Fíknsjúkdómur í stærra samhengi Júlía Guðrún Aspelund skrifar 1. nóvember 2022 08:01 Fíknsjúkdómur er langvinnur sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Hann má sjá fyrir sér sem róf (sjá mynd) með vægri fíkniröskun á nærendanum en fíknsjúkdóminn á fjar. Þetta er einfölduð leið til að horfa á mjög breitt og flókið heilbrigðisvandamál sem þarfnast aðkomu margra til að aðstoða þá sem þjást vegna þess, en getur að sama skapi verið hjálpleg til að ná utan um það. Á Íslandi höfum hugað vel að forvörnum síðustu 20 ár og höfum náð eftirtektarverðum árangri (td. „Íslenska módelið“). Dregið hefur verulega úr neyslu ungmenna og síðan um aldamót hafa sífellt færri ungmenni greinst með fíkniröskun og fíknsjúkdóm hjá SÁÁ. Spurningin er: Getum við gert enn betur? Ekki bara gagnvart ungmennunum okkar heldur gagnvart öllum þeim sem lenda í vandræðum þegar kemur að neyslu áfengis- eða vímuefna neyslu. Væri hægt að grípa fyrr inn og mögulega koma í veg fyrir að einhverjir þrói með sér fíknsjúkdóm? Hugtakið forstig fíkniröskunar (Pre-addiction) kom fyrst fram í grein sem birtist á liðnu sumri1. Hugtakið vísar til þessa nærenda fíkniröskunarrófsins og hvernig hægt er að þróa slíkt hugtak til að grípa fyrr inn í og koma jafnvel í veg fyrir þróun alvarlegra ástands. Dregin eru líkindi á milli þessa hugtaks og hugtaksins „forstig sykursýkis“ (e. Pre-diabetes) sem innkirtlasérfæðingar þróuðu til að grípa inn í þróun sykursýki týpu 2, með góðum árangri. Tilgangurinn með þessari hugtakanotkun væri að finna með markvissum hætti þá sem farnir eru að finna fyrir neikvæðum afleiðingum neyslu en þó ekki komnir með fíknsjúkdóm, með það að markmiði að grípa inní og afstýra þróun yfir í alvarlegan langvinnan sjúkdóm. Væg til miðlungs fíkniröskun myndi mögulega falla undir þessa skilgreiningu. Með þessu móti væri mögulega hægt að skilgreina og skilja þróun fíknsjúkdómsins betur og veita aðstoð fyrr. Slíka þjónustu væri hægt að veita með ódýrari hætti en sértæk inngrip á síðari stigum og er líkleg til að skila meiri árangri fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið. Það eru til ýmsar gagnreyndar aðferðir sem unnt er að nota sem snemmtækt inngrip við forstig fíkniröskunar, en þær helstu sem hafa sýnt sig skila árangri erlendis eru: Skimun, stutt inngrip og tilvísun í meðferð (e. Screening, brief intervention and referral to treatment) og hinsvegar Hugræn atferlismeðferð (e. Cognitive behavioral therapy) Báðar þessar aðferðir eru stutt inngrip sem hjálpa fólki að átta sig á sinni stöðu í neyslu áfengis – og vímuefna og hægt að nýta til að skima fyrir þörf og áhugahvöt fyrir breytinga. Með því að innleiða hugtakið og hugmyndafræðina á bakvið forstig fíkniröskunar væri hægt að þróa fordómalausan farveg þar sem heilbrigðisstarfsfólk gæti skimað og hafið samtal um aðferðir til að stuðla að betri heilsu, rétt eins gert er í forvarnarskyni gagnvart öðrum langvinnum sjúkdómum s.s sykursýki týpu 2. Höfundur er verkefnisstjóri SÁÁ. 1. McLellan AT, Koob GF, Volkow ND. Preaddiction—A Missing Concept for Treating Substance Use Disorders. JAMA Psychiatry. 2022;79(8):749–751. doi:10.1001/jamapsychiatry.2022.1652 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Fíknsjúkdómur er langvinnur sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Hann má sjá fyrir sér sem róf (sjá mynd) með vægri fíkniröskun á nærendanum en fíknsjúkdóminn á fjar. Þetta er einfölduð leið til að horfa á mjög breitt og flókið heilbrigðisvandamál sem þarfnast aðkomu margra til að aðstoða þá sem þjást vegna þess, en getur að sama skapi verið hjálpleg til að ná utan um það. Á Íslandi höfum hugað vel að forvörnum síðustu 20 ár og höfum náð eftirtektarverðum árangri (td. „Íslenska módelið“). Dregið hefur verulega úr neyslu ungmenna og síðan um aldamót hafa sífellt færri ungmenni greinst með fíkniröskun og fíknsjúkdóm hjá SÁÁ. Spurningin er: Getum við gert enn betur? Ekki bara gagnvart ungmennunum okkar heldur gagnvart öllum þeim sem lenda í vandræðum þegar kemur að neyslu áfengis- eða vímuefna neyslu. Væri hægt að grípa fyrr inn og mögulega koma í veg fyrir að einhverjir þrói með sér fíknsjúkdóm? Hugtakið forstig fíkniröskunar (Pre-addiction) kom fyrst fram í grein sem birtist á liðnu sumri1. Hugtakið vísar til þessa nærenda fíkniröskunarrófsins og hvernig hægt er að þróa slíkt hugtak til að grípa fyrr inn í og koma jafnvel í veg fyrir þróun alvarlegra ástands. Dregin eru líkindi á milli þessa hugtaks og hugtaksins „forstig sykursýkis“ (e. Pre-diabetes) sem innkirtlasérfæðingar þróuðu til að grípa inn í þróun sykursýki týpu 2, með góðum árangri. Tilgangurinn með þessari hugtakanotkun væri að finna með markvissum hætti þá sem farnir eru að finna fyrir neikvæðum afleiðingum neyslu en þó ekki komnir með fíknsjúkdóm, með það að markmiði að grípa inní og afstýra þróun yfir í alvarlegan langvinnan sjúkdóm. Væg til miðlungs fíkniröskun myndi mögulega falla undir þessa skilgreiningu. Með þessu móti væri mögulega hægt að skilgreina og skilja þróun fíknsjúkdómsins betur og veita aðstoð fyrr. Slíka þjónustu væri hægt að veita með ódýrari hætti en sértæk inngrip á síðari stigum og er líkleg til að skila meiri árangri fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið. Það eru til ýmsar gagnreyndar aðferðir sem unnt er að nota sem snemmtækt inngrip við forstig fíkniröskunar, en þær helstu sem hafa sýnt sig skila árangri erlendis eru: Skimun, stutt inngrip og tilvísun í meðferð (e. Screening, brief intervention and referral to treatment) og hinsvegar Hugræn atferlismeðferð (e. Cognitive behavioral therapy) Báðar þessar aðferðir eru stutt inngrip sem hjálpa fólki að átta sig á sinni stöðu í neyslu áfengis – og vímuefna og hægt að nýta til að skima fyrir þörf og áhugahvöt fyrir breytinga. Með því að innleiða hugtakið og hugmyndafræðina á bakvið forstig fíkniröskunar væri hægt að þróa fordómalausan farveg þar sem heilbrigðisstarfsfólk gæti skimað og hafið samtal um aðferðir til að stuðla að betri heilsu, rétt eins gert er í forvarnarskyni gagnvart öðrum langvinnum sjúkdómum s.s sykursýki týpu 2. Höfundur er verkefnisstjóri SÁÁ. 1. McLellan AT, Koob GF, Volkow ND. Preaddiction—A Missing Concept for Treating Substance Use Disorders. JAMA Psychiatry. 2022;79(8):749–751. doi:10.1001/jamapsychiatry.2022.1652
1. McLellan AT, Koob GF, Volkow ND. Preaddiction—A Missing Concept for Treating Substance Use Disorders. JAMA Psychiatry. 2022;79(8):749–751. doi:10.1001/jamapsychiatry.2022.1652
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun