„Ég myndi aldrei láta það uppi“ Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 25. október 2022 22:41 Vigdís segir að með ljóðum varðveitum við íslenska tungu sem er dýrmætari en allt annað Vísir/Vilhelm Ljóð sem fylgt hafa Vigdísi Finnbogadóttur í gegnum lífið voru gefin út á bók í dag. Hún ber titilinn Ljóðin hennar Vigdísar en fyrrverandi forsetinn valdi öll ljóðin sem birtast í henni. Sjálf segist hún aldrei ætla að láta það uppi hvort hún eigi ljóð eftir sjálfa sig, falin í einhverri skúffunni. Útgáfu bókarinnar var fagnað við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu í dag. Þar hélt Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræðu til heiðurs Vigdísar og minntist þar meðal annars á skáp í Thomsenstofu á Bessastöðum en þangað hafði Vigdís safnað urmul ljóðabóka í forsetatíð sinni. Hún hefur alltaf verið ljóðelsk að eigin sögn. „Já, ég man ekki eftir mér öðruvísi. En ég er náttúrulega alin upp þannig að mitt fólk var mjög ljóðelskt og það var mikið farið með ljóð í minni bernsku og æsku. Ljóðin hafa bundið svo vel íslenska tungu. Og með ljóðum varðveitum við þessa tungu sem er okkur dýrmætari en allt annað. Á meðan við tölum íslenska tungu þá erum við öðruvísi en annað fólk í heiminum,“ segir Vigdís. Við útgáfuhófið voru veitt ný hvatningarverðlaun Vigdísar Finnbogadóttur sem Brynja Hjálmsdóttir skáld og rithöfundur tók við. Brynja Hjálmarsdóttir, rithöfundur og skáld, tók við hvatningarverðlaunum Vigdísar Finnbogadóttur við útgáfuhófið.Vísir/Vilhelm „Á meðan að ljóðlistin og útgáfa ljóða eru vinsælar jólagjafir og fermingagjafir - nú er ég með áróður; vinsælar fermingagjafir - þá lifir ljóðlist á Íslandi.“ En hvað er það í ljóðum sem nær Vigdísi? Hvernig voru ljóðin valin í nýju bókina? „Að það sé í þeim ákveðin lífsspeki, hrynjandi auðvitað og að leika sér að tungumálinu. En líka speki. Vegna þess að tungumálið geymir alla visku mannsins.“ Þú hefur ekkert sjálf leikið þér við að semja eða hvað? „Ég myndi aldrei láta það uppi,“ segir Vigdís glettin. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var viðstaddur útgáfuhófið í dag.Vísir/Vilhelm Íslensk fræði Bókmenntir Ljóðlist Forseti Íslands Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Útgáfu bókarinnar var fagnað við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu í dag. Þar hélt Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræðu til heiðurs Vigdísar og minntist þar meðal annars á skáp í Thomsenstofu á Bessastöðum en þangað hafði Vigdís safnað urmul ljóðabóka í forsetatíð sinni. Hún hefur alltaf verið ljóðelsk að eigin sögn. „Já, ég man ekki eftir mér öðruvísi. En ég er náttúrulega alin upp þannig að mitt fólk var mjög ljóðelskt og það var mikið farið með ljóð í minni bernsku og æsku. Ljóðin hafa bundið svo vel íslenska tungu. Og með ljóðum varðveitum við þessa tungu sem er okkur dýrmætari en allt annað. Á meðan við tölum íslenska tungu þá erum við öðruvísi en annað fólk í heiminum,“ segir Vigdís. Við útgáfuhófið voru veitt ný hvatningarverðlaun Vigdísar Finnbogadóttur sem Brynja Hjálmsdóttir skáld og rithöfundur tók við. Brynja Hjálmarsdóttir, rithöfundur og skáld, tók við hvatningarverðlaunum Vigdísar Finnbogadóttur við útgáfuhófið.Vísir/Vilhelm „Á meðan að ljóðlistin og útgáfa ljóða eru vinsælar jólagjafir og fermingagjafir - nú er ég með áróður; vinsælar fermingagjafir - þá lifir ljóðlist á Íslandi.“ En hvað er það í ljóðum sem nær Vigdísi? Hvernig voru ljóðin valin í nýju bókina? „Að það sé í þeim ákveðin lífsspeki, hrynjandi auðvitað og að leika sér að tungumálinu. En líka speki. Vegna þess að tungumálið geymir alla visku mannsins.“ Þú hefur ekkert sjálf leikið þér við að semja eða hvað? „Ég myndi aldrei láta það uppi,“ segir Vigdís glettin. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var viðstaddur útgáfuhófið í dag.Vísir/Vilhelm
Íslensk fræði Bókmenntir Ljóðlist Forseti Íslands Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“