Stefnt að því að skemmtiferðaskip tilkynni leiðina að næstu höfn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2022 10:33 Skemmtiferðaskip við höfnina á Seyðisfyrði. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi sem felur í sér ákvæði um að skemmtiferðaskip þurfi að tilkynna um áætlaða leið að næstu höfn hér á landi. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga við fyrirspurn Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, samflokkskonu Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum, um skemmtiferðaskip. Þar spurði Halla Signý hvort að ráðherra hyggist taka til skoðunar lagasetningu um móttöku skemmtiferðaskipa hér á landi. Þá vildi Halla Signý einnig vita hvort að ráðherra hyggist leggja til bann við landtöku skemmtiferðaskipa utan hafna á Íslandi, og ef ekki, hver væru rökin fyrir því? Akureyri er vinsæll áfangastaður skemmtiferðaskipa.Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi skemmtiferðaskipa kemur hingað til lands á ári hverju. Sum hver sigla hringinn í kringum um landið. Þá eru dæmi um að farþegum skemmtiferðaskipa hafi verið hleypt frá borði utan hafna, eins og gerðist árið 2017 í friðlandinu á Hornströndum. Fréttamanni Stöðvar 2 var vísað frá borði skemmtiferðaskipsins Le Boreal árið 2017 eftir að hann krafði skipstjóra skipsins um svör við því af hverju hann hleypti farþegum á land í friðlandinu á Hornströndum. Horfa má á umrædda frétt í spilaranum hér fyrir neðan. Benti á ráðuneyti Guðlaugs Þórs Í svari Sigurðar Inga við öðrum lið fyrirspurnar Höllu Signýjar segir að landtaka skipa utan hafnarsvæða falli ekki undir innviðaráðuneytið. Bendir hann henni á að senda fyrirspurn á umhverfis- orku og innviðaráðuneytið um málið, þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson ræður ríkjum. Hvað varðar fyrri liðin segir Sigurður Ingi að skip sem séu stærri en 300 brúttótonn að stærð, fyrir utan varðskip og fiskiskip styttri en 45 metrar, þurfi að tilkynna komu sína til vaktstöðvar siglinga, með tilteknum fyrirvara. Fyrirspyrjandinn Halla Signý Kristjánsdóttir ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra. Þau eru samflokksmenn í Framsóknarflokknum. Þó segir hann að Landhelgisgæslan hafi bent á að farþegaskip sem sigla milli hafna hér á landi fari ekki ávallt beina leið að næstu höfn. Þau sigli um firði í útsýnisferðum og hafi jafnvel viðkomu og hleypi farþegum í land án þess að leggja að höfn. Slíkar siglingar og viðkomur séu ekki tilkynningarskyldar. Því viti vaktstöðin ekki alltaf um siglingaleiðir þessara skipa sem geti valdið hættu. Eðlilegt sé að þessi skip veiti vaktstöðinni upplýsingar um þá leið sem þau hyggjast fara. Boðar frumvarp Segir Sigurður Ingi að lagafrumvarp frá árinu 2003, sem ekki varð að lögum, hafi geymt ákvæði um að farþegaskip, 300 brúttótonn að stærð og stærri, sem sigla milli hafna hér á landi, skuli tilkynna vaktstöðinni um áætlaða leið að næstu höfn með tilteknum fyrirvara. „Frumvarp þetta varð ekki að lögum en ráðherra hyggst mæla fyrir nýju frumvarpi á vorþingi sem hafi að geyma slíkt ákvæði.“ Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Alþingi Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir „Skip koma bara og setja fólk í land“ Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að skoða verði málið með lögreglu- og tollayfirvöldum 30. júlí 2017 18:45 Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30 Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17 Búist er við mikilli aukningu í komu skemmtiferðaskipa til Íslands Það gæti jafnvel verið um metár að ræða í komu skemmtiferðaskipa til Íslands í ár og segir markaðsstjóri Faxaflóahafna þróunina vera jákvæða fyrir íslenskan efnahag. Hann segir komu slíkra skipa jafnframt eiga eftir að aukast næsta sumar. 6. september 2022 06:01 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga við fyrirspurn Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, samflokkskonu Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum, um skemmtiferðaskip. Þar spurði Halla Signý hvort að ráðherra hyggist taka til skoðunar lagasetningu um móttöku skemmtiferðaskipa hér á landi. Þá vildi Halla Signý einnig vita hvort að ráðherra hyggist leggja til bann við landtöku skemmtiferðaskipa utan hafna á Íslandi, og ef ekki, hver væru rökin fyrir því? Akureyri er vinsæll áfangastaður skemmtiferðaskipa.Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi skemmtiferðaskipa kemur hingað til lands á ári hverju. Sum hver sigla hringinn í kringum um landið. Þá eru dæmi um að farþegum skemmtiferðaskipa hafi verið hleypt frá borði utan hafna, eins og gerðist árið 2017 í friðlandinu á Hornströndum. Fréttamanni Stöðvar 2 var vísað frá borði skemmtiferðaskipsins Le Boreal árið 2017 eftir að hann krafði skipstjóra skipsins um svör við því af hverju hann hleypti farþegum á land í friðlandinu á Hornströndum. Horfa má á umrædda frétt í spilaranum hér fyrir neðan. Benti á ráðuneyti Guðlaugs Þórs Í svari Sigurðar Inga við öðrum lið fyrirspurnar Höllu Signýjar segir að landtaka skipa utan hafnarsvæða falli ekki undir innviðaráðuneytið. Bendir hann henni á að senda fyrirspurn á umhverfis- orku og innviðaráðuneytið um málið, þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson ræður ríkjum. Hvað varðar fyrri liðin segir Sigurður Ingi að skip sem séu stærri en 300 brúttótonn að stærð, fyrir utan varðskip og fiskiskip styttri en 45 metrar, þurfi að tilkynna komu sína til vaktstöðvar siglinga, með tilteknum fyrirvara. Fyrirspyrjandinn Halla Signý Kristjánsdóttir ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra. Þau eru samflokksmenn í Framsóknarflokknum. Þó segir hann að Landhelgisgæslan hafi bent á að farþegaskip sem sigla milli hafna hér á landi fari ekki ávallt beina leið að næstu höfn. Þau sigli um firði í útsýnisferðum og hafi jafnvel viðkomu og hleypi farþegum í land án þess að leggja að höfn. Slíkar siglingar og viðkomur séu ekki tilkynningarskyldar. Því viti vaktstöðin ekki alltaf um siglingaleiðir þessara skipa sem geti valdið hættu. Eðlilegt sé að þessi skip veiti vaktstöðinni upplýsingar um þá leið sem þau hyggjast fara. Boðar frumvarp Segir Sigurður Ingi að lagafrumvarp frá árinu 2003, sem ekki varð að lögum, hafi geymt ákvæði um að farþegaskip, 300 brúttótonn að stærð og stærri, sem sigla milli hafna hér á landi, skuli tilkynna vaktstöðinni um áætlaða leið að næstu höfn með tilteknum fyrirvara. „Frumvarp þetta varð ekki að lögum en ráðherra hyggst mæla fyrir nýju frumvarpi á vorþingi sem hafi að geyma slíkt ákvæði.“
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Alþingi Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir „Skip koma bara og setja fólk í land“ Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að skoða verði málið með lögreglu- og tollayfirvöldum 30. júlí 2017 18:45 Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30 Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17 Búist er við mikilli aukningu í komu skemmtiferðaskipa til Íslands Það gæti jafnvel verið um metár að ræða í komu skemmtiferðaskipa til Íslands í ár og segir markaðsstjóri Faxaflóahafna þróunina vera jákvæða fyrir íslenskan efnahag. Hann segir komu slíkra skipa jafnframt eiga eftir að aukast næsta sumar. 6. september 2022 06:01 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
„Skip koma bara og setja fólk í land“ Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að skoða verði málið með lögreglu- og tollayfirvöldum 30. júlí 2017 18:45
Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30
Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57
Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17
Búist er við mikilli aukningu í komu skemmtiferðaskipa til Íslands Það gæti jafnvel verið um metár að ræða í komu skemmtiferðaskipa til Íslands í ár og segir markaðsstjóri Faxaflóahafna þróunina vera jákvæða fyrir íslenskan efnahag. Hann segir komu slíkra skipa jafnframt eiga eftir að aukast næsta sumar. 6. september 2022 06:01