvallaratriðum í þessum efnum hafi verið mótaður í opnum lýðræðislegum umræðum á vettvangi Hringborðsins í nokkur ár. Norðurskautsráðið hafi síðan innleitt þessi grundvallaratriði. „Tvö þeirra krefjast þess að frumbyggjar séu hafðir með í ráðum. Vegna þess að hluti norðurslóða er þeirra land. Þeir verða að vera með og taka þátt. Til að koma í veg fyrir að þeir verði arðrændir eins og á fyrri tímum,“ segir Minerd. Caroline Cochrane forsætisráðherra Norðvestur svæða Kanada segir frumbyggja hafa rödd sem umheimurinn verði að hlusta á.Vísir/Heimir Már Fulltrúar frumbyggja í norðurhéruðum Kanada komu einmitt inn á þetta á Hringborðinu í dag. Hvernig loftslagsbreytingarnar hefðu breytt lífsskilyrðum þeirra og þörfina á fjárfestingum. Fjórar ungar konur frá þessum svæðum sögðu frá vandanum við að varðveita ólík tungumál þeirra sem kannski aðeins tvö hundruð manns töluðu í dag. Þá væri sjálfsvígstíðni mjög mikil. Caroline Cochrane forsætisráðherra Norðvestursvæða Kanada sagði íbúa norðurslóða Kanada ekki mega vera afskipta. „Stundum finnst okkur á norðurslóðum Kanada að við séum aðeins týnd í þessari alþjóðlegu norðurslóða umræðu. Við erum fá og afskekkt. En við höfum rödd og raddir okkar verða að heyrast,“ sagði Cochrane í panelumræðum á þinginu í dag. Það eru hundruð fyrirlestra og vinnustofa á hringborði norðurslóða að venju. Meðal annars er búið að tjalda fyrir utan Hörpu til að vekja athygli á hraðri þróun loftlagsbreytinganna á norðurslóðum. Prófessor Gail Whiteman segir nauðsynlegt að koma upplýsingum um afleiðingar loftslagsbreytinganna á framfæri við þá sem taka ákvarðanir í heiminum.Stöð 2/Egill Gail Whiteman prófessor í félagsvísindum við Exeter háskóla á Bretlandi stofnaði Arctic Basecamp sem beitir félagsvísindum til að koma raunvísindalegum upplýsingum um loftslagsmálin á framfæri við áhrifavalda í heiminum. „Við verðum að koma vísindum kennslubókanna til þeirra sem taka ákvarðanirnar. Þannig að á hverju ári setjum við upp pop-up tjaldbúðir hjá Alþjóðlegu efnahagsráðstefnunni í Davos. Þar fræðum við leiðtoga þjóða og viðskipta um þá hættu sem stafar af loftlagsbreytingunum á alþjóða vísu,“ segir Whiteman. Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú ætlar að sýna samstöðu og gista í tjaldi vísindamanna við Hörpu í nótt.Stöð 2/Egill Breytingarnar kostuðu mannlegar fórnir og hefðu í för með sér efnahagslegan kostnað. „Þannig að það má engan tíma missa. Það þarf að bregðast við núna,“segir Whiteman. Lengri útgáfur af viðtölum við þau Minerd og Whiteman má sjá í spilurunum hér að neðan. Beðist er velvirðingar á því að þau séu ekki textuð. Hringborð norðurslóða Reykjavík Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Tengdar fréttir Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00 Mikil tækifæri í Norðurslóðahúsi Ólafs Ragnars Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um ráðstöfun lóðarinnar að Sturlugötu 9 í háskólaþorpinu til norðurslóðaseturs sem kennt verður við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands. 16. desember 2021 19:20 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Scott Minerd stjórnarformaður Guggenheim fjárfestingasjóðsins hefur stutt við Hringborð norðurslóða frá upphafi og er einn þekktasti fjárfestir í heimi. Hann tilkynnti í Höfða í dag um stofnun nýrrar hugveitu, Minerd Institution for Arctic Peace and Prosperity með höfuðstöðvar í Reykjavík. Stofnunin verður til húsa í Norðurslóð stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar sem byggð verður á lóð Háskóla Íslands. Scott Minerd segir mikilvægt að frumbyggjar taki þátt í allri uppbyggingu og séu hafðir með í ráðum við fjárfestingar á norðurslóðum. Friður sé grunvöllur velmegunar.Stöð 2/Egill „Það þarf fjármagn, fjárfestingar og efnahagslega þróun til að skapa velmegun. En það er ekki hægt að ná velmegun án friðar,“ segir Minerd. Því væri nauðsynlegt að tryggja öryggi og varnir norðurslóða. Leiðarvísir í sex grundvallaratriðum í þessum efnum hafi verið mótaður í opnum lýðræðislegum umræðum á vettvangi Hringborðsins í nokkur ár. Norðurskautsráðið hafi síðan innleitt þessi grundvallaratriði. „Tvö þeirra krefjast þess að frumbyggjar séu hafðir með í ráðum. Vegna þess að hluti norðurslóða er þeirra land. Þeir verða að vera með og taka þátt. Til að koma í veg fyrir að þeir verði arðrændir eins og á fyrri tímum,“ segir Minerd. Caroline Cochrane forsætisráðherra Norðvestur svæða Kanada segir frumbyggja hafa rödd sem umheimurinn verði að hlusta á.Vísir/Heimir Már Fulltrúar frumbyggja í norðurhéruðum Kanada komu einmitt inn á þetta á Hringborðinu í dag. Hvernig loftslagsbreytingarnar hefðu breytt lífsskilyrðum þeirra og þörfina á fjárfestingum. Fjórar ungar konur frá þessum svæðum sögðu frá vandanum við að varðveita ólík tungumál þeirra sem kannski aðeins tvö hundruð manns töluðu í dag. Þá væri sjálfsvígstíðni mjög mikil. Caroline Cochrane forsætisráðherra Norðvestursvæða Kanada sagði íbúa norðurslóða Kanada ekki mega vera afskipta. „Stundum finnst okkur á norðurslóðum Kanada að við séum aðeins týnd í þessari alþjóðlegu norðurslóða umræðu. Við erum fá og afskekkt. En við höfum rödd og raddir okkar verða að heyrast,“ sagði Cochrane í panelumræðum á þinginu í dag. Það eru hundruð fyrirlestra og vinnustofa á hringborði norðurslóða að venju. Meðal annars er búið að tjalda fyrir utan Hörpu til að vekja athygli á hraðri þróun loftlagsbreytinganna á norðurslóðum. Prófessor Gail Whiteman segir nauðsynlegt að koma upplýsingum um afleiðingar loftslagsbreytinganna á framfæri við þá sem taka ákvarðanir í heiminum.Stöð 2/Egill Gail Whiteman prófessor í félagsvísindum við Exeter háskóla á Bretlandi stofnaði Arctic Basecamp sem beitir félagsvísindum til að koma raunvísindalegum upplýsingum um loftslagsmálin á framfæri við áhrifavalda í heiminum. „Við verðum að koma vísindum kennslubókanna til þeirra sem taka ákvarðanirnar. Þannig að á hverju ári setjum við upp pop-up tjaldbúðir hjá Alþjóðlegu efnahagsráðstefnunni í Davos. Þar fræðum við leiðtoga þjóða og viðskipta um þá hættu sem stafar af loftlagsbreytingunum á alþjóða vísu,“ segir Whiteman. Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú ætlar að sýna samstöðu og gista í tjaldi vísindamanna við Hörpu í nótt.Stöð 2/Egill Breytingarnar kostuðu mannlegar fórnir og hefðu í för með sér efnahagslegan kostnað. „Þannig að það má engan tíma missa. Það þarf að bregðast við núna,“segir Whiteman. Lengri útgáfur af viðtölum við þau Minerd og Whiteman má sjá í spilurunum hér að neðan. Beðist er velvirðingar á því að þau séu ekki textuð.
Hringborð norðurslóða Reykjavík Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Tengdar fréttir Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00 Mikil tækifæri í Norðurslóðahúsi Ólafs Ragnars Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um ráðstöfun lóðarinnar að Sturlugötu 9 í háskólaþorpinu til norðurslóðaseturs sem kennt verður við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands. 16. desember 2021 19:20 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00
Mikil tækifæri í Norðurslóðahúsi Ólafs Ragnars Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um ráðstöfun lóðarinnar að Sturlugötu 9 í háskólaþorpinu til norðurslóðaseturs sem kennt verður við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands. 16. desember 2021 19:20