„Ég held að ég taki þessar síðustu þrjár lokamínútur bara á mig“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 21. október 2022 23:20 Róbert Gunnarsson er þjálfari Gróttu. Grótta Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var niðurlútur eftir jafntefli sinna manna gegn Fram í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur 29-29, en Grótta leiddi leikinn með fjögurra marka mun þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. „Svo byrjum við bara að spila okkar leik og frábær karakter í liðinu að lenda undir, þarna einhverjum fjórum mörkum undir held ég eftir einhverjar átta mínútur og komum aftur inn í leikinn og erum bara að gera hlutina vel. Við erum að ná að spila á mörgum mönnum. Allir með framlag. Þú veist ég get ekki beðið um meira framlag frá þessum strákum. Þetta er bara stórkostlegt að vinna með þeim,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, um fyrri hálfleik liðs síns en Grótta lenti fjórum mörkum undir eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. „Mér fannst það bara náttúrulega ganga bara mjög vel, fyrir utan síðustu tvær mínúturnar eða hvað það var. Mér fannst við bara vera spila mjög agaðan leik. Við keyrðum þegar við gátum keyrt, minna en vanalega vegna þess að Framararnir hlaupa bara vel heim. Svo spilum við bara fínan sóknarleik, eða þú veist við spilum agað. Ég er ekkert endilega að segja að þetta hafi verið heimsklassa sóknarleikur, langt því frá, en við erum að spila agað og við erum að ná að teygja á þeim og erum að komast í færi í lokin og það er flott,“ sagði Róbert aðspurður um hvernig gekk fyrir sína menn í Gróttu að leiða leikinn. Daníel Örn Griffin, hægri skytta Gróttu, átti frábæran leik í kvöld og skoraði átta mörk. Þetta er fyrsti leikur sem Daníel spilar stóran hluta af, eftir langvarandi hnémeiðsli. „Daníel var náttúrulega meiddur í fyrra, sleit krossband, og hann er bara að komast í gang. Ég mat það bara þannig og teymið mat það bara þannig að hann væri klár í dag. Mér fannst hann ekki vera klár í hina leikina. Hann spilaði náttúrulega á móti ÍR og þá kom bakslag þar og þetta tekur bara tíma að koma aftur eftir svona meiðsli og Ari búinn að vera flottur líka. Við erum komnir með þá tvo þarna núna er bara geggjað. Gefur okkur rosa mikið og hann stóð sig náttúrulega bara frábærlega í dag hann Griffin, bæði í vörn og sókn,“ segir Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu um leikmann sinn, Daníel Örn Griffin. Theis Koch Sondergard, leikmaður Gróttu, fékk rautt spjald í kvöld fyrir glæfralegt brot á Ólafi Brim Stefánssyni, leikmanni Fram, í síðari hálfleik. „Ég sá það ekki,“ sagði Róbert Gunnarsson, aðspurður út í atvikið. Lokasóknir Gróttu er það sem hafði úrslitaáhrif á leikinn en liðið leiddi með fjórum mörkum þegar þrjár mínútur voru eftir. „Við gerðum það náttúrulega ekki nógu vel. Við héldum að við værum alveg með þetta þú veist. Við sköpuðum okkur alveg færi svo komu aðrar sóknir sem voru ekki eins góðar. Ég held að ég taki þessar síðustu þrjár lokamínútur bara á mig. Ég hefði bara átt að stjórna þessu betur, taka kannski leikhlé fyrr. Auðvitað er þetta mikilvægt en þeir spiluðu bara fanta leik strákarnir. Ég ætla þannig bara að taka þessar þrjár mínútur á mig og leyfa strákunum að fá heiðurinn af frábærum leik,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu. Grótta Olís-deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
„Svo byrjum við bara að spila okkar leik og frábær karakter í liðinu að lenda undir, þarna einhverjum fjórum mörkum undir held ég eftir einhverjar átta mínútur og komum aftur inn í leikinn og erum bara að gera hlutina vel. Við erum að ná að spila á mörgum mönnum. Allir með framlag. Þú veist ég get ekki beðið um meira framlag frá þessum strákum. Þetta er bara stórkostlegt að vinna með þeim,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, um fyrri hálfleik liðs síns en Grótta lenti fjórum mörkum undir eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. „Mér fannst það bara náttúrulega ganga bara mjög vel, fyrir utan síðustu tvær mínúturnar eða hvað það var. Mér fannst við bara vera spila mjög agaðan leik. Við keyrðum þegar við gátum keyrt, minna en vanalega vegna þess að Framararnir hlaupa bara vel heim. Svo spilum við bara fínan sóknarleik, eða þú veist við spilum agað. Ég er ekkert endilega að segja að þetta hafi verið heimsklassa sóknarleikur, langt því frá, en við erum að spila agað og við erum að ná að teygja á þeim og erum að komast í færi í lokin og það er flott,“ sagði Róbert aðspurður um hvernig gekk fyrir sína menn í Gróttu að leiða leikinn. Daníel Örn Griffin, hægri skytta Gróttu, átti frábæran leik í kvöld og skoraði átta mörk. Þetta er fyrsti leikur sem Daníel spilar stóran hluta af, eftir langvarandi hnémeiðsli. „Daníel var náttúrulega meiddur í fyrra, sleit krossband, og hann er bara að komast í gang. Ég mat það bara þannig og teymið mat það bara þannig að hann væri klár í dag. Mér fannst hann ekki vera klár í hina leikina. Hann spilaði náttúrulega á móti ÍR og þá kom bakslag þar og þetta tekur bara tíma að koma aftur eftir svona meiðsli og Ari búinn að vera flottur líka. Við erum komnir með þá tvo þarna núna er bara geggjað. Gefur okkur rosa mikið og hann stóð sig náttúrulega bara frábærlega í dag hann Griffin, bæði í vörn og sókn,“ segir Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu um leikmann sinn, Daníel Örn Griffin. Theis Koch Sondergard, leikmaður Gróttu, fékk rautt spjald í kvöld fyrir glæfralegt brot á Ólafi Brim Stefánssyni, leikmanni Fram, í síðari hálfleik. „Ég sá það ekki,“ sagði Róbert Gunnarsson, aðspurður út í atvikið. Lokasóknir Gróttu er það sem hafði úrslitaáhrif á leikinn en liðið leiddi með fjórum mörkum þegar þrjár mínútur voru eftir. „Við gerðum það náttúrulega ekki nógu vel. Við héldum að við værum alveg með þetta þú veist. Við sköpuðum okkur alveg færi svo komu aðrar sóknir sem voru ekki eins góðar. Ég held að ég taki þessar síðustu þrjár lokamínútur bara á mig. Ég hefði bara átt að stjórna þessu betur, taka kannski leikhlé fyrr. Auðvitað er þetta mikilvægt en þeir spiluðu bara fanta leik strákarnir. Ég ætla þannig bara að taka þessar þrjár mínútur á mig og leyfa strákunum að fá heiðurinn af frábærum leik,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu.
Grótta Olís-deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira