Karen um Framliðið: Ég fattaði ekki að það yrðu svona miklar breytingar á liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 14:31 Karen Knútsdóttir varð Íslandsmeistari með Fram í vor. vísir/Diego Karen Knútsdóttir var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær en hún getur ekki spilað með Íslandsmeisturum Fram þar sem hún er í barneignarleyfi. Framliðið er í þriðja sæti deildarinnar með þrjá sigra og tvö töp í fyrstu fimm leikjunum. Það er ljóst að liðið saknar leikstjórnenda síns en þær misstu líka fleiri lykilmenn úr meistaraliðinu. „Karen þú varst smá stressuð yfir því að segja Stebba (Stefán Arnarson, þjálfari) frá því að þú værir dottin út á þessari leiktíð. Þessi breyting á liðinu. Hvenær sáum við svona mikla breytingu á liði síðast,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér finnst þetta mjög skrítið að ég fattaði ekki að þetta myndi verða svona. Ég náði bara tveimur æfingum á þessu undirbúningstímabili og ég vissi að Stella myndi ekki vera og Hildur myndi ekki vera og Emma væri að fara. Maður var bara áfram gakk en svo kom maður á æfingu og þá sá maður: Vá þetta er ótrúlega mikil breyting,“ sagði Karen Knútsdóttir. Eins og í sjötta flokki „Þó að það vanti oft bara einn, tvo, þrjá leikmenn þá breytist ótrúlega mikið. Mér finnst það ver almennt í deildinni því það eru mjög miklar breytingar á mjög mörgum liðum, nema kannski hjá Val og Stjörnunni og ÍBV. Þær eru kannski eins og í sjötta flokki þegar þú ert búinn að taka þroskann á undan hinum,“ sagði Karen. Klippa: Seinni bylgjan: Karen um Framliðið „En er erfitt fyrir þig að sitja í stúkunni með allar við hliðina á þér í staðinn fyrir inn á vellinu,“ spurði Svava Kristín. „Planið var ekki að verða ólétt strax og ég ætlaði að vera þarna. Þá væri ég alveg til í að vera memm en svona er þetta bara og ég er bara upp í stúku og horfi á,“ sagði Karen. Það er nýtt lið að verða til Svava Kristín fékk Karen til að segja sitt álit á Framliðinu í dag og þar á meðal Ernu Guðlaugu Gunnarsdóttur sem tók við leikstjórnendastöðunni af henni. „Það þarf að gefa henni tíma og þeim öllum. Það er nýtt lið að verða til og þær þurfa svolítið að finna sinn takt. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Erna og þessar stelpur mótist inn í þá leikmenn sem ég og Hildur vorum. Það þarf að búa til nýtt konsept í kringum þá leikmenn sem þú ert með og nýta þá hæfileika sem þær eru með,“ sagði Karen. „Fram er komið með fullt af nýjum kerfum og ég gæti ekki dottið inn á æfingu á morgun. Þetta er svolítið öðruvísi sem þær eru að spila,“ sagði Karen. Þetta er skandall Harpa, dóttir hennar er í íþróttaskóla í Safamýrinni en ekki hjá Fram því Víkingar hafa nú tekið yfir Safamýrarsvæðið. „Hún er íþróttaskóla Víkings, telst maður þá vera að æfa,“ sagði Karen og hneykslaði með því gamla þjálfarinn sinn hjá Fram. „Þetta er skandall,“ sagði Einar Jónsson. Það má horfa á þau ræða breytingarnar á Framliðinu hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Framliðið er í þriðja sæti deildarinnar með þrjá sigra og tvö töp í fyrstu fimm leikjunum. Það er ljóst að liðið saknar leikstjórnenda síns en þær misstu líka fleiri lykilmenn úr meistaraliðinu. „Karen þú varst smá stressuð yfir því að segja Stebba (Stefán Arnarson, þjálfari) frá því að þú værir dottin út á þessari leiktíð. Þessi breyting á liðinu. Hvenær sáum við svona mikla breytingu á liði síðast,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér finnst þetta mjög skrítið að ég fattaði ekki að þetta myndi verða svona. Ég náði bara tveimur æfingum á þessu undirbúningstímabili og ég vissi að Stella myndi ekki vera og Hildur myndi ekki vera og Emma væri að fara. Maður var bara áfram gakk en svo kom maður á æfingu og þá sá maður: Vá þetta er ótrúlega mikil breyting,“ sagði Karen Knútsdóttir. Eins og í sjötta flokki „Þó að það vanti oft bara einn, tvo, þrjá leikmenn þá breytist ótrúlega mikið. Mér finnst það ver almennt í deildinni því það eru mjög miklar breytingar á mjög mörgum liðum, nema kannski hjá Val og Stjörnunni og ÍBV. Þær eru kannski eins og í sjötta flokki þegar þú ert búinn að taka þroskann á undan hinum,“ sagði Karen. Klippa: Seinni bylgjan: Karen um Framliðið „En er erfitt fyrir þig að sitja í stúkunni með allar við hliðina á þér í staðinn fyrir inn á vellinu,“ spurði Svava Kristín. „Planið var ekki að verða ólétt strax og ég ætlaði að vera þarna. Þá væri ég alveg til í að vera memm en svona er þetta bara og ég er bara upp í stúku og horfi á,“ sagði Karen. Það er nýtt lið að verða til Svava Kristín fékk Karen til að segja sitt álit á Framliðinu í dag og þar á meðal Ernu Guðlaugu Gunnarsdóttur sem tók við leikstjórnendastöðunni af henni. „Það þarf að gefa henni tíma og þeim öllum. Það er nýtt lið að verða til og þær þurfa svolítið að finna sinn takt. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Erna og þessar stelpur mótist inn í þá leikmenn sem ég og Hildur vorum. Það þarf að búa til nýtt konsept í kringum þá leikmenn sem þú ert með og nýta þá hæfileika sem þær eru með,“ sagði Karen. „Fram er komið með fullt af nýjum kerfum og ég gæti ekki dottið inn á æfingu á morgun. Þetta er svolítið öðruvísi sem þær eru að spila,“ sagði Karen. Þetta er skandall Harpa, dóttir hennar er í íþróttaskóla í Safamýrinni en ekki hjá Fram því Víkingar hafa nú tekið yfir Safamýrarsvæðið. „Hún er íþróttaskóla Víkings, telst maður þá vera að æfa,“ sagði Karen og hneykslaði með því gamla þjálfarinn sinn hjá Fram. „Þetta er skandall,“ sagði Einar Jónsson. Það má horfa á þau ræða breytingarnar á Framliðinu hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira