Tóku markstangirnar með sér út af vellinum eftir sigurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 11:30 Stuðningsmenn Tennessee fagna sigrinum með því að rífa niður markstangirnar. AP/Wade Payne Stuðningsmenn Tennessee höfðu sérstaklega gaman af því að vinna stórskotalið Alabama í bandaríska háskólafótboltanum um helgina en það er óhætt að segja að fagnaðarlætin hafi verið ansi sérstök og dýr fyrir skólann. Tennessee Volunteers vann þarna 52-49 sigur á erkifjendum sínum í Alabama Crimson Tide og hafa nú unnið alla sex leiki sína á tímabilinu. Þetta var jafnframt fyrsta tap Alabama á tímabilinu. Úrslit leiksins vöktu mikla athygli í Bandaríkjunum en það var einnig fögnuður stuðningsmanna Tennessee háskólans sem rötuðu í fréttirnar. Í leikslok ruku stuðningsmenn Tennessee inn á völlinn til að fagna sigrinum en þau létu ekki þar við sitja. Stuðningsmennirnir ákváðu nefnilega að rífa upp markstangirnar og taka þær með sér út af vellinum. Það mátti sjá einhvern standa á þeim þegar hópur fólks tók þær með sér. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Þetta voru sömu markstangir og sparkarinn Chase McGrath hafði nýtt sér þegar hann tryggt liðinu sigur með vallarmarki á lokasekúndum leiksins. Sigurreifir stuðningsmenn fóru með markstangirnar út af vellinum og enduðu á því að henda þeim í Tennessee ánna sem er ekki langt frá Neyland leikvanginum í Knoxville. Þetta verður skólanum dýrt spaug. SEC-deildin hefur þegar sektað skólann um hundrað þúsund dollara eða 14,5 milljónir. Þá þarf auðvitað að kaupa nýjar markstangir og setja þær aftur upp á vellinum. Nú er hafin söfnun fyrir sektinni og nýjum markstöngum. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Tennessee Volunteers vann þarna 52-49 sigur á erkifjendum sínum í Alabama Crimson Tide og hafa nú unnið alla sex leiki sína á tímabilinu. Þetta var jafnframt fyrsta tap Alabama á tímabilinu. Úrslit leiksins vöktu mikla athygli í Bandaríkjunum en það var einnig fögnuður stuðningsmanna Tennessee háskólans sem rötuðu í fréttirnar. Í leikslok ruku stuðningsmenn Tennessee inn á völlinn til að fagna sigrinum en þau létu ekki þar við sitja. Stuðningsmennirnir ákváðu nefnilega að rífa upp markstangirnar og taka þær með sér út af vellinum. Það mátti sjá einhvern standa á þeim þegar hópur fólks tók þær með sér. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Þetta voru sömu markstangir og sparkarinn Chase McGrath hafði nýtt sér þegar hann tryggt liðinu sigur með vallarmarki á lokasekúndum leiksins. Sigurreifir stuðningsmenn fóru með markstangirnar út af vellinum og enduðu á því að henda þeim í Tennessee ánna sem er ekki langt frá Neyland leikvanginum í Knoxville. Þetta verður skólanum dýrt spaug. SEC-deildin hefur þegar sektað skólann um hundrað þúsund dollara eða 14,5 milljónir. Þá þarf auðvitað að kaupa nýjar markstangir og setja þær aftur upp á vellinum. Nú er hafin söfnun fyrir sektinni og nýjum markstöngum. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira