Fyrir vikið þá eru Víkingar í þriðja sæti deildarinnar og þremur stigum á eftir KA sem er í öðru sæti þegar aðeins ein umferð er eftir.
Víkingar voru 2-1 yfir á móti Vesturbæingum í gær þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum en Atli Sigurjónsson tryggði KR-ingum jafnteflið.
Þetta er sjöundi leikur Víkingsliðsins þar sem liðið missir niður forystuna í síðustu þrettán umferðum.
Í þessum sjö leikjum hafa Víkingar misst frá sér samtals fimmtán stig en þeir eru nú tólf stigum á eftir Íslandsmeisturum Breiðabliks.
Víkingar hafa sjálfir náð að ná að vinna upp mun í þremur leikjum á þessum sama tíma, einu sinni jöfnuðu þeir leikinn en tvisvar náðu þeir að snúa tapi í sigur.
- Leikir sem Víkingar hafa misst frá sér sigur í síðustu þrettán leikjum:
- 2-1 yfir á móti Stjörnunni 30. júlí - jafntefli
- 3-2 yfir á móti Fram 7. ágúst - jafntefli
- 2-0 yfir á móti Val 22. ágúst - jafntefli
- 2-0 yfir á móti KR 17. september - jafntefli
- 1-0 yfir á móti Stjörnunni 10. október - tap
- 2-1 yfir á móti KA 15. október - jafntefli
- 2-1 yfir á móti KR 24. október - jafntefli
- ---
- Jöfnunarmörk mótherja Víkings í þessum leikjum:
- 86. mínúta á móti Stjörnunni 30. júlí
- 87. mínúta á móti Fram 7. ágúst
- 57. mínúta á móti Val 22. ágúst
- 90. mínúta á móti KR 17. september
- 63. mínúta á móti Stjörnunni 10. október (Sigurmark á 71. mínútu)
- 90. mínúta á móti KA 15. október
- 79. mínúta á móti KR 24. október