Anníe Mist og Björgvin Karl í sama sæti í leyndardómsfullu fyrstu grein Rogue Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2022 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru fulltrúa Íslands í mótinu í ár. Instagram/@rogueinvitational Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson enduðu bæði í sjöunda sætinu í fyrstu greininni á Rogue Invitational CrossFit mótinu í Texas fylki í Bandaríkjunum. Þessi fyrsta grein mótsins var mjög sérstök. Hún bættist við skömmu fyrir mótið og mótið byrjaði því degi fyrr en áætlað var. Keppendur vissu ekkert um greinina þar til þau mættu á svæðið og þegar þau vissu loksins um hvernig greinin var þá vissu þau ekki hvar yrði hlaupið. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Þau voru bara sótt og keyrt með þau í algjör óvissuferð. Seinna kom í ljós að hlaupið var um Cypress Mill búgarðinn. Keppnin var ekki send út í beinni útsendingu og fór því fram í algjöri leynd því úrslitin bárust ekki fyrr en löngu eftir að keppni lauk. Þetta var víðavangshlaup á tíma þar sem keppendur hlupu 1,2 mílur í þyngingarvestum (13,5 kg hjá körlum og 9 kg hjá konum) og síðan tók við eins mílu hlaup. Eftir það áttu þau að lyfta þremur sandpokum og kasta þeim yfir öxlina (45,5 kg hjá körlum og 32 kg hjá konum) og enda síðan á tveggja mílu hlaupi. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Keppendurnir hlupu því alls 4,2 mílur eða um 6,7 kílómetra. Anníe Mist kláraði þetta á 36 mínútum og tveimur sekúndum. Hún var aðeins þremur sekúndum frá sjötta sætinu sem Jacqueline Dahlström tók. Sigurvegarinn var Danielle Brandon sem kláraði á 34 mínútum og ellefu sekúndum og var 36 sekúndum á undan Bailey Rogers. Gabriela Migala sem var þriðja var einni mínútu á undan Anníe. Björgvin Karl kláraði þetta á 33 mínútum og fjórum sekúndum en hann var níu sekúndum frá sjötta sætinu sem Chandler Smith tók. Sigurvegarinn var Jayson Hopper sem kláraði á 31 mínútu og 27 sekúndum og var þrettán sekúndum á undan Jeffrey Adler. Ricky Garard varð þriðji á 32 mínútum og níu sekúndum en Roman Khrennikov tók síðan fjórða sætið. Þetta var eina greinin í gær en keppni heldur áfram í dag og lýkur ekki fyrr en á sunnudaginn. CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Þessi fyrsta grein mótsins var mjög sérstök. Hún bættist við skömmu fyrir mótið og mótið byrjaði því degi fyrr en áætlað var. Keppendur vissu ekkert um greinina þar til þau mættu á svæðið og þegar þau vissu loksins um hvernig greinin var þá vissu þau ekki hvar yrði hlaupið. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Þau voru bara sótt og keyrt með þau í algjör óvissuferð. Seinna kom í ljós að hlaupið var um Cypress Mill búgarðinn. Keppnin var ekki send út í beinni útsendingu og fór því fram í algjöri leynd því úrslitin bárust ekki fyrr en löngu eftir að keppni lauk. Þetta var víðavangshlaup á tíma þar sem keppendur hlupu 1,2 mílur í þyngingarvestum (13,5 kg hjá körlum og 9 kg hjá konum) og síðan tók við eins mílu hlaup. Eftir það áttu þau að lyfta þremur sandpokum og kasta þeim yfir öxlina (45,5 kg hjá körlum og 32 kg hjá konum) og enda síðan á tveggja mílu hlaupi. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Keppendurnir hlupu því alls 4,2 mílur eða um 6,7 kílómetra. Anníe Mist kláraði þetta á 36 mínútum og tveimur sekúndum. Hún var aðeins þremur sekúndum frá sjötta sætinu sem Jacqueline Dahlström tók. Sigurvegarinn var Danielle Brandon sem kláraði á 34 mínútum og ellefu sekúndum og var 36 sekúndum á undan Bailey Rogers. Gabriela Migala sem var þriðja var einni mínútu á undan Anníe. Björgvin Karl kláraði þetta á 33 mínútum og fjórum sekúndum en hann var níu sekúndum frá sjötta sætinu sem Chandler Smith tók. Sigurvegarinn var Jayson Hopper sem kláraði á 31 mínútu og 27 sekúndum og var þrettán sekúndum á undan Jeffrey Adler. Ricky Garard varð þriðji á 32 mínútum og níu sekúndum en Roman Khrennikov tók síðan fjórða sætið. Þetta var eina greinin í gær en keppni heldur áfram í dag og lýkur ekki fyrr en á sunnudaginn.
CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira