Haukarnir hafa ekki fagnað sigri í Kaplakrika í sjötíu mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 15:01 Frá leik FH og Hauka í Kaplakrika í fyrra. Það er alltaf hart barist þegar nágrannarnir mætast. Vísir/Vilhlem Hafnarfjarðarslagurinn milli FH og Hauka fer fram í Kaplakrika í kvöld en þessir leikir eru oftast miklir baráttuleikir sama hver staða liðanna er í deildinni. Liðin mætast nú í sjöttu umferð Olís deildar karla í handbolta en á meðan Haukarnir eru í fjórða sæti þá sitja FH-ingarnir í tíunda sæti deildarinnar. Samkvæmt stöðu liðanna í deildinni og gengið það sem af er í vetur þá ætti núna að vera gullið tækifæri Hauka að vinna langþráðan sigur í leik liðanna í kvöld. Haukarnir hafa nefnilega þurft að bíða lengi eftir því að vinna nágranna sína í FH á þeirra eigin heimavelli í Krikanum. Það hefur ekki gerst síðan 15. desember 2016 og síðan eru liðnir meira en sjötíu mánuðir. Haukaliðið, þá undir stjórn Gunnar Magnússonar, núverandi þjálfara Aftureldingar, vann þá eins marks sigur á FH, 30-29. Halldór Jóhann Sigfússon þjálfaði þá FH-liðið en markahæsti leikmaður liðsins í þeim leik, Einar Rafn Eiðsson, spilar nú með KA. Markahæsti maður Haukanna í þessum síðasta sigri þeirra, Janus Daði Smárason, hefur þannig verið í atvinnumennsku í fimm ár. FH hefur unnið fjóra af síðustu sex leikjum liðanna í deild og bikar í Kaplakrika og hinir tveir hafa endað með jafntefli. FH vann báða leikina í fyrra fyrst með einu marki í bikarleik í september og svo með fjórum mörkum í deildarleik liðanna. Á sama tíma hafa liðin mæst sex sinnum á Ásvöllum, liðin hafa bæði unnið tvo af þeim leikjum og tveir leikir hafa síðan endað með jafntefli. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Síðustu leikir FH og Hauka í Kaplakrika í deild og bikar: Deild 1. desember 2021: FH vann með fjórum mörkum (28-24) Bikar 9. september 2021: FH vann með einu marki (27-26) Deild 15. febrúar 2021: Jafntefli (29-29) Deild 1. febrúar 2020: FH vann með þremur mörkum (31-28) Deild 10. desember 2018: Jafntefli (25-25) Deild 18. desember 2017: FH vann með einu marki (30-29) Deild 15. desember 2016: Haukar unnu með einu marki (30-29) Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Liðin mætast nú í sjöttu umferð Olís deildar karla í handbolta en á meðan Haukarnir eru í fjórða sæti þá sitja FH-ingarnir í tíunda sæti deildarinnar. Samkvæmt stöðu liðanna í deildinni og gengið það sem af er í vetur þá ætti núna að vera gullið tækifæri Hauka að vinna langþráðan sigur í leik liðanna í kvöld. Haukarnir hafa nefnilega þurft að bíða lengi eftir því að vinna nágranna sína í FH á þeirra eigin heimavelli í Krikanum. Það hefur ekki gerst síðan 15. desember 2016 og síðan eru liðnir meira en sjötíu mánuðir. Haukaliðið, þá undir stjórn Gunnar Magnússonar, núverandi þjálfara Aftureldingar, vann þá eins marks sigur á FH, 30-29. Halldór Jóhann Sigfússon þjálfaði þá FH-liðið en markahæsti leikmaður liðsins í þeim leik, Einar Rafn Eiðsson, spilar nú með KA. Markahæsti maður Haukanna í þessum síðasta sigri þeirra, Janus Daði Smárason, hefur þannig verið í atvinnumennsku í fimm ár. FH hefur unnið fjóra af síðustu sex leikjum liðanna í deild og bikar í Kaplakrika og hinir tveir hafa endað með jafntefli. FH vann báða leikina í fyrra fyrst með einu marki í bikarleik í september og svo með fjórum mörkum í deildarleik liðanna. Á sama tíma hafa liðin mæst sex sinnum á Ásvöllum, liðin hafa bæði unnið tvo af þeim leikjum og tveir leikir hafa síðan endað með jafntefli. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Síðustu leikir FH og Hauka í Kaplakrika í deild og bikar: Deild 1. desember 2021: FH vann með fjórum mörkum (28-24) Bikar 9. september 2021: FH vann með einu marki (27-26) Deild 15. febrúar 2021: Jafntefli (29-29) Deild 1. febrúar 2020: FH vann með þremur mörkum (31-28) Deild 10. desember 2018: Jafntefli (25-25) Deild 18. desember 2017: FH vann með einu marki (30-29) Deild 15. desember 2016: Haukar unnu með einu marki (30-29)
Síðustu leikir FH og Hauka í Kaplakrika í deild og bikar: Deild 1. desember 2021: FH vann með fjórum mörkum (28-24) Bikar 9. september 2021: FH vann með einu marki (27-26) Deild 15. febrúar 2021: Jafntefli (29-29) Deild 1. febrúar 2020: FH vann með þremur mörkum (31-28) Deild 10. desember 2018: Jafntefli (25-25) Deild 18. desember 2017: FH vann með einu marki (30-29) Deild 15. desember 2016: Haukar unnu með einu marki (30-29)
Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira