„Hann vill bara vera með mér þegar enginn veit af því“ Elísabet Hanna og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 24. október 2022 17:52 Arnar Grant og Vítalía Lazareva eru ekki flutt inn saman. samsett „Þetta mun aldrei enda vel fyrir neinn,” segir Vítalía Lazareva í viðtali við Vísi. Þau Arnar Grant eru ekki flutt inn saman líkt og til stóð. Vítalía segir Arnar hafa tjáð sér í gærkvöldi að hann vildi ekki lengur vera í sambandi með henni. Ástæðan voru fregnir í fjölmiðlum þess efnis að þau tvö væru flutt inn saman. Vítalía segir Arnar hafa lagt áherslu á að samband þeirra væri leynilegt. Taka pokana og hypja sig út „Taka pokana og hypja sig út. Lygarnar halda áfram,“ skrifaði Vítalía í færslu á Instagram í dag. Innan við sólarhringur er síðan Smartland greindi frá því að þau Arnar og Vítalía væru flutt inn saman. Fregnir sem virðast hafa farið öfugt ofan í Arnar. „Í gær um leið og fréttirnar komu sagði hann: „Ég vil ekki vera með þér. Ég spurði hvort að hann væri að grínast?“,“ segir Vítalía sem lýsir sambandi þeirra sem stormasömu. Mikið gengið á Vítalía sagði í ársbyrjun frá því í hlaðvarpsþættinum Eigin konum að hún hygðist leita réttar síns. Þrír eldri karlmenn í viðskiptalífinu hefðu brotið á henni í heitum potti. Íslenskt samfélag fór á hliðina. Karlmennirnir þrír stigu til hliðar út störfum sínum, viðurkenndu sumir að hafa farið yfir strikið og einn þekktasti fjölmiðlamaður mannsins, sem Vítalía bar þungum sökum, fór sömuleiðis í leyfi frá störfum. Vending varð í málinu í júní þegar viðskiptamennirnir þrír kærðu Vítalíu og Arnar fyrir tilraun til fjárkúgunar. Um leið upplýstist að Vítalía hefði ekki kært þá fyrir kynferðisbrot. Arnar hafnaði ásökunum um fjárkúgun og Vítalía upplýsti að hún hefði ekki kært þremenningana. Nokkru síðar gaf hún skýrslu hjá lögreglu vegna kæru sinnar. Myndir úr matvöruverslun Það var svo í gær sem Smartland og Mannlíf greindu frá því að Arnar og Vítalía væru enn par og væru flutt inn saman. Báðir miðlar birtu myndir af Arnari og Vítalíu á förnum vegi, í verslunarferðum, og vakti nokkra athygli. Svo leið nóttin og nú er sambandið úr sögunni að sögn Vítalíu. „Ég bý ekki með þessum manni og ég tók allar mínar eigur fyrr í dag,“ segir Vítalía í samtali við Vísi. Myndbirting af parinu í Costco hafi farið öfugt ofan í Arnar. „Hann vill bara vera með mér þegar enginn veit af því,“ segir Vítalía. Sjálf er hún nýkomin til landsins eftir dvöl á Ítalíu í sumar. Hún segir Arnar hafa varið miklum tíma með henni á Ítalíu. Hann hafi þó tjáð vinum og vandamönnum að hann væri staddur í Frankfurt. Hann hafi nýtt millilendingar í Frankfurt til að taka myndir og sýna fólkinu sínu. Fjölskyldan stendur við bakið á henni Vítalía lýsir í samtali við Vísi andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum um stafrænt ofbeldi. Hún segist þrátt fyrir það elska Arnar. Hún vilji ekki vera vond við hann en staðreyndin sé sú að hann ljúgi að konunum sínum. Vítalía segir samband sitt við Arnar hafa valdið henni vandræðum. Fjölskylda hennar hafi verið ósátt við þá ákvörðun hennar að halda sambandi við hann. Hún hafi raunar ekki hitt móður sína síðan í ágúst. Þangað til í dag, þegar hún þurfti virkilega á móður sinni að halda. „Mér líður mjög illa og ég veit ekkert hvað er fram undan. Ég er bara þakklát að fjölskyldan mín er að styðja mig,“ segir Vítalía. Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Arnar og Vítalía sögð flutt inn saman Einkaþjálfarinn Arnar Grant og Vítalía Lazareva eru flutt inn saman að því er fram kemur í frétt Smartlands. 23. október 2022 23:31 Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. 7. júlí 2022 13:50 Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. 1. júlí 2022 19:40 Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu. 1. júlí 2022 19:26 Arnar Grant ber vitni í máli Vítalíu: „Ég get ekki annað og stend með sannleikanum“ Arnar Grant mun bera vitni í máli Vítalíu Lazarevu fari það fyrir dómstóla. Vítalía hefur kært Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson til lögreglu fyrir kynferðisofbeldi. 11. júní 2022 07:01 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
Ástæðan voru fregnir í fjölmiðlum þess efnis að þau tvö væru flutt inn saman. Vítalía segir Arnar hafa lagt áherslu á að samband þeirra væri leynilegt. Taka pokana og hypja sig út „Taka pokana og hypja sig út. Lygarnar halda áfram,“ skrifaði Vítalía í færslu á Instagram í dag. Innan við sólarhringur er síðan Smartland greindi frá því að þau Arnar og Vítalía væru flutt inn saman. Fregnir sem virðast hafa farið öfugt ofan í Arnar. „Í gær um leið og fréttirnar komu sagði hann: „Ég vil ekki vera með þér. Ég spurði hvort að hann væri að grínast?“,“ segir Vítalía sem lýsir sambandi þeirra sem stormasömu. Mikið gengið á Vítalía sagði í ársbyrjun frá því í hlaðvarpsþættinum Eigin konum að hún hygðist leita réttar síns. Þrír eldri karlmenn í viðskiptalífinu hefðu brotið á henni í heitum potti. Íslenskt samfélag fór á hliðina. Karlmennirnir þrír stigu til hliðar út störfum sínum, viðurkenndu sumir að hafa farið yfir strikið og einn þekktasti fjölmiðlamaður mannsins, sem Vítalía bar þungum sökum, fór sömuleiðis í leyfi frá störfum. Vending varð í málinu í júní þegar viðskiptamennirnir þrír kærðu Vítalíu og Arnar fyrir tilraun til fjárkúgunar. Um leið upplýstist að Vítalía hefði ekki kært þá fyrir kynferðisbrot. Arnar hafnaði ásökunum um fjárkúgun og Vítalía upplýsti að hún hefði ekki kært þremenningana. Nokkru síðar gaf hún skýrslu hjá lögreglu vegna kæru sinnar. Myndir úr matvöruverslun Það var svo í gær sem Smartland og Mannlíf greindu frá því að Arnar og Vítalía væru enn par og væru flutt inn saman. Báðir miðlar birtu myndir af Arnari og Vítalíu á förnum vegi, í verslunarferðum, og vakti nokkra athygli. Svo leið nóttin og nú er sambandið úr sögunni að sögn Vítalíu. „Ég bý ekki með þessum manni og ég tók allar mínar eigur fyrr í dag,“ segir Vítalía í samtali við Vísi. Myndbirting af parinu í Costco hafi farið öfugt ofan í Arnar. „Hann vill bara vera með mér þegar enginn veit af því,“ segir Vítalía. Sjálf er hún nýkomin til landsins eftir dvöl á Ítalíu í sumar. Hún segir Arnar hafa varið miklum tíma með henni á Ítalíu. Hann hafi þó tjáð vinum og vandamönnum að hann væri staddur í Frankfurt. Hann hafi nýtt millilendingar í Frankfurt til að taka myndir og sýna fólkinu sínu. Fjölskyldan stendur við bakið á henni Vítalía lýsir í samtali við Vísi andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum um stafrænt ofbeldi. Hún segist þrátt fyrir það elska Arnar. Hún vilji ekki vera vond við hann en staðreyndin sé sú að hann ljúgi að konunum sínum. Vítalía segir samband sitt við Arnar hafa valdið henni vandræðum. Fjölskylda hennar hafi verið ósátt við þá ákvörðun hennar að halda sambandi við hann. Hún hafi raunar ekki hitt móður sína síðan í ágúst. Þangað til í dag, þegar hún þurfti virkilega á móður sinni að halda. „Mér líður mjög illa og ég veit ekkert hvað er fram undan. Ég er bara þakklát að fjölskyldan mín er að styðja mig,“ segir Vítalía.
Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Arnar og Vítalía sögð flutt inn saman Einkaþjálfarinn Arnar Grant og Vítalía Lazareva eru flutt inn saman að því er fram kemur í frétt Smartlands. 23. október 2022 23:31 Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. 7. júlí 2022 13:50 Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. 1. júlí 2022 19:40 Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu. 1. júlí 2022 19:26 Arnar Grant ber vitni í máli Vítalíu: „Ég get ekki annað og stend með sannleikanum“ Arnar Grant mun bera vitni í máli Vítalíu Lazarevu fari það fyrir dómstóla. Vítalía hefur kært Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson til lögreglu fyrir kynferðisofbeldi. 11. júní 2022 07:01 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
Arnar og Vítalía sögð flutt inn saman Einkaþjálfarinn Arnar Grant og Vítalía Lazareva eru flutt inn saman að því er fram kemur í frétt Smartlands. 23. október 2022 23:31
Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. 7. júlí 2022 13:50
Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. 1. júlí 2022 19:40
Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu. 1. júlí 2022 19:26
Arnar Grant ber vitni í máli Vítalíu: „Ég get ekki annað og stend með sannleikanum“ Arnar Grant mun bera vitni í máli Vítalíu Lazarevu fari það fyrir dómstóla. Vítalía hefur kært Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson til lögreglu fyrir kynferðisofbeldi. 11. júní 2022 07:01