Þurfa kraftaverk á stað þar sem þeir hafa ekki unnið í 21 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2022 13:01 Íslandsmeistarar ÍA 2001 eru síðasta Skagaliðið sem vann í Kaplakrika. ljósmyndasafn akraness/friðþjófur helgason ÍA á enn tölfræðilega möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Vonin er samt mjög veik og Skagamenn þurfa auk þess að vinna á stað þangað þeir hafa ekki sótt sigur frá 2001. ÍA sækir FH heim í lokaorð Bestu deildarinnar á morgun. Ef Skagamenn ætla að leika í Bestu deildinni á næsta tímabili þurfa þeir að vinna FH-inga með tíu marka mun. Ekki nema. FH er þremur stigum á undan ÍA og er með miklu betri markatölu; með níu mörk í mínus en Akurnesingar 28 mörk í mínus. En þar sem liðin mætast í lokaumferðinni dugir Skagamönnum að vinna tíu marka sigur. Lítið mál, ekki satt? Raunhæfara markmið fyrir ÍA væri bara að vinna í Kaplakrika. Þar hafa Skagamenn nefnilega ekki unnið síðan 2001, síðasta tímabilið sem þeir urðu Íslandsmeistarar. Þann 15. júlí áttust ÍA og FH við í Kaplakrika. Fyrir leikinn voru Skagamenn í 3. sæti deildarinnar með fjórtán stig, fjórum stigum á eftir FH-ingum, sem voru í 2. sætinu, og sex stigum á eftir toppliði Fylkismanna. Gestirnir frá Akranesi byrjuðu leikinn af krafti og strax á 3. mínútu skoraði Hjörtur Hjartarson eftir mistök í vörn heimamanna og sendingu Ellerts Jóns Björnssonar. Þrátt fyrir að hafa 87 mínútur til að jafna varð FH-ingum ekkert ágengt upp við mark Skagamanna. Besta færið fékk Baldur Bett en Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður ÍA, varði vítaspyrnu hans í fyrri hálfleik. Klippa: FH 0-1 ÍA Skagamenn fóru á mikið flug eftir sigurinn í Krikanum og unnu fimm næstu leiki sína og héldu hreinu í fjórum þeirra. Þeir tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn með því að gera 2-2 jafntefli við Eyjamenn í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. Það var átjándi og síðasti Íslandsmeistaratitill ÍA. Frá leiknum 2001 hefur gengi ÍA í Kaplakrika verið ein sorgarsaga. Liðin hafa mæst sextán sinnum. FH-ingar hafa unnið tólf leiki og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Leikir FH og ÍA í Kaplakrika síðan 2012 2002 FH 1-1 ÍA 2003 FH 1-1 ÍA 2004 FH 2-2 ÍA 2005 FH 2-0 ÍA 2006 FH 2-1 ÍA 2007 FH 1-1 ÍA 2008 FH 2-0 ÍA 2012 FH 2-1 ÍA 2013 FH 2-0 ÍA 2015 FH 4-1 ÍA 2016 FH 2-1 ÍA 2017 FH 2-0 ÍA 2019 FH 1-0 ÍA 2020 FH 2-1 ÍA 2021 FH 5-1 ÍA 2022 FH 6-1 ÍA ÍA náði síðast í stig í Kaplakrika 2007. Liðin gerðu þá 1-1 jafntefli. Síðan þá hafa FH-ingar unnið tíu heimaleiki í röð gegn Skagamönnum. FH vann ÍA í Krikanum með fimm mörkum gegn einu í fyrra. Í 21. umferð Bestu deildarinnar gerðu FH-ingar enn betur og unnu 6-1 sigur. Leikur FH og ÍA hefst klukkan 13:00 á morgun og verður sýndur beint á Bestu deild Sport 3. Fylgst verður með öllum sex leikjunum í lokaumferð Bestu deildarinnar samtímis á Stöð 2 Sport. Klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti Stúkunnar. Besta deild karla ÍA FH Mest lesið Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Fleiri fréttir „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira
ÍA sækir FH heim í lokaorð Bestu deildarinnar á morgun. Ef Skagamenn ætla að leika í Bestu deildinni á næsta tímabili þurfa þeir að vinna FH-inga með tíu marka mun. Ekki nema. FH er þremur stigum á undan ÍA og er með miklu betri markatölu; með níu mörk í mínus en Akurnesingar 28 mörk í mínus. En þar sem liðin mætast í lokaumferðinni dugir Skagamönnum að vinna tíu marka sigur. Lítið mál, ekki satt? Raunhæfara markmið fyrir ÍA væri bara að vinna í Kaplakrika. Þar hafa Skagamenn nefnilega ekki unnið síðan 2001, síðasta tímabilið sem þeir urðu Íslandsmeistarar. Þann 15. júlí áttust ÍA og FH við í Kaplakrika. Fyrir leikinn voru Skagamenn í 3. sæti deildarinnar með fjórtán stig, fjórum stigum á eftir FH-ingum, sem voru í 2. sætinu, og sex stigum á eftir toppliði Fylkismanna. Gestirnir frá Akranesi byrjuðu leikinn af krafti og strax á 3. mínútu skoraði Hjörtur Hjartarson eftir mistök í vörn heimamanna og sendingu Ellerts Jóns Björnssonar. Þrátt fyrir að hafa 87 mínútur til að jafna varð FH-ingum ekkert ágengt upp við mark Skagamanna. Besta færið fékk Baldur Bett en Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður ÍA, varði vítaspyrnu hans í fyrri hálfleik. Klippa: FH 0-1 ÍA Skagamenn fóru á mikið flug eftir sigurinn í Krikanum og unnu fimm næstu leiki sína og héldu hreinu í fjórum þeirra. Þeir tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn með því að gera 2-2 jafntefli við Eyjamenn í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. Það var átjándi og síðasti Íslandsmeistaratitill ÍA. Frá leiknum 2001 hefur gengi ÍA í Kaplakrika verið ein sorgarsaga. Liðin hafa mæst sextán sinnum. FH-ingar hafa unnið tólf leiki og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Leikir FH og ÍA í Kaplakrika síðan 2012 2002 FH 1-1 ÍA 2003 FH 1-1 ÍA 2004 FH 2-2 ÍA 2005 FH 2-0 ÍA 2006 FH 2-1 ÍA 2007 FH 1-1 ÍA 2008 FH 2-0 ÍA 2012 FH 2-1 ÍA 2013 FH 2-0 ÍA 2015 FH 4-1 ÍA 2016 FH 2-1 ÍA 2017 FH 2-0 ÍA 2019 FH 1-0 ÍA 2020 FH 2-1 ÍA 2021 FH 5-1 ÍA 2022 FH 6-1 ÍA ÍA náði síðast í stig í Kaplakrika 2007. Liðin gerðu þá 1-1 jafntefli. Síðan þá hafa FH-ingar unnið tíu heimaleiki í röð gegn Skagamönnum. FH vann ÍA í Krikanum með fimm mörkum gegn einu í fyrra. Í 21. umferð Bestu deildarinnar gerðu FH-ingar enn betur og unnu 6-1 sigur. Leikur FH og ÍA hefst klukkan 13:00 á morgun og verður sýndur beint á Bestu deild Sport 3. Fylgst verður með öllum sex leikjunum í lokaumferð Bestu deildarinnar samtímis á Stöð 2 Sport. Klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti Stúkunnar.
2002 FH 1-1 ÍA 2003 FH 1-1 ÍA 2004 FH 2-2 ÍA 2005 FH 2-0 ÍA 2006 FH 2-1 ÍA 2007 FH 1-1 ÍA 2008 FH 2-0 ÍA 2012 FH 2-1 ÍA 2013 FH 2-0 ÍA 2015 FH 4-1 ÍA 2016 FH 2-1 ÍA 2017 FH 2-0 ÍA 2019 FH 1-0 ÍA 2020 FH 2-1 ÍA 2021 FH 5-1 ÍA 2022 FH 6-1 ÍA
Besta deild karla ÍA FH Mest lesið Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Fleiri fréttir „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira