Sterkari saman – sameining Skógræktar og Landgræðslu Svandís Svavarsdóttir skrifar 19. október 2022 07:30 Fyrr á þessu ári setti ég af stað vinnu við frumathugun á sameiningu Skógræktar og Landgræðslu. Þær niðurstöður liggja fyrir og ég hef ákveðið að leggja til að Landgræðslan og Skógræktin verði sameinaðar í nýja stofnun. Starfshópurinn greindi rekstur stofnanna, eignaumsýslu, faglega samlegð og áhættugreindi mögulega sameiningu. Frumvarp þess efnis verður lagt fram í vetur þar sem að þinginu gefst tækifæri til þess að fjalla um málið og taka ákvörðun. Stolt saga Landgræðslu og Skógræktar Landgræðslan og Skógræktin eru stofnanir sem eiga sér langa og stolta sögu og hafa verkefni þeirra frá upphafi verið nátengd. Þau hafa snúist um að efla og styrkja vistkerfi landsins. Mikill samhljómur er með hlutverkum stofnananna eins og þau eru skilgreind í nýlegum lögum um landgræðslu og um skóga og skógrækt og nýverið gaf ég út Land og líf, fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt auk aðgerðaráætlunar. Mín sýn er að ný sameinuð stofnun verði sterkari, stofnunin hefði yfir að ráða miklum mannauð með tilheyrandi samlegð, gefi færi á auknum krafti í mikilvæg verkefni sem skipta samfélagið miklu máli. Þessar stofnanir tvær eru með sextán starfsstöðvar víðs vegar um landið sem unnt verður að efla frekar. Ekki er gert ráð fyrir að hreyfa við þeim eða staðsetningum starfsmanna. Enda eru viðfangsefni stofnunarinnar fyrst og fremst að finna á landsbyggðinni. Þá er ekki gert ráð fyrir því að starfsfólki fækki eða að markmiðið sé að ná fram sparnaði, heldur en fremur að auka slagkraftinn í verkefnum sem tengjast landnýtingu. Sameining leiði aukinnar skilvirkni Í skýrslu framangreinds starfshóps kemur fram að stærstu rekstrarlegu tækifærin með sameiningu felist í aukinni samlegð í stoðþjónustu og að sameining leiði til aukinnar skilvirkni. Einnig kemur fram að mikil samlegð sé í verkefnum eins og loftslagsbókhaldi, endurheimt birkiskóga, fræframleiðslu, landupplýsingum, ráðgjöf til bænda og landeigenda um landnýtingu og landbætur, umsjón lands ríkisins og fræðslu og kynningu. Þessi niðurstaða samræmist vel aðgerðaáætlun matvælaráðherra í Land og líf, heildstæðri stefnu fyrir landgræðslu og skógrækt. Stjórnvöld leggja áherslu á þátt kolefnisbindingar og samdráttar í losun frá landi og á endurheimt votlendis og birkiskóga og að samþætta þannig markmið í loftslagsmálum og í vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Jafnframt hefur áhersla aukist á heildstæða ráðgjöf til landeigenda og þátttökunálgun í verkefnum. Losunarbókhald Íslands fyrir landnotkun gerir kröfu um mjög sérhæfða þekkingu og kröfur um gæði og samhæfða miðlun upplýsinga til almennings og stjórnvalda aukast ár frá ári. Auk þess er brýnt að byggja upp þekkingu á sviði vottunar kolefniseininga í ýmsum landnýtingarverkefnum. Ef vel tekst til í þeim efnum má ætla að mikil tækifæri séu fyrir bændur að stunda kolefnisbúskap. Afrakstur af slíkum verkefnum er háður því að ramminn utan um vottaðar kolefniseiningar sé trúverðugur og skýr. Verkefnið er að rækta landið Nokkur umræða hefur verið um heiti nýrrar stofnunar og ég hlakka til að heyra tillögur um nýtt heiti. En ein af þeim hugmyndum sem komið hefur til tals er Landræktin, sem vísar þá til beggja stofnana og landsins sem að bæði Skógræktin og Landgræðslan hafa annast í rúma öld. Stóru verkefni þessarar aldar eru að ná metnaðarfullum markmiðum okkar í loftslagsmálum, standa vörð um líffræðilega fjölbreytni, efla jarðvegsauðlindina með markvissum hætti og skila landinu í betra ásigkomulagi til næstu kynslóða. Í þessum verkefnum gegnir ný, sameinuð og sterk stofnun lykilhlutverki Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Skógrækt og landgræðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári setti ég af stað vinnu við frumathugun á sameiningu Skógræktar og Landgræðslu. Þær niðurstöður liggja fyrir og ég hef ákveðið að leggja til að Landgræðslan og Skógræktin verði sameinaðar í nýja stofnun. Starfshópurinn greindi rekstur stofnanna, eignaumsýslu, faglega samlegð og áhættugreindi mögulega sameiningu. Frumvarp þess efnis verður lagt fram í vetur þar sem að þinginu gefst tækifæri til þess að fjalla um málið og taka ákvörðun. Stolt saga Landgræðslu og Skógræktar Landgræðslan og Skógræktin eru stofnanir sem eiga sér langa og stolta sögu og hafa verkefni þeirra frá upphafi verið nátengd. Þau hafa snúist um að efla og styrkja vistkerfi landsins. Mikill samhljómur er með hlutverkum stofnananna eins og þau eru skilgreind í nýlegum lögum um landgræðslu og um skóga og skógrækt og nýverið gaf ég út Land og líf, fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt auk aðgerðaráætlunar. Mín sýn er að ný sameinuð stofnun verði sterkari, stofnunin hefði yfir að ráða miklum mannauð með tilheyrandi samlegð, gefi færi á auknum krafti í mikilvæg verkefni sem skipta samfélagið miklu máli. Þessar stofnanir tvær eru með sextán starfsstöðvar víðs vegar um landið sem unnt verður að efla frekar. Ekki er gert ráð fyrir að hreyfa við þeim eða staðsetningum starfsmanna. Enda eru viðfangsefni stofnunarinnar fyrst og fremst að finna á landsbyggðinni. Þá er ekki gert ráð fyrir því að starfsfólki fækki eða að markmiðið sé að ná fram sparnaði, heldur en fremur að auka slagkraftinn í verkefnum sem tengjast landnýtingu. Sameining leiði aukinnar skilvirkni Í skýrslu framangreinds starfshóps kemur fram að stærstu rekstrarlegu tækifærin með sameiningu felist í aukinni samlegð í stoðþjónustu og að sameining leiði til aukinnar skilvirkni. Einnig kemur fram að mikil samlegð sé í verkefnum eins og loftslagsbókhaldi, endurheimt birkiskóga, fræframleiðslu, landupplýsingum, ráðgjöf til bænda og landeigenda um landnýtingu og landbætur, umsjón lands ríkisins og fræðslu og kynningu. Þessi niðurstaða samræmist vel aðgerðaáætlun matvælaráðherra í Land og líf, heildstæðri stefnu fyrir landgræðslu og skógrækt. Stjórnvöld leggja áherslu á þátt kolefnisbindingar og samdráttar í losun frá landi og á endurheimt votlendis og birkiskóga og að samþætta þannig markmið í loftslagsmálum og í vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Jafnframt hefur áhersla aukist á heildstæða ráðgjöf til landeigenda og þátttökunálgun í verkefnum. Losunarbókhald Íslands fyrir landnotkun gerir kröfu um mjög sérhæfða þekkingu og kröfur um gæði og samhæfða miðlun upplýsinga til almennings og stjórnvalda aukast ár frá ári. Auk þess er brýnt að byggja upp þekkingu á sviði vottunar kolefniseininga í ýmsum landnýtingarverkefnum. Ef vel tekst til í þeim efnum má ætla að mikil tækifæri séu fyrir bændur að stunda kolefnisbúskap. Afrakstur af slíkum verkefnum er háður því að ramminn utan um vottaðar kolefniseiningar sé trúverðugur og skýr. Verkefnið er að rækta landið Nokkur umræða hefur verið um heiti nýrrar stofnunar og ég hlakka til að heyra tillögur um nýtt heiti. En ein af þeim hugmyndum sem komið hefur til tals er Landræktin, sem vísar þá til beggja stofnana og landsins sem að bæði Skógræktin og Landgræðslan hafa annast í rúma öld. Stóru verkefni þessarar aldar eru að ná metnaðarfullum markmiðum okkar í loftslagsmálum, standa vörð um líffræðilega fjölbreytni, efla jarðvegsauðlindina með markvissum hætti og skila landinu í betra ásigkomulagi til næstu kynslóða. Í þessum verkefnum gegnir ný, sameinuð og sterk stofnun lykilhlutverki Höfundur er matvælaráðherra.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun