Fótbolti

Ísak Andri valinn efnilegastur | Pétur besti dómarinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ísak Andri Sigurgeirsson var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar.
Ísak Andri Sigurgeirsson var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Vísir/Hulda Margrét

Stjörnumaðurinn Ísak Andri Sigurgeirsson var í dag valinn efnilegasti leikmaður Bestu-deildar karla af leikmönnum deildarinnar.

Íask var verðlaunaður fyrir leik KR og Stjörnunnar sem nú fer fram á Meistaravöllum. Þegar þetta er ritað er staðan í leiknum markalaus í hálfleik.

Ísak er 19 ára gamall og hefur leikið afar vel með Stjörnunni í sumar. Leikmaðurinn hefur skorað fimm mörk í 22 leikjum í Bestu-deildinni í sumar. 

Þetta er fyrsta tímabil þessa unga leikmanns í stóru hlutverki í efstu deild. Ísak var á láni hjá ÍBV á seinasta tímabili þar sem hann skoraði þrjú mörk í tíu leikjum í Lengjudeildinni.

Þá var dómarinn Pétur Guðmundsson einnig verðlaunaður fyrir leikinn, en hann var valinn besti dómari deildarinnar af leikmönnum hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×