Lögmál leiksins: Leikmannahópur Lakers er hryllingur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 15:51 LeBron James og Russell Westbrook geta ekki spilað í sama liði. Getty/David Crane Nýtt tímabil í NBA-deildinni í körfubolta hófst í síðustu viku og í kvöld verður fyrsta vikan gerð upp í þættinum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport 2. Meðal umræðuefna kvöldsins er byrjun LeBron James og félaga í Los Angeles Lakers en þessa stórveldi deildarinnar hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum og útlitið er ekki bjart. Strákarnir í Lögmáli leiksins tóku meðal annars fyrir Russell Westbrook sem hefur fengið á sig mikla gagnrýni nær allan tímann sinn í Lakers. „Ef við byrjum á því að skoða tölfræði Russell Westbrook í þessum fyrstu þremur leikjum þá er hún langt frá því að vera viðunandi,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Lögmáls leiksins. Meira að segja honum tekst það ekki „Margir töluðu um að að þetta yrði erfitt fyrir Lakers og þessir leikmenn myndu ekki passa saman þegar þessi skipti voru gerð. Lebron og Russell Westbrook geta ekki spilað saman. Ég tek það á mig að ég hugsaði: Lebron vill fá boltann og Lebron er lausnamiðuð stjarna og LeBron James hefur alltaf látið hlutina ganga. Meira að segja honum tekst ekki að koma Russell Westbrook í réttan takt með sér,“ sagði Kjartan Atli. Klippa: Lögmál leiksins: Umræða um Westbrook og Lakers 24. október 2022 „Svo má bæta við það að hópurinn í kringum þessa fyrstu þrjá er skelfilegur. Við getum haldið því fram að þetta sé með verri hópum deildarinnar. Þegar þú ert kominn í Lonnie Walker, Matt Ryan og ekkert á bekknum. Þetta er hrikalegt,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Ég myndi byrja strax eftir tvo því Russell Westbrook er ekkert leikmaður í topp áttatíu í NBA-deildinni í dag. Ég myndi ekki endilega vera með hann þar og tölfræðin segir að hann sé ekki þar,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson. Ekki oft kjaftstopp „Hann byrjaði allt í lagi á móti Warriors en hann er 4 af 26 í skotum í hinum tveimur leikjunum,“ sagði Tómas Steindórsson. „Mig rak í rogastans á föstudaginn og ég verð yfirleitt ekki kjaftstopp. Þarna var ég það þegar ég var að horfa á tölfræðina í þessum Lakers-leik á móti Clippers og leikmannahópur Lakers blasti við mér. Þetta er hryllingur,“ sagði Sigurður Orri. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir ofan en þátturinn fer í loftið klukkan 20.45 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Lögmál leiksins NBA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Meðal umræðuefna kvöldsins er byrjun LeBron James og félaga í Los Angeles Lakers en þessa stórveldi deildarinnar hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum og útlitið er ekki bjart. Strákarnir í Lögmáli leiksins tóku meðal annars fyrir Russell Westbrook sem hefur fengið á sig mikla gagnrýni nær allan tímann sinn í Lakers. „Ef við byrjum á því að skoða tölfræði Russell Westbrook í þessum fyrstu þremur leikjum þá er hún langt frá því að vera viðunandi,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Lögmáls leiksins. Meira að segja honum tekst það ekki „Margir töluðu um að að þetta yrði erfitt fyrir Lakers og þessir leikmenn myndu ekki passa saman þegar þessi skipti voru gerð. Lebron og Russell Westbrook geta ekki spilað saman. Ég tek það á mig að ég hugsaði: Lebron vill fá boltann og Lebron er lausnamiðuð stjarna og LeBron James hefur alltaf látið hlutina ganga. Meira að segja honum tekst ekki að koma Russell Westbrook í réttan takt með sér,“ sagði Kjartan Atli. Klippa: Lögmál leiksins: Umræða um Westbrook og Lakers 24. október 2022 „Svo má bæta við það að hópurinn í kringum þessa fyrstu þrjá er skelfilegur. Við getum haldið því fram að þetta sé með verri hópum deildarinnar. Þegar þú ert kominn í Lonnie Walker, Matt Ryan og ekkert á bekknum. Þetta er hrikalegt,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Ég myndi byrja strax eftir tvo því Russell Westbrook er ekkert leikmaður í topp áttatíu í NBA-deildinni í dag. Ég myndi ekki endilega vera með hann þar og tölfræðin segir að hann sé ekki þar,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson. Ekki oft kjaftstopp „Hann byrjaði allt í lagi á móti Warriors en hann er 4 af 26 í skotum í hinum tveimur leikjunum,“ sagði Tómas Steindórsson. „Mig rak í rogastans á föstudaginn og ég verð yfirleitt ekki kjaftstopp. Þarna var ég það þegar ég var að horfa á tölfræðina í þessum Lakers-leik á móti Clippers og leikmannahópur Lakers blasti við mér. Þetta er hryllingur,“ sagði Sigurður Orri. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir ofan en þátturinn fer í loftið klukkan 20.45 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.
Lögmál leiksins NBA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum