Endalausar fréttir hafa verið um alla þá farandverkamenn sem hafa látist í aðdraganda keppninnar sem og alla hina sem hafa unnið þar við skelfilegar aðstæður við byggingu leikvanganna fyrir mótið.
Nú síðast fréttist aftur á móti af alvarlegu slysi á öryggisæfingu fyrir heimsmeistaramótið en slysið varð í höfuðborginni Doha.
Three firemen died after a crane collapsed during training at Qatar s Hamad Port on Tuesday.
— Doha News (@dohanews) October 26, 2022
The three men have been identified mainly by social media users as Yosef Mindar, Kaleem Allah, and Jalal.https://t.co/Vfni55ifGl
Þrír slökkviliðsmenn frá Pakistan létust þá þegar krani sem þeir voru í hrundi til jarðar. Æfingin innihélt meðal annars að bregðast við aðstæðum eftir eiturefnaslys.
Fulltrúar frá fimmtán þjóðum tóku þátt í æfingunni eða frá Pakistan, Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Sádí Arabíu og Tyrklandi svo einhver séu nefnd.
Tyrkir leggja til þrjú þúsund lögreglumenn á mótið sem munu hjálpa til að halda uppi lögum og reglu á heimsmeistaramótinu.
Katarbúar hafa síðar reynt að halda því fram að mennirnir sem létust hafi ekki tekið þátt í æfingunni en svo kom hins vegar fram í fyrstu fréttum frá þeim.
HM í Katar hefst 20. nóvember næstkomandi.