Gavia Invest er stærsti hluthafi Sýnar hf. eftir að fyrirtækið keypti alla hluti fráfarandi forstjóra fyrirtækisins, Heiðars Guðjónssonar, í sumar. Í kjölfar kaupanna var boðið til hluthafafundar þar sem var kosið til stjórnar fyrirtækisins.
Sjö manns vildu þá fá sæti í stjórninni. Jóhann Hjartarson, Páll Gíslason, Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Sesselía Birgisdóttir buðu sig öll fram en þau höfðu öll verið í stjórninni fyrir.
Þá vildi Jón Skaftason, einn af forsvarsmönnum Gavia Invest, Hilmar Þór Kristinsson, framkvæmdastjóri Reir og eigandi Fasta, og téður Reynir fá sæti í stjórninni.
Fimm sæti voru í boði og var Jón einn nýr kjörinn inn í stjórnina. Reynir og Hilmar sátu eftir með sárt ennið. Petrea Ingileif var gerð að stjórnarformanni.
Þrjú félög kröfðust síðan nýs stjórnarkjörs og sögðu stjórnina ekki endurspegla hluthafahóp fyrirtækisins. Vegna kröfunnar var boðað til nýs hluthafafundar sem fer fram þann 20. október næstkomandi.
Reynir ætlar ekki aftur að bjóða sig fram til stjórnar en framboðsfresturinn er nú útrunninn og er hann ekki á honum. Þá gefur Petrea ekki kost á sér þar sem OR setti eiginmanni hennar afarkosti. Nánar um það hér.
Þeir sem berjast nú um sæti eru:
- Hákon Stefánsson
- Helen Neely
- Jóhann Hjartarson
- Jón Skaftason
- Páll Gíslason
- Rannveig Eir Einarsdóttir
- Sesselía Birgisdóttir
- Sigmar Páll Jónsson
Þeir sem bjóða sig fram til varastjórnar eru:
- Daði Kristjánsson
- Salóme Guðmundsdóttir
- Sólveig Gunnarsdóttir
Vísir er í eigu Sýnar hf.