Þjóðbraut liggi um Hjaltadal á ný með göngum undir Tröllaskaga Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2022 21:42 Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi Hólabiskup, bendir á hvar hún sjái fyrir sér að þjóðbrautin liggi í framtíðinni um Hjaltadal. Sigurjón Ólason Margir Norðlendingar sjá fyrir sér að jarðgöng undir Tröllaskaga verði til þess að Hólar í Hjaltadal endurheimti fyrri sess sem miðstöð Norðurlands. Fjallað var um Hóla í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt en til forna var biskupssetrið í alfaraleið. Margar dreymir um að þjóðleið verði aftur um Hjaltadal með jarðgöngum. Horft inn Hjaltadal frá Hólum. Fyrr á öldum lágu þjóðleiðir milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar um þessa dali.Sigurjón Ólason Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi Hólabiskup og þar áður prestur á Möðruvöllum í Hörgárdal, er í hópi þeirra sem eiga slíkan framtíðardraum og bendir inn Hjaltadalinn. „Þegar göngin verða komin hérna úr Hjaltadalnum og yfir í Hörgárdalinn. Þá verður þetta aftur komið í þjóðbraut,“ segir Solveig Lára. Alþingismenn kjördæmisins og sveitarstjórnir norðanlands hafa ítrekað kynnt slíkar tillögur. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Sigurjón Ólason „Frá fornu fari var Hólastaður bara hjartað og höfuðstaður Norðurlands. Það lágu allar leiðir til Hóla,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. „Við erum að horfa á það að með Tröllaskagagöngum þá náum við að stytta leiðir á milli allra helstu þéttbýlisstaða á Norðurlandi. Þú ert að þétta byggðina og búa kannski til svona þessa miðstöð Mið-Norðurlands, sem verður með þessari tengingu,“ segir sveitarstjórinn. Nokkrar útfærslur eru nefndar, til dæmis milli Hjaltadals og Barkárdals eða Kolbeinsdal og Skíðadals. Hér má sjá þær jarðgangaleiðir sem helst er rætt um milli Hóla og Eyjafjarðar. Styst yrðu göng undir Heljardalsheiði, 10,5 kílómetra löng, milli Kolbeinsdal og Svarfaðardals. Lengstu göngin, 22 kílómetrar, yrðu milli Hjaltadals og Barkárdals.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir En hversu raunhæf eru jarðgöng undir Tröllaskaga? Vegagerðin hefur sínar efasemdir. Í tveggja ára gamalli umsögn sagði Vegagerðin að slík göng yrðu mjög löng og mjög dýr, myndu kosta á milli 50 og 70 milljarða króna, en benti í staðinn á að mun styttri göng þyrfti undir Öxnadalsheiði til að tryggja vetrarsamgöngur. „Auðvitað eru menn líka að rannsaka göng undir Öxnadalsheiði. Þau eru líka álitlegur kostur. Ég ætla ekkert að fara í launkofa með það,“ segir Sigfús Ingi. Jarðgöng milli Fljóta og Siglufjarðar, í stað Strákaganga, yrðu 5,2 kílómetra löng.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Sveitarstjóri Skagafjarðar setur þó Fljótagöng ofar á óskalistann. „Af því að einfaldlega að vegurinn á milli Fljóta og Siglufjarðar um Almenninga, hann er þannig að hann getur farið hvenær sem er. Og þetta eru bara mjög brýn öryggissjónarmið sem ráða ferð þar. Þannig að þetta er mikil áhersla hjá okkur að fá þessi Fljótagöng,“ segir Sigfús. Þáttinn um Hóla má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Skagafjörður Hörgársveit Akureyri Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Samgöngur Vegagerð Byggðamál Þjóðkirkjan Fjallabyggð Tengdar fréttir Vegagerðin bendir á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr Vegagerðin telur mikilvægt að ráðist verði í félagshagfræðilega úttekt á áhrifum Tröllaskagaganga áður en ráðist verði í frekari rannsóknir á aðstæðum. Í umsögn sinni um þingsályktunartillögu um að hafin verði vinna við rannsóknir bendir Vegagerðin á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr og bent er á annan valkost. 26. febrúar 2020 11:30 Vilja fá Tröllaskagagöng á dagskrá Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum. 10. febrúar 2019 20:00 Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. 24. október 2022 09:31 „Þetta er svo langt frá því að vera allt í lagi“ Siglufjarðarvegur er óboðlegur farartálmi að sögn formanns bæjarráðs Fjallabyggðar sem telur veginn sjálfan vera á fleygiferð. Hann segir að íbúum sé illa við að keyra veginn, en þeir hafi ekki annað val. 4. september 2022 21:37 Viðvarandi óvissustig á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs Viðvarandi óvissustigi hefur verið lýst yfir á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs og hættu á grjóthruni allt árið um kring. Fyrrverandi eftirlitsmaður segir aldrei muni vera hægt að laga veginn almennilega, finna verði varanlegri lausn. 30. október 2021 18:15 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fjallað var um Hóla í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt en til forna var biskupssetrið í alfaraleið. Margar dreymir um að þjóðleið verði aftur um Hjaltadal með jarðgöngum. Horft inn Hjaltadal frá Hólum. Fyrr á öldum lágu þjóðleiðir milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar um þessa dali.Sigurjón Ólason Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi Hólabiskup og þar áður prestur á Möðruvöllum í Hörgárdal, er í hópi þeirra sem eiga slíkan framtíðardraum og bendir inn Hjaltadalinn. „Þegar göngin verða komin hérna úr Hjaltadalnum og yfir í Hörgárdalinn. Þá verður þetta aftur komið í þjóðbraut,“ segir Solveig Lára. Alþingismenn kjördæmisins og sveitarstjórnir norðanlands hafa ítrekað kynnt slíkar tillögur. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Sigurjón Ólason „Frá fornu fari var Hólastaður bara hjartað og höfuðstaður Norðurlands. Það lágu allar leiðir til Hóla,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. „Við erum að horfa á það að með Tröllaskagagöngum þá náum við að stytta leiðir á milli allra helstu þéttbýlisstaða á Norðurlandi. Þú ert að þétta byggðina og búa kannski til svona þessa miðstöð Mið-Norðurlands, sem verður með þessari tengingu,“ segir sveitarstjórinn. Nokkrar útfærslur eru nefndar, til dæmis milli Hjaltadals og Barkárdals eða Kolbeinsdal og Skíðadals. Hér má sjá þær jarðgangaleiðir sem helst er rætt um milli Hóla og Eyjafjarðar. Styst yrðu göng undir Heljardalsheiði, 10,5 kílómetra löng, milli Kolbeinsdal og Svarfaðardals. Lengstu göngin, 22 kílómetrar, yrðu milli Hjaltadals og Barkárdals.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir En hversu raunhæf eru jarðgöng undir Tröllaskaga? Vegagerðin hefur sínar efasemdir. Í tveggja ára gamalli umsögn sagði Vegagerðin að slík göng yrðu mjög löng og mjög dýr, myndu kosta á milli 50 og 70 milljarða króna, en benti í staðinn á að mun styttri göng þyrfti undir Öxnadalsheiði til að tryggja vetrarsamgöngur. „Auðvitað eru menn líka að rannsaka göng undir Öxnadalsheiði. Þau eru líka álitlegur kostur. Ég ætla ekkert að fara í launkofa með það,“ segir Sigfús Ingi. Jarðgöng milli Fljóta og Siglufjarðar, í stað Strákaganga, yrðu 5,2 kílómetra löng.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Sveitarstjóri Skagafjarðar setur þó Fljótagöng ofar á óskalistann. „Af því að einfaldlega að vegurinn á milli Fljóta og Siglufjarðar um Almenninga, hann er þannig að hann getur farið hvenær sem er. Og þetta eru bara mjög brýn öryggissjónarmið sem ráða ferð þar. Þannig að þetta er mikil áhersla hjá okkur að fá þessi Fljótagöng,“ segir Sigfús. Þáttinn um Hóla má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Skagafjörður Hörgársveit Akureyri Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Samgöngur Vegagerð Byggðamál Þjóðkirkjan Fjallabyggð Tengdar fréttir Vegagerðin bendir á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr Vegagerðin telur mikilvægt að ráðist verði í félagshagfræðilega úttekt á áhrifum Tröllaskagaganga áður en ráðist verði í frekari rannsóknir á aðstæðum. Í umsögn sinni um þingsályktunartillögu um að hafin verði vinna við rannsóknir bendir Vegagerðin á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr og bent er á annan valkost. 26. febrúar 2020 11:30 Vilja fá Tröllaskagagöng á dagskrá Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum. 10. febrúar 2019 20:00 Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. 24. október 2022 09:31 „Þetta er svo langt frá því að vera allt í lagi“ Siglufjarðarvegur er óboðlegur farartálmi að sögn formanns bæjarráðs Fjallabyggðar sem telur veginn sjálfan vera á fleygiferð. Hann segir að íbúum sé illa við að keyra veginn, en þeir hafi ekki annað val. 4. september 2022 21:37 Viðvarandi óvissustig á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs Viðvarandi óvissustigi hefur verið lýst yfir á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs og hættu á grjóthruni allt árið um kring. Fyrrverandi eftirlitsmaður segir aldrei muni vera hægt að laga veginn almennilega, finna verði varanlegri lausn. 30. október 2021 18:15 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Vegagerðin bendir á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr Vegagerðin telur mikilvægt að ráðist verði í félagshagfræðilega úttekt á áhrifum Tröllaskagaganga áður en ráðist verði í frekari rannsóknir á aðstæðum. Í umsögn sinni um þingsályktunartillögu um að hafin verði vinna við rannsóknir bendir Vegagerðin á að Tröllaskagagöng yrðu bæði löng og dýr og bent er á annan valkost. 26. febrúar 2020 11:30
Vilja fá Tröllaskagagöng á dagskrá Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum. 10. febrúar 2019 20:00
Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. 24. október 2022 09:31
„Þetta er svo langt frá því að vera allt í lagi“ Siglufjarðarvegur er óboðlegur farartálmi að sögn formanns bæjarráðs Fjallabyggðar sem telur veginn sjálfan vera á fleygiferð. Hann segir að íbúum sé illa við að keyra veginn, en þeir hafi ekki annað val. 4. september 2022 21:37
Viðvarandi óvissustig á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs Viðvarandi óvissustigi hefur verið lýst yfir á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs og hættu á grjóthruni allt árið um kring. Fyrrverandi eftirlitsmaður segir aldrei muni vera hægt að laga veginn almennilega, finna verði varanlegri lausn. 30. október 2021 18:15