Skaut tvo til bana en var með sex hundruð skot: „Þetta hefði getað farið mun verr“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2022 12:09 Lögregluþjónar fyrir utan skólann í St. Louis. AP/Jeff Roberson Ungur maður sem skaut kennara og fimmtán ára stúlku til bana í St. Luis í Bandaríkjunum í vikunni var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og var með sex hundruð skot. Sjö nemendur særðust eða slösuðust einnig í árásinni áður en lögregluþjónar skutu hinn nítján ára gamla Orlando Harris til bana. „Þetta hefði getað farið mun verr,“ sagði Michael Sack, yfirmaður lögreglunnar í St. Louis á blaðamannafundi í gær. Harris útskrifaðist úr umræddum skóla í fyrra. AP fréttaveitan hefur eftir vitnum að Harris hafi gengið um skólann og kallað: „Þið munið öll deyja!“. Þá segir ein stúlka í skólanum að hún hafi staðið andspænis Harris en byssa hans hefði staðið á sér og hún hefði getað hlaupið á brott. Harris skildi eftir miða sem Sack las upp fyrir blaðamenn í gærkvöldi. Þar skrifaði Harris um það að hann ætti enga vini, enga fjölskyldu eða kærustu og lifði einangruðu lífi. Lýsti hann sjálfur þeim aðstæðum sem „fullkomnu óveðri“ fyrir fjöldamorðingja. Eins og áður segir dóu tveir í árásinni. Þær Alexzandria Bell, sem var fimmtán ára gömul, og Jean Kuczka, sem var 61 árs. Fjölskylda Kcuzka segir hana hafa verið skotna þegar hún steig á milli árásarmannsins og nemenda sem hún var að kenna, eftir að Harris ruddist inn í kennslustofu hennar. Hún lést á sjúkrahúsi. Lögreglan segir að Bell hafi verið látin þegar hún fannst á gangi skólans. Sjö öryggisverðir vinna í umræddum skóla og eru útidyr hans ávallt læstar. Einn öryggisvarðanna sá Harris komast inn um eina hurðina og var lögreglan kölluð til. Ekki liggur fyrir hvernig hann komst inn en hurðin mun hafa verið læst. Fyrstu lögregluþjónarnir mættu á vettvang klukkan 9:15, fjórum mínútum eftir að tilkynningin barst. Klukkan 9:23 fannst Harris í skólanum þar sem hann hafði lokað sig inni í kennslustofu. Lögregluþjónar skiptust á skotum við hann og skutu hann til bana. Harris bar mikið magn skotfæra á sér.AP/Lögreglan í St. Louis. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
„Þetta hefði getað farið mun verr,“ sagði Michael Sack, yfirmaður lögreglunnar í St. Louis á blaðamannafundi í gær. Harris útskrifaðist úr umræddum skóla í fyrra. AP fréttaveitan hefur eftir vitnum að Harris hafi gengið um skólann og kallað: „Þið munið öll deyja!“. Þá segir ein stúlka í skólanum að hún hafi staðið andspænis Harris en byssa hans hefði staðið á sér og hún hefði getað hlaupið á brott. Harris skildi eftir miða sem Sack las upp fyrir blaðamenn í gærkvöldi. Þar skrifaði Harris um það að hann ætti enga vini, enga fjölskyldu eða kærustu og lifði einangruðu lífi. Lýsti hann sjálfur þeim aðstæðum sem „fullkomnu óveðri“ fyrir fjöldamorðingja. Eins og áður segir dóu tveir í árásinni. Þær Alexzandria Bell, sem var fimmtán ára gömul, og Jean Kuczka, sem var 61 árs. Fjölskylda Kcuzka segir hana hafa verið skotna þegar hún steig á milli árásarmannsins og nemenda sem hún var að kenna, eftir að Harris ruddist inn í kennslustofu hennar. Hún lést á sjúkrahúsi. Lögreglan segir að Bell hafi verið látin þegar hún fannst á gangi skólans. Sjö öryggisverðir vinna í umræddum skóla og eru útidyr hans ávallt læstar. Einn öryggisvarðanna sá Harris komast inn um eina hurðina og var lögreglan kölluð til. Ekki liggur fyrir hvernig hann komst inn en hurðin mun hafa verið læst. Fyrstu lögregluþjónarnir mættu á vettvang klukkan 9:15, fjórum mínútum eftir að tilkynningin barst. Klukkan 9:23 fannst Harris í skólanum þar sem hann hafði lokað sig inni í kennslustofu. Lögregluþjónar skiptust á skotum við hann og skutu hann til bana. Harris bar mikið magn skotfæra á sér.AP/Lögreglan í St. Louis.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira