Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan:
Þórdís stundaði nám við Rietveld í Amsterdam og eftir útskrift fór hún í vefþróun. Þrátt fyrir að hafa áttað sig á því að hún vildi ekki verða forritari lærði hún vel á myndvinnsluforrit.
„Ég hef svolítið verið í markaðsmálum og með samfélagsmiðla og í rauninni eyði miklum tíma í þessari hliðarvídd. Ef maður pælir í því þá er smá creepy að við séum bara búin að búa til einhverja ósýnilega veröld sem við vitum öll að sé til í alvörunni. Þetta er næstum trúarlegt.
Ég er svona að reyna að búa til áþreifanlegt rými sem er á sama tíma óáþreifanlegt.“

Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.