Arnór, Jesper, Heiðar og Sebastian í burtu frá Val Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2022 13:32 Arnór Smárason kom til Vals fyrir tímabilið 2021 en mun brátt yfirgefa félagið. VÍSIR/VILHELM Valsmenn eru þegar komnir vel á veg með að móta þann leikmannahóp sem Arnar Grétarsson fær í hendurnar þegar hann tekur við sem þjálfari liðsins að loknu tímabilinu í Bestu deild karla í fótbolta. Valur hefur á undanförnum vikum samið við nokkra leikmenn sem voru að verða samningslausir en að minnsta kosti fjórir leikmenn eru hins vegar á förum frá félaginu þegar tímabilinu lýkur. Valur nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi við danska varnarmanninn Jesper Juelsgård, sem kom til félagsins í byrjun árs og samdi um að spila með Val út tímabilið 2023. Samkvæmt upplýsingum Vísis komu tíðindin þessum reynslumikla leikmanni algjörlega í opna skjöldu. Danski varnarmaðurinn Jesper Juelsgård er á förum frá Val.vísir/Diego Skagamaðurinn Arnór Smárason mun einnig yfirgefa Val eftir leiktíðina, eftir að hafa spilað með liðinu í tvö tímabil eftir sautján ár í atvinnumennsku. Samningur hans er að renna út. Samkvæmt upplýsingum Vísis er líklegt að Arnór gangi til liðs við uppeldisfélag sitt ÍA, sem nú rambar á barmi falls niður í Lengjudeildina. Svíinn Sebastian Hedlund fer einnig frá Val, eftir að hafa spilað með liðinu í fimm ár og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Samkomulag um að Heiðar fari Þá komust Valur og Heiðar Ægisson að samkomulagi um að Heiðar hætti hjá félaginu eftir leiktíðina, ári eftir að hafa komið frá Stjörnunni. Samningar við Rasmus Christiansen og Lasse Petry eru einnig að renna út en ekki liggur ljóst fyrir hvort að þeir yfirgefi Hlíðarenda eða skrifi að nýju undir samning við félagið. Birkir Már Sævarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Val, Sebastian Hedlund mun fara eftir tímabilið, en óvissa ríkir varðandi Rasmus Christiansen.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Miðjumaðurinn Ágúst Eðvald Hlynsson hefur verið hjá Val að láni frá danska félaginu Horsens á þessari leiktíð og mun hann vera að skoða sín mál en Valsmenn hafa áhuga á að halda honum. Valsmenn sitja sem stendur í 5. sæti Bestu deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir, og missa því annað árið í röð af Evrópusæti, eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar árið 2020. Þeir eru með 35 stig í 5. sæti og geta best náð 4. sæti en eru tveimur stigum á eftir KR og einu stigi fyrir ofan Stjörnuna. Ólafur Jóhannesson stýrir Val í síðustu umferðum Bestu deildarinnar, eins og hann hefur gert frá því að hann tók við af Heimi Guðjónssyni í júlí, þrátt fyrir að þegar hafi verið tilkynnt um það að Arnar, sem áður stýrði KA, taki svo við af Ólafi. Valur Besta deild karla Fótbolti Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Sjá meira
Valur hefur á undanförnum vikum samið við nokkra leikmenn sem voru að verða samningslausir en að minnsta kosti fjórir leikmenn eru hins vegar á förum frá félaginu þegar tímabilinu lýkur. Valur nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi við danska varnarmanninn Jesper Juelsgård, sem kom til félagsins í byrjun árs og samdi um að spila með Val út tímabilið 2023. Samkvæmt upplýsingum Vísis komu tíðindin þessum reynslumikla leikmanni algjörlega í opna skjöldu. Danski varnarmaðurinn Jesper Juelsgård er á förum frá Val.vísir/Diego Skagamaðurinn Arnór Smárason mun einnig yfirgefa Val eftir leiktíðina, eftir að hafa spilað með liðinu í tvö tímabil eftir sautján ár í atvinnumennsku. Samningur hans er að renna út. Samkvæmt upplýsingum Vísis er líklegt að Arnór gangi til liðs við uppeldisfélag sitt ÍA, sem nú rambar á barmi falls niður í Lengjudeildina. Svíinn Sebastian Hedlund fer einnig frá Val, eftir að hafa spilað með liðinu í fimm ár og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Samkomulag um að Heiðar fari Þá komust Valur og Heiðar Ægisson að samkomulagi um að Heiðar hætti hjá félaginu eftir leiktíðina, ári eftir að hafa komið frá Stjörnunni. Samningar við Rasmus Christiansen og Lasse Petry eru einnig að renna út en ekki liggur ljóst fyrir hvort að þeir yfirgefi Hlíðarenda eða skrifi að nýju undir samning við félagið. Birkir Már Sævarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Val, Sebastian Hedlund mun fara eftir tímabilið, en óvissa ríkir varðandi Rasmus Christiansen.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Miðjumaðurinn Ágúst Eðvald Hlynsson hefur verið hjá Val að láni frá danska félaginu Horsens á þessari leiktíð og mun hann vera að skoða sín mál en Valsmenn hafa áhuga á að halda honum. Valsmenn sitja sem stendur í 5. sæti Bestu deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir, og missa því annað árið í röð af Evrópusæti, eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar árið 2020. Þeir eru með 35 stig í 5. sæti og geta best náð 4. sæti en eru tveimur stigum á eftir KR og einu stigi fyrir ofan Stjörnuna. Ólafur Jóhannesson stýrir Val í síðustu umferðum Bestu deildarinnar, eins og hann hefur gert frá því að hann tók við af Heimi Guðjónssyni í júlí, þrátt fyrir að þegar hafi verið tilkynnt um það að Arnar, sem áður stýrði KA, taki svo við af Ólafi.
Valur Besta deild karla Fótbolti Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Sjá meira