Natasha S. hlýtur bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. október 2022 14:27 Dagur N. Eggertsson borgarstjóri veitir Natöshu S. verðlaunin í Höfða. vísir/vilhelm Rithöfundurinn Natasha S. hlaut í dag bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir handritið Máltaka á stríðstímum sem kemur í verslanir í dag. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. „Það er ánægjulegt að ljóðskáld af erlendum uppruna sé að hljóta verðlaunin í fyrsta sinn. Í ljóðum sínum segir Natasha S. á áhrifamikinn hátt frásögn manneskju sem fylgist úr fjarlægð með stríðsrekstri í heimalandi sínu Rússlandi gegn nágrannaríkinu Úkraínu,“ segir Dagur um verkið. „Átakanleg frásögn sem um leið dregur fram sláandi andstæður,“ bætir hann við. Natasha S. flutti til Íslands frá Rússlandi árið 2012. Hún er menntuð í blaðamennsku og hefur skrifað greinar í lausamennsku um nýja heimaland sitt. Árið 2016 útskrifaðist hún frá Háskóla Íslands með BA-gráðu í íslensku sem annað mál og með sænsku sem aukagrein. Natasha S. hefur þýtt íslensk skáldverk á rússnesku, nú síðast Kviku eftir Þóru Hjörleifsdóttur. Hún ritstýrði safnriti ljóða skálda af erlendum uppruna, sem nefnist Pólífónía af erlendum uppruna, og var auk þess einn höfunda þess. Þá er hún annar tveggja ritstjóra að greinarsafni sem Bókmenntaborgin í Reykjavík gefur út á næsta ári. Máltaka á stríðstímum er fyrsta ljóðabók Natöshu S. Djúppersónulegt verk Í umsögn dómnefndar, sem var skipuð þeim Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur, Hauki Ingvarssyni og Eyþóri Árnasyni segir að Máltaka á stríðstímum sé áhrifamikið verk, brýnt og einstakt í sinni röð. „Það er frásögn manneskju sem fylgist með stríði í heimalandi sínu úr fjarlægð. Hennar eigin þjóð - Rússar - hervæðist og ræðst inn í Úkraínu. Andstaða höfundar við stríðsreksturinn vekur margslungnar tilfinningar og spurningar sem glímt er við í bókinni. Þrátt fyrir átakanleg efnistök einkennist framsetning af lipurð og djúphygli,“ segir enn fremur í umsögn. Mannskilningur Natöshu er sagður þvert yfir þjóðerni, búsetu, reynslu og bakgrunn. Þá sé verkið djúppersónulegt þrátt fyrir að inntak þess séu umfangsmiklar hörmungar á alþjóðavísu enda er ástarsögu, minningum og endurliti fléttað saman við af listfengi. Reykjavík Ljóðlist Tengdar fréttir Jón Hjartarson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti í dag Jóni Hjartarsyni, leikara og skáldi, Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Jón hlaut verðlaunin fyrir handrit sitt að ljóðabókinni Troðningar, en bókin kom út í dag. 20. október 2021 20:00 Ragnheiður hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Ragnheiður Lárusdóttir tók í dag við Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar 2020 fyrir handrit sitt að ljóðabókinni1900 og eitthvað. 13. október 2020 14:52 Sauðfjárbóndi fær bókmenntaverðlaun fyrir fyrstu ljóðabókina Harpa Rún Kristjánsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2019 fyrir ljóðahandritið Eddu. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, veitti verðlaunin sem nema 800 þúsund krónum. 22. október 2019 18:36 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. „Það er ánægjulegt að ljóðskáld af erlendum uppruna sé að hljóta verðlaunin í fyrsta sinn. Í ljóðum sínum segir Natasha S. á áhrifamikinn hátt frásögn manneskju sem fylgist úr fjarlægð með stríðsrekstri í heimalandi sínu Rússlandi gegn nágrannaríkinu Úkraínu,“ segir Dagur um verkið. „Átakanleg frásögn sem um leið dregur fram sláandi andstæður,“ bætir hann við. Natasha S. flutti til Íslands frá Rússlandi árið 2012. Hún er menntuð í blaðamennsku og hefur skrifað greinar í lausamennsku um nýja heimaland sitt. Árið 2016 útskrifaðist hún frá Háskóla Íslands með BA-gráðu í íslensku sem annað mál og með sænsku sem aukagrein. Natasha S. hefur þýtt íslensk skáldverk á rússnesku, nú síðast Kviku eftir Þóru Hjörleifsdóttur. Hún ritstýrði safnriti ljóða skálda af erlendum uppruna, sem nefnist Pólífónía af erlendum uppruna, og var auk þess einn höfunda þess. Þá er hún annar tveggja ritstjóra að greinarsafni sem Bókmenntaborgin í Reykjavík gefur út á næsta ári. Máltaka á stríðstímum er fyrsta ljóðabók Natöshu S. Djúppersónulegt verk Í umsögn dómnefndar, sem var skipuð þeim Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur, Hauki Ingvarssyni og Eyþóri Árnasyni segir að Máltaka á stríðstímum sé áhrifamikið verk, brýnt og einstakt í sinni röð. „Það er frásögn manneskju sem fylgist með stríði í heimalandi sínu úr fjarlægð. Hennar eigin þjóð - Rússar - hervæðist og ræðst inn í Úkraínu. Andstaða höfundar við stríðsreksturinn vekur margslungnar tilfinningar og spurningar sem glímt er við í bókinni. Þrátt fyrir átakanleg efnistök einkennist framsetning af lipurð og djúphygli,“ segir enn fremur í umsögn. Mannskilningur Natöshu er sagður þvert yfir þjóðerni, búsetu, reynslu og bakgrunn. Þá sé verkið djúppersónulegt þrátt fyrir að inntak þess séu umfangsmiklar hörmungar á alþjóðavísu enda er ástarsögu, minningum og endurliti fléttað saman við af listfengi.
Reykjavík Ljóðlist Tengdar fréttir Jón Hjartarson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti í dag Jóni Hjartarsyni, leikara og skáldi, Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Jón hlaut verðlaunin fyrir handrit sitt að ljóðabókinni Troðningar, en bókin kom út í dag. 20. október 2021 20:00 Ragnheiður hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Ragnheiður Lárusdóttir tók í dag við Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar 2020 fyrir handrit sitt að ljóðabókinni1900 og eitthvað. 13. október 2020 14:52 Sauðfjárbóndi fær bókmenntaverðlaun fyrir fyrstu ljóðabókina Harpa Rún Kristjánsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2019 fyrir ljóðahandritið Eddu. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, veitti verðlaunin sem nema 800 þúsund krónum. 22. október 2019 18:36 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Jón Hjartarson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti í dag Jóni Hjartarsyni, leikara og skáldi, Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Jón hlaut verðlaunin fyrir handrit sitt að ljóðabókinni Troðningar, en bókin kom út í dag. 20. október 2021 20:00
Ragnheiður hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Ragnheiður Lárusdóttir tók í dag við Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar 2020 fyrir handrit sitt að ljóðabókinni1900 og eitthvað. 13. október 2020 14:52
Sauðfjárbóndi fær bókmenntaverðlaun fyrir fyrstu ljóðabókina Harpa Rún Kristjánsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2019 fyrir ljóðahandritið Eddu. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, veitti verðlaunin sem nema 800 þúsund krónum. 22. október 2019 18:36