Tilraunirnar hafa legið niðri frá 2017.
Varautanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Japan og Norður-Kóreu hafa fundað um málið og Reuters hefur eftir Wendy Sherman, varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu hvött til að halda að sér höndum en kjarnorkuvopnatilraunir nú myndu hafa afleiðingar í för með sér fyrir heiminn allan.
Sherman var ómyrk í máli og sagðist einnig vona að öll þau ríki sem ættu sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gerðu sér grein fyrir því að notkun kjarnorkuvopna, í hvaða mynd sem er, myndu hafa gríðarleg áhrif á skipan heimsmála.
Í fyrsta sinn frá því að Norður-Kórea hóf tilraunir með kjarnorkuvopn árið 2006 beittu Kínverjar og Rússar fyrr á þessu ári neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu gagnvart tillögu um frekari refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu.
Ráðherrar Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu segjast hafa skuldbundið sig til að auka samstarf sitt á sviði varnarmála.
Hvað varðaði Taívan ítrekaði Sherman að Bandaríkin styddu ekki sjálfstæðisbaráttu Taívan en það breytti því ekki að Bandaríkjamenn myndu vinna með Japönum og Suður-Kóreu að því að aðstoða Taívani við að verja sig gegn mögulegum aðgerðum Kína.