Villa sótti ekki gull í greipar nýliða Fulham í gær og tapaði 3-0. Um tuttugu mínútum eftir leikinn var Gerrard svo rekinn.
Þrátt fyrir það ferðaðist hann með liðsrútu Villa aftur til Birmingham frá London. Hann kvaddi svo leikmenn liðsins og starfsfólk á æfingasvæðinu. The Athletic greinir frá þessu.
Gerrard sacked so quickly after Fulham defeat that he travelled home on team bus
— The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 21, 2022
Brentford manager Thomas Frank admired by #AVFC board
Steven Gerrard, get out of our club" Villa fans sang at Craven Cottage
@greggevans40
Samkvæmt frétt The Athletic naut Gerrard stuðnings forráðamanna Villa allt þar til liðið tapaði fyrir Fulham í gær. Það reyndist kornið sem fyllti mælinn.
Næsti leikur Villa er gegn Brentford á sunnudaginn. Knattspyrnustjóri Brentford, Thomas Frank, er einn þeirra sem koma til greina sem eftirmaður Gerrards.
Villa er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið tvo af fyrstu ellefu leikjum sínum á tímabilinu.