Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 18. október 2022 06:01 Leikkonan og nú handritshöfundurinn Aníta Briem var gestur í Bakaríinu síðasta laugardag þar sem hún ræddi um þættina Svo lengi sem við lifum. Handritið segir hún innblásið af eigin reynslu. Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. Aum í hjartanu eftir krefjandi tökutímabil Fyrir rúmri viku lauk tökum á seríunni og viðurkennir Aníta að tökuferlið hafi tekið töluvert á andlega. „Þegar þú ert að segja sögur þá eru það yfirleitt sögur af fólki sem er að ganga í gegnum eitthvað sem er það mest krefjandi eða mikilvægasta tímabil í þeirra lífi. Þá þarftu einhvern veginn að vera að ganga í gegnum það sjálfur. Þannig að maður kemur stundum út úr svona tímabilum svolítið aumur í hjartanu.“ Upplifði sig eina í heiminum Handritið hefur hún sagt vera einhvers konar óð til ástarinnar en sagan sé á margan hátt ólík öðrum ástarsögum. Það séu vissulega til mikið af sögum um ástina, þetta spennandi upphaf hennar og öll ævintýrin. Hvernig ástin kviknar og svo hvernig hún endar, sambandsslitin og skilnaðina. En í raun sé lítið til af frásögnum og sögum af því hvernig það er raunverulega að vera í langtímasambandi, með tilheyrandi áskorunum. Það sem keyrði mig áfram að segja þessa sögu er svolítið að ég lenti á stað í mínu lífi, með ástina, með hjónabandið, sem ég var ekki að heyra um, sem að ég vissi ekki um. Þar af leiðandi upplifði ég þessa hluti eins og ég væri alein í heiminum að upplifa þá eða að það væri eitthvað stórkostlegt að mér. Að fjarlægjast eða þroskast saman Aníta segir fólk í langtímasamböndum oft á tíðum gleyma að fara í gegnum ákveðið þroskaferðalag saman og fjarlægist því frekar smátt og smátt og fari í ólíkar áttir. „Ég fékk alveg ofboðslegan áhuga á þessu fyrirbæri sem er kallað „seven year itch“ og hversu oft þessi munstur koma upp í samböndum út um allt í okkar lífi og samfélagi.“ Viðtalið við Anítu í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Persónuleg en ekki sannsöguleg Aðspurð hvort að það hafi verið ákveðin þerapía að fara í gegnum þetta ferli að skrifa svo persónulegt handrit byggt á hjónabandi sínu, segir Aníta það sannarlega hafa verið mikilvægt skref fyrir sig. „Sagan er mjög persónuleg en hún er klárlega ekki sannsöguleg,“ segir Aníta og hlær. Þó svo að atburðir í sjálfri sögunni séu ekki allir sannir séu spurningarnar sem komi fram í handritinu þó sannar og mjög persónulegar. Þættirnir Svo lengi sem við lifum verða sex talsins og með aðalhlutverk fara ásamt Anítu þau, Martin Wallström, Mikael Kaaber og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Bakaríið Ástin og lífið Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Aum í hjartanu eftir krefjandi tökutímabil Fyrir rúmri viku lauk tökum á seríunni og viðurkennir Aníta að tökuferlið hafi tekið töluvert á andlega. „Þegar þú ert að segja sögur þá eru það yfirleitt sögur af fólki sem er að ganga í gegnum eitthvað sem er það mest krefjandi eða mikilvægasta tímabil í þeirra lífi. Þá þarftu einhvern veginn að vera að ganga í gegnum það sjálfur. Þannig að maður kemur stundum út úr svona tímabilum svolítið aumur í hjartanu.“ Upplifði sig eina í heiminum Handritið hefur hún sagt vera einhvers konar óð til ástarinnar en sagan sé á margan hátt ólík öðrum ástarsögum. Það séu vissulega til mikið af sögum um ástina, þetta spennandi upphaf hennar og öll ævintýrin. Hvernig ástin kviknar og svo hvernig hún endar, sambandsslitin og skilnaðina. En í raun sé lítið til af frásögnum og sögum af því hvernig það er raunverulega að vera í langtímasambandi, með tilheyrandi áskorunum. Það sem keyrði mig áfram að segja þessa sögu er svolítið að ég lenti á stað í mínu lífi, með ástina, með hjónabandið, sem ég var ekki að heyra um, sem að ég vissi ekki um. Þar af leiðandi upplifði ég þessa hluti eins og ég væri alein í heiminum að upplifa þá eða að það væri eitthvað stórkostlegt að mér. Að fjarlægjast eða þroskast saman Aníta segir fólk í langtímasamböndum oft á tíðum gleyma að fara í gegnum ákveðið þroskaferðalag saman og fjarlægist því frekar smátt og smátt og fari í ólíkar áttir. „Ég fékk alveg ofboðslegan áhuga á þessu fyrirbæri sem er kallað „seven year itch“ og hversu oft þessi munstur koma upp í samböndum út um allt í okkar lífi og samfélagi.“ Viðtalið við Anítu í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Persónuleg en ekki sannsöguleg Aðspurð hvort að það hafi verið ákveðin þerapía að fara í gegnum þetta ferli að skrifa svo persónulegt handrit byggt á hjónabandi sínu, segir Aníta það sannarlega hafa verið mikilvægt skref fyrir sig. „Sagan er mjög persónuleg en hún er klárlega ekki sannsöguleg,“ segir Aníta og hlær. Þó svo að atburðir í sjálfri sögunni séu ekki allir sannir séu spurningarnar sem komi fram í handritinu þó sannar og mjög persónulegar. Þættirnir Svo lengi sem við lifum verða sex talsins og með aðalhlutverk fara ásamt Anítu þau, Martin Wallström, Mikael Kaaber og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Bakaríið Ástin og lífið Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning