Sunnlenska.is greinir frá.
Fram kom á fundi bæjarráðs Árborgar í morgun að sveitarfélagið hafi enga aðkomu haft að móttökunni á Stokkseyri. Staðsetningin sé óheppileg með vísan til þjónustu á svæðinu.
Pláss verður fyrir 54 á Kumbaravogi sem er fyrrverandi dvalar- og hjúkrunarheimili.
„Sveitarfélagið hefur enga aðkomu að móttökunni á Kumbaravogi, hún er alfarið í umsjón ráðuneytisins. Það er hins vegar ljóst að þessi hópur mun þurfa á þjónustu að halda, til dæmis varðandi verslun og heilsugæslu og því teljum við staðsetninguna á Kumbaravogi ekki heppilega,“ segir Fjóla St. Kristinsdóttir bæjarstjóri í samtali við Sunnlenska.is.