„Ég hugsa ekki um HM í eina mínútu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2022 14:30 Marcus Rashford leyfir sér ekki enn að láta sig dreyma um HM í Katar þótt að það séu bara þrjár vikur í heimsmeistarakeppnina. EPA-EFE/PETER POWELL Marcus Rashford ætlar ekki að láta hugann reika í átt til heimsmeistaramótsins í Katar heldur einbeita sér að fullu að liði Manchester United. Rashford hefur fundið sig á ný með United liðinu og skoraði sigurmark liðsins á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann skoraði líka á móti FC Sheriff í Evrópudeildinni nokkrum dögum áður. Rashford er nú kominn með sjö mörk í fimmtán leikjum deild og Evrópu á þessu tímabili og margir segja að hann hafi með þessu tryggt sér sæti í HM-hóp Englendinga í Katar sem verður tilkynntur seinna í þessum mánuði. „Ég hugsa ekki um HM í eina mínútu,“ sagði Marcus Rashford eftir leikinn um helgina. Markið á móti Hammers var hans hundraðasta fyrir Manchester United. ESPN segir frá. 100 goals for this special club! I ve been here since I was 7 years old and came through every single age group and played on every single pitch so I want to thanks all the staff, my family and team mates that have helped make this achievement possible pic.twitter.com/GRplZmcY4y— Marcus Rashford (@MarcusRashford) October 30, 2022 „Ég einbeiti mér bara að næsta leik. Við verðum að halda áfram að vinna leiki hér og það eru tveir deildarleikir eftir fram að heimsmeistaramóti. Ef við náum að vinna þessa tvo leiki þá höldum við okkur inn í baráttunni um fjögur efstu sætin og ég einbeiti mér því bara að því,“ sagði Rashford. Marcus Rashford last season: five goals, two assistsRashford through 14 games this season: six goals, three assists pic.twitter.com/hfxsQiz7xU— B/R Football (@brfootball) October 27, 2022 Bæði mörk Rashford í síðustu viku kom með skalla. „Það er eitt að koma sér inn í teiginn en svo er það tæknin og löngunin að koma hausnum í boltann sem er eitthvað sem ég hef verið að vinna í. Það er gaman að fá tvö mörk út úr því,“ sagði Rashford. Rashford átti erfiða tíma síðustu ár, var mikið meiddur og fann ekki skotskóna inn á vellinum en hvað hefur breyst á þessu tímabili? „Orkan er bara allt öðruvísi, sem er það sem skiptir mestu, því orkan er miklu jákvæðari,“ sagði Rashford og hélt áfram: „Bæði innan liðsins og líka á æfingasvæðinu sem skiptir mig mestu máli. Ég vil bara halda áfram og njóta þess að spila. Ef við höldum áfram að vinna þá er ég er viss um að það verði þannig,“ sagði Rashford. Marcus Rashford has 100 goals for us but he also has 49 assists and in just 231 90s in all competitions. He s played under multiple coaches, in different systems, across the frontline, as a starter and a rotation player and still put up 149 G/A in 231 90s.Born and Bred. pic.twitter.com/lLBHqDMl0y— UtdArena (@UtdArena) October 31, 2022 Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Rashford hefur fundið sig á ný með United liðinu og skoraði sigurmark liðsins á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann skoraði líka á móti FC Sheriff í Evrópudeildinni nokkrum dögum áður. Rashford er nú kominn með sjö mörk í fimmtán leikjum deild og Evrópu á þessu tímabili og margir segja að hann hafi með þessu tryggt sér sæti í HM-hóp Englendinga í Katar sem verður tilkynntur seinna í þessum mánuði. „Ég hugsa ekki um HM í eina mínútu,“ sagði Marcus Rashford eftir leikinn um helgina. Markið á móti Hammers var hans hundraðasta fyrir Manchester United. ESPN segir frá. 100 goals for this special club! I ve been here since I was 7 years old and came through every single age group and played on every single pitch so I want to thanks all the staff, my family and team mates that have helped make this achievement possible pic.twitter.com/GRplZmcY4y— Marcus Rashford (@MarcusRashford) October 30, 2022 „Ég einbeiti mér bara að næsta leik. Við verðum að halda áfram að vinna leiki hér og það eru tveir deildarleikir eftir fram að heimsmeistaramóti. Ef við náum að vinna þessa tvo leiki þá höldum við okkur inn í baráttunni um fjögur efstu sætin og ég einbeiti mér því bara að því,“ sagði Rashford. Marcus Rashford last season: five goals, two assistsRashford through 14 games this season: six goals, three assists pic.twitter.com/hfxsQiz7xU— B/R Football (@brfootball) October 27, 2022 Bæði mörk Rashford í síðustu viku kom með skalla. „Það er eitt að koma sér inn í teiginn en svo er það tæknin og löngunin að koma hausnum í boltann sem er eitthvað sem ég hef verið að vinna í. Það er gaman að fá tvö mörk út úr því,“ sagði Rashford. Rashford átti erfiða tíma síðustu ár, var mikið meiddur og fann ekki skotskóna inn á vellinum en hvað hefur breyst á þessu tímabili? „Orkan er bara allt öðruvísi, sem er það sem skiptir mestu, því orkan er miklu jákvæðari,“ sagði Rashford og hélt áfram: „Bæði innan liðsins og líka á æfingasvæðinu sem skiptir mig mestu máli. Ég vil bara halda áfram og njóta þess að spila. Ef við höldum áfram að vinna þá er ég er viss um að það verði þannig,“ sagði Rashford. Marcus Rashford has 100 goals for us but he also has 49 assists and in just 231 90s in all competitions. He s played under multiple coaches, in different systems, across the frontline, as a starter and a rotation player and still put up 149 G/A in 231 90s.Born and Bred. pic.twitter.com/lLBHqDMl0y— UtdArena (@UtdArena) October 31, 2022
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira