Haukar sendu inn kæru en ekki KKÍ Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2022 12:00 Fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru innan vallar þegar Hilmar Smári Henningsson tók víti fyrir Hauka í þriðja leikhluta. Skjáskot/RÚV Ekki er búist við niðurstöðu varðandi úrslitin í leik Tindastóls og Hauka, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta, fyrr en í allra fyrsta lagi í næstu viku. Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sem staðfesti í samtali við Vísi í dag að stjórn KKÍ hefði hætt við að kæra úrslit leiksins til aga- og úskurðarnefndar, eftir að körfuknattleiksdeild Hauka gerði það. Verði úrskurðað Haukum í vil fá þeir 20-0 sigur, en lokatölur í leiknum urðu 88-71 Tindastóli í vil. Málið snýst um það að á einum tímapunkti í leiknum, í þriðja leikhluta, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum. Hilmar Smári Henningsson var þá að taka vítaskot fyrir Hauka og hitti úr þeim báðum, áður en Tindastóll tók leikhlé og lagfærði stöðuna með því að taka út af einn erlendu leikmannanna. Aðeins þrír erlendir leikmenn mega vera inni á vellinum, í hvoru liði, samkvæmt reglum sem tóku gildi fyrir tímabilið. Sauðkrækingar viðurkenna mistök sín en binda vonir við að þeim verði ekki refsað með 20-0 tapi. „Viljum ekki hafa tvær kærur“ Aðspurður hvers vegna stjórn KKÍ hefði ekki vísað málinu til aganefndar eins og til stóð svaraði Hannes: „Stjórnin vildi fá niðurstöðu í málið en síðan ákváðu Haukar að kæra málið sjálfir og þá vorum við ekki að kæra líka. Það kom því ekki til þess að við þyrftum að kæra,“ sagði Hannes. Kærufrestur rann út síðasta mánudagskvöld og segir Hannes að vegna anna á skrifstofu KKÍ hafi ekki verið búið að fullklára og senda inn kæru á mánudagsmorgninum. Heyrst hafi svo að Haukar væru tilbúnir með kæru og því hafi KKÍ hætt við sína. „Við viljum ekki hafa tvær kærur í málinu,“ sagði Hannes. Aðspurður hvort ekki væri eðlilegra að stjórn KKÍ sæi um að kæra í svona máli, þar sem reyndi á reglur sambandsins, endurtók Hannes að ekki væri hægt að hafa tvær kærur í málinu: „Við stýrum ekki því sem Haukar ákveða að gera.“ Hvenær fá Njarðvíkingar að vita hverjum þeir mæta? Í kvöld ættu 16-liða úrslitin í bikarnum að vera að klárast en enn stendur eftir leikur Njarðvíkur við annað hvort Tindastól eða Hauka. Aganefnd KKÍ er óháð stjórn en Hannes segir alveg hægt að gefa sér það að nefndin muni í fyrsta lagi geta úrskurðað í málinu í næstu eða þarnæstu viku. Sjö daga frestur Tindastóls til að leggja fram sína vörn renni út í dag og aganefndin þurfi tíma til að skoða öll gögn og komast að niðurstöðu í svo stóru máli. Átta liða úrslitin í bikarnum eiga að fara fram 11.-12. desember og því kappsmál að leikurinn í Ljónagryfjunni, hvort sem hann verður við Tindastól eða Hauka, verði spilaður í tæka tíð fyrir þann tíma. Subway-deild karla Haukar Tindastóll Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Körfubolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Sjá meira
Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sem staðfesti í samtali við Vísi í dag að stjórn KKÍ hefði hætt við að kæra úrslit leiksins til aga- og úskurðarnefndar, eftir að körfuknattleiksdeild Hauka gerði það. Verði úrskurðað Haukum í vil fá þeir 20-0 sigur, en lokatölur í leiknum urðu 88-71 Tindastóli í vil. Málið snýst um það að á einum tímapunkti í leiknum, í þriðja leikhluta, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum. Hilmar Smári Henningsson var þá að taka vítaskot fyrir Hauka og hitti úr þeim báðum, áður en Tindastóll tók leikhlé og lagfærði stöðuna með því að taka út af einn erlendu leikmannanna. Aðeins þrír erlendir leikmenn mega vera inni á vellinum, í hvoru liði, samkvæmt reglum sem tóku gildi fyrir tímabilið. Sauðkrækingar viðurkenna mistök sín en binda vonir við að þeim verði ekki refsað með 20-0 tapi. „Viljum ekki hafa tvær kærur“ Aðspurður hvers vegna stjórn KKÍ hefði ekki vísað málinu til aganefndar eins og til stóð svaraði Hannes: „Stjórnin vildi fá niðurstöðu í málið en síðan ákváðu Haukar að kæra málið sjálfir og þá vorum við ekki að kæra líka. Það kom því ekki til þess að við þyrftum að kæra,“ sagði Hannes. Kærufrestur rann út síðasta mánudagskvöld og segir Hannes að vegna anna á skrifstofu KKÍ hafi ekki verið búið að fullklára og senda inn kæru á mánudagsmorgninum. Heyrst hafi svo að Haukar væru tilbúnir með kæru og því hafi KKÍ hætt við sína. „Við viljum ekki hafa tvær kærur í málinu,“ sagði Hannes. Aðspurður hvort ekki væri eðlilegra að stjórn KKÍ sæi um að kæra í svona máli, þar sem reyndi á reglur sambandsins, endurtók Hannes að ekki væri hægt að hafa tvær kærur í málinu: „Við stýrum ekki því sem Haukar ákveða að gera.“ Hvenær fá Njarðvíkingar að vita hverjum þeir mæta? Í kvöld ættu 16-liða úrslitin í bikarnum að vera að klárast en enn stendur eftir leikur Njarðvíkur við annað hvort Tindastól eða Hauka. Aganefnd KKÍ er óháð stjórn en Hannes segir alveg hægt að gefa sér það að nefndin muni í fyrsta lagi geta úrskurðað í málinu í næstu eða þarnæstu viku. Sjö daga frestur Tindastóls til að leggja fram sína vörn renni út í dag og aganefndin þurfi tíma til að skoða öll gögn og komast að niðurstöðu í svo stóru máli. Átta liða úrslitin í bikarnum eiga að fara fram 11.-12. desember og því kappsmál að leikurinn í Ljónagryfjunni, hvort sem hann verður við Tindastól eða Hauka, verði spilaður í tæka tíð fyrir þann tíma.
Subway-deild karla Haukar Tindastóll Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Körfubolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik