Samblanda af fínum varnarleik hjá okkur og að þeir hafi aðeins misst hausinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. október 2022 22:47 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga. Vísir/Vilhelm Njarðvíkingar tóku Stjörnumenn í kennslustund í Garðabænum í Subway-deild karla í kvöld, í leik sem endaði 67-88 og sigur gestanna í raun aldrei í neinni hættu. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga sagði að varnarleikur hans manna hefði lagt grunninn að sigrinum, í bland við vont kvöld Stjörnumanna. „Við vorum að leggja okkur virkilega vel fram í vörn. Við vorum að reyna að hafa hemil á Turner, vorum að skipta svolítið á mönnum og reyna að stoppa boltaflæðið. En ég held að Stjarnan hafi nú átt algjöran „off“ dag þennan föstudaginn svo að við getum ekki tekið allt kredit fyrir þetta.“ Stjarnan virtist ætla að reyna að sækja körfur í teignum í upphafi leiks, enda með nokkuð meiri vigt í teignum en Njarðvík. Það gekk þó brösulega og ekki batnaði það þegar Julius Jucikas missteig sig eftir rúmlega tveggja mínútna leik, var það einhver vendipunktur í leiknum? „Já þeir missa hann náttúrulega þarna strax í byrjun og við vorum búnir að eyða hellings tíma í það hvernig við ætluðum að eiga við hann. Maður er eiginlega bara pínu svekktur að vera búinn að eyða allskyns vinnu í ekki neitt. Góður leikmaður auðvitað, en ég held að það hafi farið svolítið í höfuðið á Stjörnumönnum þegar þeir mæta hérna og sjá að Haukur og Logi eru ekki með. Maður sér oft svona hluti á vítanýtingu og öðru, sem maður hefur lent í sjálfur. Ég held að þetta sé svona samblanda af fínum varnarleik hjá okkur og að þeir hafi aðeins misst hausinn þegar þeir sáu að það vantaði lykilmenn hjá okkur.“ Oddur Ingi Kristjánsson er kominn aftur af stað eftir tæplega fjögurra ára bann vegna brots á lögum ÍSÍ um lyfjamál. Hann setti 5 þrista í kvöld í 9 tilraunum og virðist engu hafa gleymt. „Oddur er bara búinn að koma virkilega sterkur inn í þetta og „fittar“ bara þvílíkt vel inn. Þegar þú ert ekki búinn að fá að spila leikinn sem þú elskar í mörg ár, þá er þetta bara uppsafnað. Hvílík ástríða og hann er bara að njóta sín og gera það sem hann elskar og hafa gaman. Það skilar sér alltaf þegar þú ert líka með svona hæfileika.“ Það virtist litlu máli skipta hver kom inná fyrir Njarðvík í kvöld, allir að skila sínu og fjarvera Hauks og Loga virtist í raun frekar hafa áhrif á Stjörnuna ef eitthvað. Benedikt var helsáttur með breiddina í sínu liði, en það reyndi töluvert á hana á köflum. „Við lentum svolítið í villuvandræðum í fyrrihálfleik, og svo tognaði Mario líka á kálfa. Þannig að þetta leit ekkert alltof vel út. Óli fékk þrjár villur á einhverri mínútu, þannig að það reyndi alveg á breiddina hjá okkur í kvöld, en hún stóð sig hrikalega vel.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 67-88 | Deildarmeistararnir fóru illa með Stjörnumenn Njarðvík vann öruggan 21 stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 67-88 í leik þar sem Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði. 27. október 2022 21:56 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
„Við vorum að leggja okkur virkilega vel fram í vörn. Við vorum að reyna að hafa hemil á Turner, vorum að skipta svolítið á mönnum og reyna að stoppa boltaflæðið. En ég held að Stjarnan hafi nú átt algjöran „off“ dag þennan föstudaginn svo að við getum ekki tekið allt kredit fyrir þetta.“ Stjarnan virtist ætla að reyna að sækja körfur í teignum í upphafi leiks, enda með nokkuð meiri vigt í teignum en Njarðvík. Það gekk þó brösulega og ekki batnaði það þegar Julius Jucikas missteig sig eftir rúmlega tveggja mínútna leik, var það einhver vendipunktur í leiknum? „Já þeir missa hann náttúrulega þarna strax í byrjun og við vorum búnir að eyða hellings tíma í það hvernig við ætluðum að eiga við hann. Maður er eiginlega bara pínu svekktur að vera búinn að eyða allskyns vinnu í ekki neitt. Góður leikmaður auðvitað, en ég held að það hafi farið svolítið í höfuðið á Stjörnumönnum þegar þeir mæta hérna og sjá að Haukur og Logi eru ekki með. Maður sér oft svona hluti á vítanýtingu og öðru, sem maður hefur lent í sjálfur. Ég held að þetta sé svona samblanda af fínum varnarleik hjá okkur og að þeir hafi aðeins misst hausinn þegar þeir sáu að það vantaði lykilmenn hjá okkur.“ Oddur Ingi Kristjánsson er kominn aftur af stað eftir tæplega fjögurra ára bann vegna brots á lögum ÍSÍ um lyfjamál. Hann setti 5 þrista í kvöld í 9 tilraunum og virðist engu hafa gleymt. „Oddur er bara búinn að koma virkilega sterkur inn í þetta og „fittar“ bara þvílíkt vel inn. Þegar þú ert ekki búinn að fá að spila leikinn sem þú elskar í mörg ár, þá er þetta bara uppsafnað. Hvílík ástríða og hann er bara að njóta sín og gera það sem hann elskar og hafa gaman. Það skilar sér alltaf þegar þú ert líka með svona hæfileika.“ Það virtist litlu máli skipta hver kom inná fyrir Njarðvík í kvöld, allir að skila sínu og fjarvera Hauks og Loga virtist í raun frekar hafa áhrif á Stjörnuna ef eitthvað. Benedikt var helsáttur með breiddina í sínu liði, en það reyndi töluvert á hana á köflum. „Við lentum svolítið í villuvandræðum í fyrrihálfleik, og svo tognaði Mario líka á kálfa. Þannig að þetta leit ekkert alltof vel út. Óli fékk þrjár villur á einhverri mínútu, þannig að það reyndi alveg á breiddina hjá okkur í kvöld, en hún stóð sig hrikalega vel.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 67-88 | Deildarmeistararnir fóru illa með Stjörnumenn Njarðvík vann öruggan 21 stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 67-88 í leik þar sem Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði. 27. október 2022 21:56 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 67-88 | Deildarmeistararnir fóru illa með Stjörnumenn Njarðvík vann öruggan 21 stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 67-88 í leik þar sem Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði. 27. október 2022 21:56