Heimamenn í Adana Demirspor voru taldir mun sigurstranglegri fyrir leikinn, enda leikur liðið í tyrknesku úrvalsdeildinni, en gestirnir í C-deild.
Birkir bar fyrirliðaband heimamanna í kvöld, en liðið náði forystunni á seinustu mínútu fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Heimamenn bættu svo fjórum mörkum við í síðari hálfleik og unnu því öruggan 5-0 sigur og eru á leið í 4. umferð tyrknesku bikarkeppninnar.
Maç sona erdi.
— Adana Demirspor (@AdsKulubu) October 18, 2022
Adana Demirspor 5-0 Adıyaman FK#ADSvADY | 🔵🟢 | #Omuzomuza pic.twitter.com/7osMYUII29
birkir bjarnason