Hafa fjölgað starfsmönnum um 40 prósent á tveimur árum Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2022 07:00 Ingvar Hjálmarsson er framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Nox Medical. Aðsend Starfsmönnum íslenska svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical hefur fjölgað um 40 prósent á síðustu tveimur árum. Fyrirtækið auglýsti níu stöður lausar í gær og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ráð fyrir að starfsfólki muni fjölga enn frekar á næstu mánuðum. Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Nox Medical, segir að vöxtur félagsins hafi nánast verið ævintýralegur síðustu ár en að nú sé verið að undirbúa næstu sókn. „Nox er með skýra framtíðarsýn um vöxt næstu ára og vantar fleira fólk í hópinn sem er áhugasamt um heilbrigði annarra,“ segir Ingvar. Hjá Nox Medical starfa nú um áttatíu manns á Íslandi og um tuttugu manns í fjórum öðrum löndum. Um er að ræða hátæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir lækningatæki til svefnrannsókna. Tæknin gerir læknum og heilbrigðisstarfsfólki kleift að greina svefntruflanir á borð við kæfisvefn og fótaóeirð og þannig bjóða upp á viðeigandi meðferð í kjölfarið. „Svefn er ein af undirstöðunum að heilbrigðum lífsstíl. Nox Medical hefur þegar hjálpað tíu milljónir manna en tækifæri fyrirtækisins liggja í því að hjálpa þeim tugi milljóna um allan heim sem enn eiga eftir að finna lausn á sínum svefnvandamálum,“ segir Ingvar. Nox Medical hefur meðal annars verið að þróa lausnir og bjóða upp á svefnmælingaþjónustu í gegnum skýið. Lausnirnar eru notaðar til að þjónusta núverandi markaði betur ásamt því að komast inn í nýja markaði og segir Ingvar að í Þýskalandi hafi nú þegar um tvö þúsund manns fundið leið að betri svefni með hinni nýju þjónustu. Nox Medical er hluti af Nox Health sem býður fjarlækningaþjónustu á svefni í Bandaríkjunum. Þannig starfa rúmlega þrjú hundruð manns hjá samstæðunni í dag. Svefn Vinnumarkaður Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Nox Medical, segir að vöxtur félagsins hafi nánast verið ævintýralegur síðustu ár en að nú sé verið að undirbúa næstu sókn. „Nox er með skýra framtíðarsýn um vöxt næstu ára og vantar fleira fólk í hópinn sem er áhugasamt um heilbrigði annarra,“ segir Ingvar. Hjá Nox Medical starfa nú um áttatíu manns á Íslandi og um tuttugu manns í fjórum öðrum löndum. Um er að ræða hátæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir lækningatæki til svefnrannsókna. Tæknin gerir læknum og heilbrigðisstarfsfólki kleift að greina svefntruflanir á borð við kæfisvefn og fótaóeirð og þannig bjóða upp á viðeigandi meðferð í kjölfarið. „Svefn er ein af undirstöðunum að heilbrigðum lífsstíl. Nox Medical hefur þegar hjálpað tíu milljónir manna en tækifæri fyrirtækisins liggja í því að hjálpa þeim tugi milljóna um allan heim sem enn eiga eftir að finna lausn á sínum svefnvandamálum,“ segir Ingvar. Nox Medical hefur meðal annars verið að þróa lausnir og bjóða upp á svefnmælingaþjónustu í gegnum skýið. Lausnirnar eru notaðar til að þjónusta núverandi markaði betur ásamt því að komast inn í nýja markaði og segir Ingvar að í Þýskalandi hafi nú þegar um tvö þúsund manns fundið leið að betri svefni með hinni nýju þjónustu. Nox Medical er hluti af Nox Health sem býður fjarlækningaþjónustu á svefni í Bandaríkjunum. Þannig starfa rúmlega þrjú hundruð manns hjá samstæðunni í dag.
Svefn Vinnumarkaður Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira