Með stoðsendingu sinni á Salah þá kom Alisson Becker sér líka í metabókina í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta var nefnilega í þriðja sinn sem Alisson gefur stoðsendingu á Salah í deildarleik og það er nýtt met.
Enginn annar markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur náð að gefa þrjár stoðsendingar á einn og sama manninn.
Hér fyrir neðan má sjá búið að klippa saman þessi þrjú mörk sem eru heldur betur keimlík.