Stelpurnar slógust í miðjum fótboltaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 08:30 Ramsey Davis slær hér Maya Gordon hjá LSU en á sama tíma kemur dómarinn með rauða spjaldið á lofti. Skjámynd/Twitter Það hitnaði heldur betur í hlutunum í bandaríska háskólafótboltanum í vikunni þegar skólarnir Ole Miss og LSU mættust í SEC deildinni. Slagsmál brutust út í miðjum leik og enduðu með því að þrír leikmenn fengu rauða spjaldið. Allt byrjaði þetta þegar Maya Gordon hjá LSU og Ramsey Davis hjá Ole Miss lentu saman eftir að hafa barist um boltann við hliðarlínuna. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Davis, sem er á þriðja ári, virtist grípa utan um Gordon sem er á síðasta ári. Í kjölfarið fóru hnefarnir á loft og þær slógust. Dómari leiksins kom þá aðvífandi og reyndi að skilja þær í sundur en tókst ekki betur en svo að slagsmálin héldu áfram og fleiri blönduðu sér í þau. Rammie Noel hjá LSU kom hlaupandi á svæðið og greip í hárið á Davis og togaði hana í jörðina. Gordon sást grátandi á hliðarlínunni eftir að hlutirnir róuðust aftur. Davis, Gordon og Noel fengu allar rautt spjald. Það var komið fram í framlengingu þegar allt varð vitlaust. Ole Miss vann leikinn 3-0 í vítakeppni og komst áfram í úrslitakeppni SEC. Liðið mætir South Carolina í næstu umferð. Íslenska landsliðskonan Ída Marín Hermannsdóttir gekk til liðs við LSU í haust og er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með sex mörk. Hún spilaði þó ekki í þessum leik. A wild fight broke out in the Ole Miss-LSU women's soccer SEC Tournament first-round match. Three players were ejected. pic.twitter.com/q07yHhdjr2— The Comeback (@thecomeback) October 30, 2022 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Slagsmál brutust út í miðjum leik og enduðu með því að þrír leikmenn fengu rauða spjaldið. Allt byrjaði þetta þegar Maya Gordon hjá LSU og Ramsey Davis hjá Ole Miss lentu saman eftir að hafa barist um boltann við hliðarlínuna. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Davis, sem er á þriðja ári, virtist grípa utan um Gordon sem er á síðasta ári. Í kjölfarið fóru hnefarnir á loft og þær slógust. Dómari leiksins kom þá aðvífandi og reyndi að skilja þær í sundur en tókst ekki betur en svo að slagsmálin héldu áfram og fleiri blönduðu sér í þau. Rammie Noel hjá LSU kom hlaupandi á svæðið og greip í hárið á Davis og togaði hana í jörðina. Gordon sást grátandi á hliðarlínunni eftir að hlutirnir róuðust aftur. Davis, Gordon og Noel fengu allar rautt spjald. Það var komið fram í framlengingu þegar allt varð vitlaust. Ole Miss vann leikinn 3-0 í vítakeppni og komst áfram í úrslitakeppni SEC. Liðið mætir South Carolina í næstu umferð. Íslenska landsliðskonan Ída Marín Hermannsdóttir gekk til liðs við LSU í haust og er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með sex mörk. Hún spilaði þó ekki í þessum leik. A wild fight broke out in the Ole Miss-LSU women's soccer SEC Tournament first-round match. Three players were ejected. pic.twitter.com/q07yHhdjr2— The Comeback (@thecomeback) October 30, 2022
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira