Hóladómkirkja talin geyma eldri gripi en áður var álitið Kristján Már Unnarsson skrifar 27. október 2022 21:41 Solveig Lára Guðmundsdóttir segir frá skírnarfonti Hóladómkirkju. Sigurjón Ólason Líkur eru taldar á að skírnarfontur Hóladómkirkju sé mun eldri en áður hefur verið talið og gæti verið sjöhundruð ára gamall og þar með elsti gripur kirkjunnar. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi Hólabiskup, veltir því upp hvort telja megi kirkjuna frá fjórtándu öld, miðað við elstu steinana í henni. Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var fjallað um Hóladómkirkju, sem er elsta steinkirkja landsins, nærri 260 ára gömul. Hóladómkirkja. Steinkirkjan var vígð árið 1763 en kirkjuturninn árið 1950.Sigurjón Ólason Kannski mætti telja hana miklu eldri. Þegar Solveig Lára sýndi okkur kirkjuna í þættinum Um land allt sagði hún okkur að elstu steinarnir í henni væru úr múr ófullgerðrar kirkju sem norski biskupinn Auðunn rauði byrjaði að reisa á fjórtándu öld en hann var biskup á Hólum á árunum 1313 til 1322. „Þannig að við getum sagt að margir steinar í þessari kirkju eru einmitt frá tímum Auðuns rauða. Og við erum nú mjög heiðarleg og segjum að kirkjan sé bara frá 1763. En ef þetta væri kannski dómkirkja einhversstaðar á Norðurlöndunum eða í Evrópu þá myndu þeir segja að kirkjan væri frá þrettánhundruð og eitthvað,“ segir Solveig Lára. Altaristaflan, Hólabríkin, er að mati Solveigar mesta þjóðargersemi Íslendinga.Sigurjón Ólason Hin fimmhundruð ára gamla altaristafla, Hólabríkin, segir Solveig að sé mesti dýrgripur kirkjunnar enda hafi sjálfur Jón Arason biskup, sá sem hálshöggvinn var í Skálholti, keypt hana í Hollandi í kringum árið 1520. Kirkjan geymir enn eldri muni en alabastursbrík frá árinu 1470, komin frá Nottingham í Englandi, hefur lengi verið talin elsti gripur hennar. „En núna höfum við áttað okkur á því að það er möguleiki á því að það séu ýmsir hlutir hér inni sem eru jafnvel eldri og það er skírnarfonturinn,“ segir Solveig. Ártalið 1674 sést á skírnarfontinum. Núna er talið að fonturinn geti verið fjögurhundruð árum eldri og að útskurðurinn sé síðari tíma gjörð.Sigurjón Ólason Núna hallast menn að því að ártalið 1674 á fontinum vísi ekki til aldurs fontsins heldur til þess árs þegar hann var skreyttur með útskurði. Solveig segir að í Noregi séu til mjög svipaðir skírnarfontar frá tólftu, þrettándu og fjórtándu öld og er kenningin sú að einhver norsku biskupanna, sem þá voru á Hólum, hafi komið með fontinn. Hann geti því verið fjögurhundruð árum eldri en til þessa hefur verið talið. „Ég aðhyllist þessa kenningu vegna þess að mér finnst hún skemmtileg. Og gaman að vita það að þetta gæti verið svona mikill forngripur,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup á Hólum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá lengri umfjöllun í þættinum Um land allt: Þátturinn um Hóla verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag klukkan 16. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2+. Um land allt Þjóðkirkjan Skagafjörður Fornminjar Tengdar fréttir Þjóðbraut liggi um Hjaltadal á ný með göngum undir Tröllaskaga Margir Norðlendingar sjá fyrir sér að jarðgöng undir Tröllaskaga verði til þess að Hólar í Hjaltadal endurheimti fyrri sess sem miðstöð Norðurlands. 24. október 2022 21:42 Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. 24. október 2022 09:31 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var fjallað um Hóladómkirkju, sem er elsta steinkirkja landsins, nærri 260 ára gömul. Hóladómkirkja. Steinkirkjan var vígð árið 1763 en kirkjuturninn árið 1950.Sigurjón Ólason Kannski mætti telja hana miklu eldri. Þegar Solveig Lára sýndi okkur kirkjuna í þættinum Um land allt sagði hún okkur að elstu steinarnir í henni væru úr múr ófullgerðrar kirkju sem norski biskupinn Auðunn rauði byrjaði að reisa á fjórtándu öld en hann var biskup á Hólum á árunum 1313 til 1322. „Þannig að við getum sagt að margir steinar í þessari kirkju eru einmitt frá tímum Auðuns rauða. Og við erum nú mjög heiðarleg og segjum að kirkjan sé bara frá 1763. En ef þetta væri kannski dómkirkja einhversstaðar á Norðurlöndunum eða í Evrópu þá myndu þeir segja að kirkjan væri frá þrettánhundruð og eitthvað,“ segir Solveig Lára. Altaristaflan, Hólabríkin, er að mati Solveigar mesta þjóðargersemi Íslendinga.Sigurjón Ólason Hin fimmhundruð ára gamla altaristafla, Hólabríkin, segir Solveig að sé mesti dýrgripur kirkjunnar enda hafi sjálfur Jón Arason biskup, sá sem hálshöggvinn var í Skálholti, keypt hana í Hollandi í kringum árið 1520. Kirkjan geymir enn eldri muni en alabastursbrík frá árinu 1470, komin frá Nottingham í Englandi, hefur lengi verið talin elsti gripur hennar. „En núna höfum við áttað okkur á því að það er möguleiki á því að það séu ýmsir hlutir hér inni sem eru jafnvel eldri og það er skírnarfonturinn,“ segir Solveig. Ártalið 1674 sést á skírnarfontinum. Núna er talið að fonturinn geti verið fjögurhundruð árum eldri og að útskurðurinn sé síðari tíma gjörð.Sigurjón Ólason Núna hallast menn að því að ártalið 1674 á fontinum vísi ekki til aldurs fontsins heldur til þess árs þegar hann var skreyttur með útskurði. Solveig segir að í Noregi séu til mjög svipaðir skírnarfontar frá tólftu, þrettándu og fjórtándu öld og er kenningin sú að einhver norsku biskupanna, sem þá voru á Hólum, hafi komið með fontinn. Hann geti því verið fjögurhundruð árum eldri en til þessa hefur verið talið. „Ég aðhyllist þessa kenningu vegna þess að mér finnst hún skemmtileg. Og gaman að vita það að þetta gæti verið svona mikill forngripur,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup á Hólum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá lengri umfjöllun í þættinum Um land allt: Þátturinn um Hóla verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag klukkan 16. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2+.
Um land allt Þjóðkirkjan Skagafjörður Fornminjar Tengdar fréttir Þjóðbraut liggi um Hjaltadal á ný með göngum undir Tröllaskaga Margir Norðlendingar sjá fyrir sér að jarðgöng undir Tröllaskaga verði til þess að Hólar í Hjaltadal endurheimti fyrri sess sem miðstöð Norðurlands. 24. október 2022 21:42 Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. 24. október 2022 09:31 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Þjóðbraut liggi um Hjaltadal á ný með göngum undir Tröllaskaga Margir Norðlendingar sjá fyrir sér að jarðgöng undir Tröllaskaga verði til þess að Hólar í Hjaltadal endurheimti fyrri sess sem miðstöð Norðurlands. 24. október 2022 21:42
Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. 24. október 2022 09:31
Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11