Klopp: Ég myndi hata sjálfan mig ef þetta væri satt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2022 08:01 Jürgen Klopp var yfirspenntur í leik Liverpool og Manchester City á Anfield um helgina. Getty/Laurence Griffiths/ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur verið sakaður um útlendingahatur eftir ummæli sín um Manchester City um helgina og það af forráðamönnum City. Liverpool vann leikinn 1-0 en Klopp fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og er væntanlega á leiðinni í bann. Það er ekkert til að minnka spennuna á milli félaganna og erkifjendanna að nú ásaka forráðamenn Manchester City stjóra Liverpool um útlendingahatur en það tjáðu þeir ESPN og fleiri fjölmiðlum. 'I would HATE myself for being like this': Liverpool boss Jurgen Klopp insists he is NO xenophobe after Manchester City's claim and says his comments about their investment last week were misunderstood https://t.co/P5zSw5kYFH— MailOnline Sport (@MailSport) October 19, 2022 Þetta er í tengslum við ummæli Klopp um að enginn geti keppt við Manchester City vegna yfirburðar peningastöðu félagsins. Eigendur City eru olíugarkar frá Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. ESPN vildi fá þá tala um ásakanirnar undir nafni en þeir voru ekki reiðubúnir í það. Klopp var aftur á móti spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti West Ham í kvöld. „Í þessu sérstaka máli þá tek ég þetta alls ekkert til mín. Ég þekki sjálfan mig og þú getur ekki náð höggi á mig með því að saka mig um eitthvað sem er langt frá mínum persónuleika,“ sagði Jürgen Klopp. „Ef ég væri svona, man reyndar ekki hvað orðið er [xenophobic, útlendingahatur], þá myndi ég hata sjálfan mig fyrir að vera þannig,“ sagði Klopp. Klopp hafnaði því um leið að ummæli hans um fjárhagsyfirburði Manchester City séu byggð á útlendingahatri. Jurgen Klopp on being accused of Xenophobia: "I know myself, and you cannot hit me with something that is miles away from my personality. If I was like this, I would hate myself for being like this." pic.twitter.com/39ikQTbubT— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) October 18, 2022 „Oft segi ég hluti sem er hægt að misskilja. Ég veit af því en það er ekki viljandi. Stundum lætur þú hluti út úr þér en áttar þig seinna á því að það væri auðvelt að misskilja það. Þetta tilfelli er samt ekki eitt af þeim skiptum,“ sagði Klopp. „Augljóslega sjá ekki allir fjölmiðlamenn þetta sömu augum. Sumir ritstjórar sjá þetta öðruvísi. Þetta er frjáls heimur og við getum haft mismunandi skoðanir. Þannig er það bara og ekkert meira um það að segja,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Liverpool vann leikinn 1-0 en Klopp fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og er væntanlega á leiðinni í bann. Það er ekkert til að minnka spennuna á milli félaganna og erkifjendanna að nú ásaka forráðamenn Manchester City stjóra Liverpool um útlendingahatur en það tjáðu þeir ESPN og fleiri fjölmiðlum. 'I would HATE myself for being like this': Liverpool boss Jurgen Klopp insists he is NO xenophobe after Manchester City's claim and says his comments about their investment last week were misunderstood https://t.co/P5zSw5kYFH— MailOnline Sport (@MailSport) October 19, 2022 Þetta er í tengslum við ummæli Klopp um að enginn geti keppt við Manchester City vegna yfirburðar peningastöðu félagsins. Eigendur City eru olíugarkar frá Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. ESPN vildi fá þá tala um ásakanirnar undir nafni en þeir voru ekki reiðubúnir í það. Klopp var aftur á móti spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti West Ham í kvöld. „Í þessu sérstaka máli þá tek ég þetta alls ekkert til mín. Ég þekki sjálfan mig og þú getur ekki náð höggi á mig með því að saka mig um eitthvað sem er langt frá mínum persónuleika,“ sagði Jürgen Klopp. „Ef ég væri svona, man reyndar ekki hvað orðið er [xenophobic, útlendingahatur], þá myndi ég hata sjálfan mig fyrir að vera þannig,“ sagði Klopp. Klopp hafnaði því um leið að ummæli hans um fjárhagsyfirburði Manchester City séu byggð á útlendingahatri. Jurgen Klopp on being accused of Xenophobia: "I know myself, and you cannot hit me with something that is miles away from my personality. If I was like this, I would hate myself for being like this." pic.twitter.com/39ikQTbubT— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) October 18, 2022 „Oft segi ég hluti sem er hægt að misskilja. Ég veit af því en það er ekki viljandi. Stundum lætur þú hluti út úr þér en áttar þig seinna á því að það væri auðvelt að misskilja það. Þetta tilfelli er samt ekki eitt af þeim skiptum,“ sagði Klopp. „Augljóslega sjá ekki allir fjölmiðlamenn þetta sömu augum. Sumir ritstjórar sjá þetta öðruvísi. Þetta er frjáls heimur og við getum haft mismunandi skoðanir. Þannig er það bara og ekkert meira um það að segja,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira