Skaut tvo til bana en var með sex hundruð skot: „Þetta hefði getað farið mun verr“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2022 12:09 Lögregluþjónar fyrir utan skólann í St. Louis. AP/Jeff Roberson Ungur maður sem skaut kennara og fimmtán ára stúlku til bana í St. Luis í Bandaríkjunum í vikunni var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og var með sex hundruð skot. Sjö nemendur særðust eða slösuðust einnig í árásinni áður en lögregluþjónar skutu hinn nítján ára gamla Orlando Harris til bana. „Þetta hefði getað farið mun verr,“ sagði Michael Sack, yfirmaður lögreglunnar í St. Louis á blaðamannafundi í gær. Harris útskrifaðist úr umræddum skóla í fyrra. AP fréttaveitan hefur eftir vitnum að Harris hafi gengið um skólann og kallað: „Þið munið öll deyja!“. Þá segir ein stúlka í skólanum að hún hafi staðið andspænis Harris en byssa hans hefði staðið á sér og hún hefði getað hlaupið á brott. Harris skildi eftir miða sem Sack las upp fyrir blaðamenn í gærkvöldi. Þar skrifaði Harris um það að hann ætti enga vini, enga fjölskyldu eða kærustu og lifði einangruðu lífi. Lýsti hann sjálfur þeim aðstæðum sem „fullkomnu óveðri“ fyrir fjöldamorðingja. Eins og áður segir dóu tveir í árásinni. Þær Alexzandria Bell, sem var fimmtán ára gömul, og Jean Kuczka, sem var 61 árs. Fjölskylda Kcuzka segir hana hafa verið skotna þegar hún steig á milli árásarmannsins og nemenda sem hún var að kenna, eftir að Harris ruddist inn í kennslustofu hennar. Hún lést á sjúkrahúsi. Lögreglan segir að Bell hafi verið látin þegar hún fannst á gangi skólans. Sjö öryggisverðir vinna í umræddum skóla og eru útidyr hans ávallt læstar. Einn öryggisvarðanna sá Harris komast inn um eina hurðina og var lögreglan kölluð til. Ekki liggur fyrir hvernig hann komst inn en hurðin mun hafa verið læst. Fyrstu lögregluþjónarnir mættu á vettvang klukkan 9:15, fjórum mínútum eftir að tilkynningin barst. Klukkan 9:23 fannst Harris í skólanum þar sem hann hafði lokað sig inni í kennslustofu. Lögregluþjónar skiptust á skotum við hann og skutu hann til bana. Harris bar mikið magn skotfæra á sér.AP/Lögreglan í St. Louis. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
„Þetta hefði getað farið mun verr,“ sagði Michael Sack, yfirmaður lögreglunnar í St. Louis á blaðamannafundi í gær. Harris útskrifaðist úr umræddum skóla í fyrra. AP fréttaveitan hefur eftir vitnum að Harris hafi gengið um skólann og kallað: „Þið munið öll deyja!“. Þá segir ein stúlka í skólanum að hún hafi staðið andspænis Harris en byssa hans hefði staðið á sér og hún hefði getað hlaupið á brott. Harris skildi eftir miða sem Sack las upp fyrir blaðamenn í gærkvöldi. Þar skrifaði Harris um það að hann ætti enga vini, enga fjölskyldu eða kærustu og lifði einangruðu lífi. Lýsti hann sjálfur þeim aðstæðum sem „fullkomnu óveðri“ fyrir fjöldamorðingja. Eins og áður segir dóu tveir í árásinni. Þær Alexzandria Bell, sem var fimmtán ára gömul, og Jean Kuczka, sem var 61 árs. Fjölskylda Kcuzka segir hana hafa verið skotna þegar hún steig á milli árásarmannsins og nemenda sem hún var að kenna, eftir að Harris ruddist inn í kennslustofu hennar. Hún lést á sjúkrahúsi. Lögreglan segir að Bell hafi verið látin þegar hún fannst á gangi skólans. Sjö öryggisverðir vinna í umræddum skóla og eru útidyr hans ávallt læstar. Einn öryggisvarðanna sá Harris komast inn um eina hurðina og var lögreglan kölluð til. Ekki liggur fyrir hvernig hann komst inn en hurðin mun hafa verið læst. Fyrstu lögregluþjónarnir mættu á vettvang klukkan 9:15, fjórum mínútum eftir að tilkynningin barst. Klukkan 9:23 fannst Harris í skólanum þar sem hann hafði lokað sig inni í kennslustofu. Lögregluþjónar skiptust á skotum við hann og skutu hann til bana. Harris bar mikið magn skotfæra á sér.AP/Lögreglan í St. Louis.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira