„Þurftum að hafa fyrir hverju einasta marki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. nóvember 2022 23:48 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega sáttur eftir sigurinn gegn Benidorm. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega ánægður með leik sinna manna eftir þriggja marka sigur liðsins gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32. Valsmenn hafa nú unnið báða leiki sína í riðlakeppninni og eru með fullt hús stiga. „Ég er bara glaður. Þetta er hrikalega flottur sigur og þetta var erfitt,“ sagði Snorri Steinn eftir sigur Vals gegn Benidorm í kvöld. „Það er heitt og læti í höllinni þó það sé ekki uppselt og bara erfitt lið að eiga við. Það er óþægilegt þegar lið spila svona mikið sjö á sex og Alexander [Örn Júlíusson] fær rautt snemma og svo Oggi [Þorgils Jón Svölu Baldursson].“ „Þannig að við þurftum að grafa aðeins dýpra. En Bjöggi er náttúrulega geggjaður í markinu og kannski að sama skapi er markvarslan ekki eins góð hinumegin. En við þurftum að hafa fyrir hverju einasta marki.“ „Mér fannst við gera ágætlega í þessu sjö á sex dæmi. Auðvitað fengu þeir færi og leikurinn hefði verið allt öðruvísi ef Bjöggi hefði ekki varið svona svakalega. Mér fannst við svona nokkuð agaðir því það er auðvelt að detta í kannski 15-20 tæknifeila á móti svona aggresívri vörn og þeir eru þvílíkt góðir að koma á blindu hliðina þannig mér fannst við gera það vel.“ Leið vel á móti sjö á sex Eins og Snorri segir spiluðu heimamenn stóran hluta leiksins með sjö menn í sókn gegn sex varnarmönnum Vals. Þrátt fyrir að það hafi oft á tíðum gert Valsmönnum erfitt fyrir gaf það liðinu einnig nokkur auðveld mörk í autt markið. Snorri vill þó ekki leggja dóm á það hvort þetta hafi verið góð ákvörðun hjá heimaliðinu að halda áfram í sjö manna sóknarleik. „Ég ætla ekkert að dæma um það. Ég skal alveg viðurkenna það að sérstaklega eftir að Alexander fékk rautt þá leið mér alveg ágætlega með þá í sjö á sex og það sást alveg þegar þeir fóru í sex á sex að þeir eru gríðarlega sterkir maður á mann. Það er lítið eftir af leiknum og þeir héldu bara áfram að tæta okkur og það liggur við að höfum verið í meira brasi með það. Þannig ég veit ekki hvort þetta hefði þróast eitthvað með öðrum hætti, en það getur vel verið.“ Klippa: Snorri Steinn eftir sigurinn á Benidorm Ekki hans að hafa skoðun á klukkunni Það vakti athygli áhorfenda að leikklukkan í húsinu var nokkuð frumstæð og gat meðal annars ekki sýnt hversu mikið var eftir af brottvísunum leikmanna. Snorri segir það sérstakt að svo sé þegar komið er í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Það er mjög sérstakt. Sérstaklega miðað við undirbúninginn og stressið sem við fórum í gegnum.“ „Ég bjóst við þessu, ég skal alveg viðurkenna það. Og ég nefndi þetta við drengina á æfingu. Við sáum alveg í hvað stefndi þegar við æfðum hérna, en EHF [evrópska handknattleikssambandið] verður bara að taka á þessu. Það er í einhverju „protocol-i“ að ef þú ferð ekki eftir einhverjum reglum þá færðu sekt og eitthvað slíkt og við erum logandi hræddir við það því kostnaðurinn er orðinn nógu mikill,“ sagði Snorri og hló. „Þannig að við erum allavega búnir að koma hérna og sjá að umgjörðin heima er geggjuð. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu meira.“ „Geng út frá því að við getum sett eitthvað áhorfendamet í Origo-höllinni“ Næsti leikur Vals í Evrópudeildinni er gegn þýska stórliðinu Flensburg þann 22. nóvember í Origo-höllinni. Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson leikur með þýska liðinu og Snorri vill að sjálfsögðu sjá fulla höll. „Ég vill fá sneisafulla höll. Ég bara veit að hún verður það og það kæmi mér ekki á óvart ef miðasalan tæki aftur kipp. Hún tók náttúrulega kipp eftir Ungverjaleikinn þannig hún tekur væntanlega kipp aftur og ég geng út frá því að við getum sett eitthvað áhorfendamet í Origo-höllinni.“ „En það kemur smá pása í þessu núna og nú veðrur þetta smá kúnst. Nú þurfum við að setja fókusinn aðeins á deildina og gera það vel það verði skemmtilegra að spila á móti Flensburg,“ sagði Snorri að lokum. Handbolti Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Benidorm - Valur 29-32 | Valur með fullt hús Valur vann ótrúlegan sigur á Benidorm á Spáni 29-32. Valur var leiðandi allan leikinn og lenti aldrei undir. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Valur komst mest fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en heimamenn komu til baka og voru lokamínúturnar afar spennandi. Arnór Snær Óskarsson gerði útslagið í brakinu þar sem hann gerði síðustu tvö mörk leiksins og Valur vann þriggja marka sigur 29-32. 1. nóvember 2022 21:57 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
„Ég er bara glaður. Þetta er hrikalega flottur sigur og þetta var erfitt,“ sagði Snorri Steinn eftir sigur Vals gegn Benidorm í kvöld. „Það er heitt og læti í höllinni þó það sé ekki uppselt og bara erfitt lið að eiga við. Það er óþægilegt þegar lið spila svona mikið sjö á sex og Alexander [Örn Júlíusson] fær rautt snemma og svo Oggi [Þorgils Jón Svölu Baldursson].“ „Þannig að við þurftum að grafa aðeins dýpra. En Bjöggi er náttúrulega geggjaður í markinu og kannski að sama skapi er markvarslan ekki eins góð hinumegin. En við þurftum að hafa fyrir hverju einasta marki.“ „Mér fannst við gera ágætlega í þessu sjö á sex dæmi. Auðvitað fengu þeir færi og leikurinn hefði verið allt öðruvísi ef Bjöggi hefði ekki varið svona svakalega. Mér fannst við svona nokkuð agaðir því það er auðvelt að detta í kannski 15-20 tæknifeila á móti svona aggresívri vörn og þeir eru þvílíkt góðir að koma á blindu hliðina þannig mér fannst við gera það vel.“ Leið vel á móti sjö á sex Eins og Snorri segir spiluðu heimamenn stóran hluta leiksins með sjö menn í sókn gegn sex varnarmönnum Vals. Þrátt fyrir að það hafi oft á tíðum gert Valsmönnum erfitt fyrir gaf það liðinu einnig nokkur auðveld mörk í autt markið. Snorri vill þó ekki leggja dóm á það hvort þetta hafi verið góð ákvörðun hjá heimaliðinu að halda áfram í sjö manna sóknarleik. „Ég ætla ekkert að dæma um það. Ég skal alveg viðurkenna það að sérstaklega eftir að Alexander fékk rautt þá leið mér alveg ágætlega með þá í sjö á sex og það sást alveg þegar þeir fóru í sex á sex að þeir eru gríðarlega sterkir maður á mann. Það er lítið eftir af leiknum og þeir héldu bara áfram að tæta okkur og það liggur við að höfum verið í meira brasi með það. Þannig ég veit ekki hvort þetta hefði þróast eitthvað með öðrum hætti, en það getur vel verið.“ Klippa: Snorri Steinn eftir sigurinn á Benidorm Ekki hans að hafa skoðun á klukkunni Það vakti athygli áhorfenda að leikklukkan í húsinu var nokkuð frumstæð og gat meðal annars ekki sýnt hversu mikið var eftir af brottvísunum leikmanna. Snorri segir það sérstakt að svo sé þegar komið er í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Það er mjög sérstakt. Sérstaklega miðað við undirbúninginn og stressið sem við fórum í gegnum.“ „Ég bjóst við þessu, ég skal alveg viðurkenna það. Og ég nefndi þetta við drengina á æfingu. Við sáum alveg í hvað stefndi þegar við æfðum hérna, en EHF [evrópska handknattleikssambandið] verður bara að taka á þessu. Það er í einhverju „protocol-i“ að ef þú ferð ekki eftir einhverjum reglum þá færðu sekt og eitthvað slíkt og við erum logandi hræddir við það því kostnaðurinn er orðinn nógu mikill,“ sagði Snorri og hló. „Þannig að við erum allavega búnir að koma hérna og sjá að umgjörðin heima er geggjuð. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu meira.“ „Geng út frá því að við getum sett eitthvað áhorfendamet í Origo-höllinni“ Næsti leikur Vals í Evrópudeildinni er gegn þýska stórliðinu Flensburg þann 22. nóvember í Origo-höllinni. Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson leikur með þýska liðinu og Snorri vill að sjálfsögðu sjá fulla höll. „Ég vill fá sneisafulla höll. Ég bara veit að hún verður það og það kæmi mér ekki á óvart ef miðasalan tæki aftur kipp. Hún tók náttúrulega kipp eftir Ungverjaleikinn þannig hún tekur væntanlega kipp aftur og ég geng út frá því að við getum sett eitthvað áhorfendamet í Origo-höllinni.“ „En það kemur smá pása í þessu núna og nú veðrur þetta smá kúnst. Nú þurfum við að setja fókusinn aðeins á deildina og gera það vel það verði skemmtilegra að spila á móti Flensburg,“ sagði Snorri að lokum.
Handbolti Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Benidorm - Valur 29-32 | Valur með fullt hús Valur vann ótrúlegan sigur á Benidorm á Spáni 29-32. Valur var leiðandi allan leikinn og lenti aldrei undir. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Valur komst mest fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en heimamenn komu til baka og voru lokamínúturnar afar spennandi. Arnór Snær Óskarsson gerði útslagið í brakinu þar sem hann gerði síðustu tvö mörk leiksins og Valur vann þriggja marka sigur 29-32. 1. nóvember 2022 21:57 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Umfjöllun: Benidorm - Valur 29-32 | Valur með fullt hús Valur vann ótrúlegan sigur á Benidorm á Spáni 29-32. Valur var leiðandi allan leikinn og lenti aldrei undir. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Valur komst mest fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en heimamenn komu til baka og voru lokamínúturnar afar spennandi. Arnór Snær Óskarsson gerði útslagið í brakinu þar sem hann gerði síðustu tvö mörk leiksins og Valur vann þriggja marka sigur 29-32. 1. nóvember 2022 21:57