Þola kylfingar á Kjalarnesi ekki smá skítalykt? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. október 2022 13:05 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem spurði “Af hverju má ekki vera öðru hvoru skítalykt á golfvelli” ? Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Bændasamtaka Íslands spyr sig af hverju það megi ekki vera öðru hvori skítalykt á golfvellinum á Kjalarnesi. Spurningin er sett fram í ljósi þess að kjúklinga og svínabændur á Kjalarnesi eru að berjast fyrir því að stækka starfsemi sína en það gengur illa því kylfingar vilja ekki skítalykt af búunum yfir golfvöllinn. Fjörugur umræður sköpuðust í pallborði á Degi landbúnaðarins, sem haldin var á föstudaginn þar sem nokkrir spekingar sátu fyrir svörum og vörpuðu boltanum til hvors annars í umræðum um stöðu íslensks landbúnaðar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtanna var til dæmis spurður hvaða hindranirnar væru fyrir íslenska landbúnaðinn til þess að hann geti hlaupið hraðar og ná markmiðum sínum? Gunnar sagði að skipulagslög landsins væru orðin mjög íþyngjandi og sagði svo: “Ég held að það sé 600 metra radíus lands, sem þarf að vera til þess að reisa kjúklingabú eða svínabú. Nú erum menn að berjast hér upp á Kjalarnesi að halda áfram starfsemi en nú eru bara allir uppfullir af því að það má alls ekki vera skítalykt á golfvellinum á Kjalarnesi. Ég segi bara, sveitarsamfélag eins og Ísland, af hverju má ekki vera öðru hvoru skítalykt á golfvelli? Í alvöru, ég held að við séum búin að týna okkur í einhverju gullhúðuðu regluverki dauðans, sem engin getur uppfyllt því miður,” sagði Gunnar. Þeir sem tóku þátt í pallborðinu á Degi íslensks landbúnaðarMagnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra var einn af þeim, sem sat í pallborðinu. Hann var duglegur að hrósa íslenskum bændum. “Mér finnst allt vera að vinna með íslenskum landbúnaði en mér finnst við ekki vera að nýta tækifærin. Við búum svo vel Íslendingar að við vitum hvaðan maturinn kemur. Við getum farið út í búð og séð það, erum við að gera eitthvað með þetta?,” spurði Guðlaugur Þór og hélt áfram. “Hver fékk þá hugmynd að það ætti að keppa í verðum á milli kjúklinga og sauðfés, þ.e. lambakjöt. Hver fékk þá hugmynd?.” Að lokum sagði Guðlaugur Þór þetta við bændur á Degi landbúnaðarins: “Mín skilaboð eru bara einföld og ég hef bara mikla ástríðu fyrir því. Gleymið því ekki að þið eruð rosalega góð, þið getið borið höfuðið rosalega hátt og við erum mjög stolt af ykkur og við getum verið það Íslendingar.” Guðlaugur Þór flutti ávarp á Degi landbúnaðarins og var duglegur að hrósa íslenskum bændum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Landbúnaður Golf Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Fjörugur umræður sköpuðust í pallborði á Degi landbúnaðarins, sem haldin var á föstudaginn þar sem nokkrir spekingar sátu fyrir svörum og vörpuðu boltanum til hvors annars í umræðum um stöðu íslensks landbúnaðar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtanna var til dæmis spurður hvaða hindranirnar væru fyrir íslenska landbúnaðinn til þess að hann geti hlaupið hraðar og ná markmiðum sínum? Gunnar sagði að skipulagslög landsins væru orðin mjög íþyngjandi og sagði svo: “Ég held að það sé 600 metra radíus lands, sem þarf að vera til þess að reisa kjúklingabú eða svínabú. Nú erum menn að berjast hér upp á Kjalarnesi að halda áfram starfsemi en nú eru bara allir uppfullir af því að það má alls ekki vera skítalykt á golfvellinum á Kjalarnesi. Ég segi bara, sveitarsamfélag eins og Ísland, af hverju má ekki vera öðru hvoru skítalykt á golfvelli? Í alvöru, ég held að við séum búin að týna okkur í einhverju gullhúðuðu regluverki dauðans, sem engin getur uppfyllt því miður,” sagði Gunnar. Þeir sem tóku þátt í pallborðinu á Degi íslensks landbúnaðarMagnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra var einn af þeim, sem sat í pallborðinu. Hann var duglegur að hrósa íslenskum bændum. “Mér finnst allt vera að vinna með íslenskum landbúnaði en mér finnst við ekki vera að nýta tækifærin. Við búum svo vel Íslendingar að við vitum hvaðan maturinn kemur. Við getum farið út í búð og séð það, erum við að gera eitthvað með þetta?,” spurði Guðlaugur Þór og hélt áfram. “Hver fékk þá hugmynd að það ætti að keppa í verðum á milli kjúklinga og sauðfés, þ.e. lambakjöt. Hver fékk þá hugmynd?.” Að lokum sagði Guðlaugur Þór þetta við bændur á Degi landbúnaðarins: “Mín skilaboð eru bara einföld og ég hef bara mikla ástríðu fyrir því. Gleymið því ekki að þið eruð rosalega góð, þið getið borið höfuðið rosalega hátt og við erum mjög stolt af ykkur og við getum verið það Íslendingar.” Guðlaugur Þór flutti ávarp á Degi landbúnaðarins og var duglegur að hrósa íslenskum bændum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Landbúnaður Golf Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira