Katrín telur hatursorðræðu hafa aukist og von á þingsályktunartillögu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2022 13:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst leggja fram þingsályktunartillögu með aðgerðum gegn hatursorðræðu eftir áramót. vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur að hatursorðræða hafi aukist í samfélaginu og von er á þingsályktunartillögu með aðgerðum gegn henni eftir áramót. Hún segir málið þó snúið og að greina þurfi á milli hvassrar gagnrýni og hatursorðræðu. Sérstakur starfshópur gegn hatursorðræðu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði tók til starfa í lok júní og vinnur nú að tillögum að mögulegum aðgerðum. „Þau eru búin að vera að funda með alls konar frjálsum félagasamtökum, stofnunum og hagsmunaaðilum í samfélaginu. Og það sem er svo fram undan er að hópurinn ætlar að skila til mín fyrir áramót og væntanlega verður lögð fram þingsályktunartillaga eftir áramót,“ segir Katrín. Hópurinn skoðar hatursorðræðu vegna til dæmis kynþáttar, litarháttar, þjóðernisuppruna, kynhneigðar og kynvitundar. Katrín segir verkefnið snúið - enda snýst það um mörk tjáningarfrelsis og skaðlegrar orðræðu. „Kannski erum við bara að læra það í raun og veru í allri þessari umræðu sem hefur átt sér stað hvenær við getum talað um hatursorðræðu og hvenær við erum að tala um hvassa gagnrýni eða eitthvað annað slíkt,“ segir hún. „Og það skiptir máli fyrir okkur stjórnmálamennina að eiga þessa umræðu, og þess vegna hyggst ég leggja ég fram þessa þingsályktunartillögu til að Alþingi geti einmitt tekist á um þetta. En ég held að þetta snúist ekki bara um löggjöf heldur líka hvernig við virkjum menntakerfið og vinnumarkaðinn með okkur í baráttuna gegn hatursorðræðu.“ Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð borgarinnar hefur lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu hinsegin barna. Hópurinn verði oft fyrir aðkasti innan og utan skóla.Hinsegin dagar Aukin tíðni hatursorðræðu gegn hinsegin fólki hefur verið í umræðunni undanfarið og mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð borgarinnar ályktaði til að mynda á dögunum um áhyggjur af stöðu hinsegin barna í skólum vegna nýlegra frásagna af aðkasti. Aðspurð hvort hún telji hatursorðræðu hafa aukist segir Katrín að dæmi um slíkt hafi vissulega komið upp undanfarið. „Tilfinning mín er að hún hafi farið vaxandi en mögulega er umræðan um hana meiri og það er eitt af því sem er dálítið erfitt að greina. En auðvitað á hún bara ekki að líðast í neinum mæli,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hinsegin Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Sérstakur starfshópur gegn hatursorðræðu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði tók til starfa í lok júní og vinnur nú að tillögum að mögulegum aðgerðum. „Þau eru búin að vera að funda með alls konar frjálsum félagasamtökum, stofnunum og hagsmunaaðilum í samfélaginu. Og það sem er svo fram undan er að hópurinn ætlar að skila til mín fyrir áramót og væntanlega verður lögð fram þingsályktunartillaga eftir áramót,“ segir Katrín. Hópurinn skoðar hatursorðræðu vegna til dæmis kynþáttar, litarháttar, þjóðernisuppruna, kynhneigðar og kynvitundar. Katrín segir verkefnið snúið - enda snýst það um mörk tjáningarfrelsis og skaðlegrar orðræðu. „Kannski erum við bara að læra það í raun og veru í allri þessari umræðu sem hefur átt sér stað hvenær við getum talað um hatursorðræðu og hvenær við erum að tala um hvassa gagnrýni eða eitthvað annað slíkt,“ segir hún. „Og það skiptir máli fyrir okkur stjórnmálamennina að eiga þessa umræðu, og þess vegna hyggst ég leggja ég fram þessa þingsályktunartillögu til að Alþingi geti einmitt tekist á um þetta. En ég held að þetta snúist ekki bara um löggjöf heldur líka hvernig við virkjum menntakerfið og vinnumarkaðinn með okkur í baráttuna gegn hatursorðræðu.“ Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð borgarinnar hefur lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu hinsegin barna. Hópurinn verði oft fyrir aðkasti innan og utan skóla.Hinsegin dagar Aukin tíðni hatursorðræðu gegn hinsegin fólki hefur verið í umræðunni undanfarið og mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð borgarinnar ályktaði til að mynda á dögunum um áhyggjur af stöðu hinsegin barna í skólum vegna nýlegra frásagna af aðkasti. Aðspurð hvort hún telji hatursorðræðu hafa aukist segir Katrín að dæmi um slíkt hafi vissulega komið upp undanfarið. „Tilfinning mín er að hún hafi farið vaxandi en mögulega er umræðan um hana meiri og það er eitt af því sem er dálítið erfitt að greina. En auðvitað á hún bara ekki að líðast í neinum mæli,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hinsegin Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira