Bandarískur flugmaður sem vann í Kína handtekinn í Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2022 11:54 Bandaríkjamaðurinn flaug Harrier-þotum í landgönguliði Bandaríkjanna og kenndi öðrum flugmönnum. Getty/Francesco Militello Mirto Bandarískur maður sem var flugmaður í landgönguliði Bandaríkjanna var nýverið handtekinn í Ástralíu og stendur til að framselja hann í Bandaríkjunum. Kínverjar eru sagðir hafa leitað til vestrænna flugmanna varðandi þjálfun í Kína. Daniel Edmund Duggan (54) var handtekinn á föstudaginn en í frétt Reuters segir að dómsskjöl bendi til þess að hann verði mögulega framseldur til Bandaríkjanna eftir að yfirvöld þar báðu um að hann yrði handtekinn. Fyrir hvað er ekki ljóst og framsalsbeiðni hefur ekki verið lögð fram. Ástæða þess að handtakan hefur vakið athygli er að yfirvöld í Bretlandi vöruðu nýverið við því að fyrrverandi flugmenn breska flughersins væru að vinna fyrir kínverska herinn og hjálpa til við þjálfun kínverskra flugmanna og við mótun áætlana fyrir átök gegn vestræna flugmenn. Yfirvöld í Ástralíu eru einnig að rannsaka hvort fyrrverandi flugmenn flughers ríkisins hafa einnig verið að vinna í Kína. Duggan flaug orrustuþotum í bandaríska landgönguliðinu og þjálfaði aðra flugmenn. Samkvæmt heimildum Reuters er Duggan eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna vinnu hans í Kína. Hann flutti til Ástralíu eftir að hafa starfað í bandaríska flughernum í áratug. Þar stofnaði hann fyrirtæki sem heitir Top Gun Tasmania og réði hann orrustuflugmenn frá Bandaríkjunum og Bretlandi til að fljúga með ferðamenn í hraðfleygum þotum. Hann flutti svo til Kína árið 2014 og seldi Top Gun Tasmania í kjölfarið. Reuters vísar í LinkedIn-prófíl Duggans og segir að þar komi fram að hann hafi unnið fyrir ráðgjafafyrirtæki í Kína sem hann stofnaði sjálfur. Ástralía Bandaríkin Kína Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjamenn saka Kínverja um njósnir Bandaríkjamenn hafa sakað þrettán kínverska ríkisborgara um njósnir og ólögleg afskipti. Dómsmálaráðherra greindi frá meintum tilraunum Kínverja á blaðamannafundi í dag. 24. október 2022 23:28 Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um ákveðna einstaklinga Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn. 21. október 2022 12:25 Vilja dæla vopnum til Taívans Ráðamenn í Bandaríkjunum vilja koma fyrir miklum birgðum af vopnum í Taívan ef ske kynni að Kínverjar reyndu að gera innrás þar. Markmiðið er að gera eyríkinu kleift að verjast innrás þrátt fyrir að Kínverjar einangri Taívan um langt skeið. 5. október 2022 17:09 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Daniel Edmund Duggan (54) var handtekinn á föstudaginn en í frétt Reuters segir að dómsskjöl bendi til þess að hann verði mögulega framseldur til Bandaríkjanna eftir að yfirvöld þar báðu um að hann yrði handtekinn. Fyrir hvað er ekki ljóst og framsalsbeiðni hefur ekki verið lögð fram. Ástæða þess að handtakan hefur vakið athygli er að yfirvöld í Bretlandi vöruðu nýverið við því að fyrrverandi flugmenn breska flughersins væru að vinna fyrir kínverska herinn og hjálpa til við þjálfun kínverskra flugmanna og við mótun áætlana fyrir átök gegn vestræna flugmenn. Yfirvöld í Ástralíu eru einnig að rannsaka hvort fyrrverandi flugmenn flughers ríkisins hafa einnig verið að vinna í Kína. Duggan flaug orrustuþotum í bandaríska landgönguliðinu og þjálfaði aðra flugmenn. Samkvæmt heimildum Reuters er Duggan eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna vinnu hans í Kína. Hann flutti til Ástralíu eftir að hafa starfað í bandaríska flughernum í áratug. Þar stofnaði hann fyrirtæki sem heitir Top Gun Tasmania og réði hann orrustuflugmenn frá Bandaríkjunum og Bretlandi til að fljúga með ferðamenn í hraðfleygum þotum. Hann flutti svo til Kína árið 2014 og seldi Top Gun Tasmania í kjölfarið. Reuters vísar í LinkedIn-prófíl Duggans og segir að þar komi fram að hann hafi unnið fyrir ráðgjafafyrirtæki í Kína sem hann stofnaði sjálfur.
Ástralía Bandaríkin Kína Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjamenn saka Kínverja um njósnir Bandaríkjamenn hafa sakað þrettán kínverska ríkisborgara um njósnir og ólögleg afskipti. Dómsmálaráðherra greindi frá meintum tilraunum Kínverja á blaðamannafundi í dag. 24. október 2022 23:28 Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um ákveðna einstaklinga Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn. 21. október 2022 12:25 Vilja dæla vopnum til Taívans Ráðamenn í Bandaríkjunum vilja koma fyrir miklum birgðum af vopnum í Taívan ef ske kynni að Kínverjar reyndu að gera innrás þar. Markmiðið er að gera eyríkinu kleift að verjast innrás þrátt fyrir að Kínverjar einangri Taívan um langt skeið. 5. október 2022 17:09 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Bandaríkjamenn saka Kínverja um njósnir Bandaríkjamenn hafa sakað þrettán kínverska ríkisborgara um njósnir og ólögleg afskipti. Dómsmálaráðherra greindi frá meintum tilraunum Kínverja á blaðamannafundi í dag. 24. október 2022 23:28
Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um ákveðna einstaklinga Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn. 21. október 2022 12:25
Vilja dæla vopnum til Taívans Ráðamenn í Bandaríkjunum vilja koma fyrir miklum birgðum af vopnum í Taívan ef ske kynni að Kínverjar reyndu að gera innrás þar. Markmiðið er að gera eyríkinu kleift að verjast innrás þrátt fyrir að Kínverjar einangri Taívan um langt skeið. 5. október 2022 17:09