Eins og vanalega voru íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson í lykilhlutverkum í sóknarleik Magdeburg og áttu hreint út sagt magnaðan leik.
Ómar Ingi var besti maður vallarins og skoraði tólf mörk en leiknum lauk með tveggja marka sigri Magdeburg, 41-39, eftir að liðin höfðu skilið jöfn að loknum venjulegum leiktíma, 35-35.
Gísli Þorgeir skoraði sex mörk auk þess að leggja upp önnur átta mörk en eins og sjá má á myndbandi hér að neðan sáu þeir félagar um að gulltryggja sigur Magdeburg með síðasta marki leiksins.
SC Magdeburg 41-39 FC Barcelona (EO)
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) October 23, 2022
Magdeburg wins the IHF Super Globe for the second year in a row as the only 4th club in the history after Ciudad Real, FC Barcelona and Füchse Berlin.#handball pic.twitter.com/0uuL9JraOy