Enginn Son í Katar? Smári Jökull Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 23:46 Heung-Min Son gæti misst af Heimsmeistaramótinu í Qatar vegna meiðsla. Vísir/AP Svo gæti farið að Heung-Min Son missi af Heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst síðar í þessum mánuði. Hann þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Tottenham í gær. Son meiddist í leiknum gegn Marseille í gær þegar hann lenti í árekstri við Chancel Mbemba leikmann Marseille. Son fékk högg á andlitið og í ljós hefur komið að hann þarf í aðgerð til að laga sprungu í vinstri augnbotni. Þetta setur þátttöku hans á heimsmeistaramótinu í Katar í hættu en Son og félagar hans í Suður-Kóreu eiga að leika sinn fyrsta leik á mótinu þann 24.nóvember gegn Úrugvæ. We can confirm that Heung-Min Son will undergo surgery to stabilise a fracture around his left eye.— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) November 2, 2022 Óljóst er hversu lengi Son verður frá en ljóst er að hann verður í kapphlaupi við klukkuna ef hann ætlar að verða tilbúinn fyrir fyrsta leik. Son er lykilmaður í liði Suður-Kóreu og langstærsta stjarnan í þeirra liði. Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City og landsliðsmaður Belgíu, varð fyrir svipuðum meiðslum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2021, fékk þá sprungu í nef og augnbotn. Hann gekkst undir aðgerð en var klár í slaginn þegar Belgía lék sinn fyrsta leik á Evrópumótinu innan við þremur vikum síðar. Vonin er því ekki úti fyrir Heung-Min Son. Þá meiddist Ben Chilwell í leik með Chelsea gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í kvöld. Hann virtist togna aftan í læri og var Graham Potter, þjálfari Chelsea, ekki bjartsýnn í viðtölum eftir leik. „Þetta lítur ekki vel út. Hann fer í myndatöku á morgun en staðan er ekki jákvæð,“ sagði Potter en það yrði áfall fyrir Gareth Southgate og Englendinga ef Chilwell færi ekki til Katar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Son meiddist í leiknum gegn Marseille í gær þegar hann lenti í árekstri við Chancel Mbemba leikmann Marseille. Son fékk högg á andlitið og í ljós hefur komið að hann þarf í aðgerð til að laga sprungu í vinstri augnbotni. Þetta setur þátttöku hans á heimsmeistaramótinu í Katar í hættu en Son og félagar hans í Suður-Kóreu eiga að leika sinn fyrsta leik á mótinu þann 24.nóvember gegn Úrugvæ. We can confirm that Heung-Min Son will undergo surgery to stabilise a fracture around his left eye.— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) November 2, 2022 Óljóst er hversu lengi Son verður frá en ljóst er að hann verður í kapphlaupi við klukkuna ef hann ætlar að verða tilbúinn fyrir fyrsta leik. Son er lykilmaður í liði Suður-Kóreu og langstærsta stjarnan í þeirra liði. Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City og landsliðsmaður Belgíu, varð fyrir svipuðum meiðslum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2021, fékk þá sprungu í nef og augnbotn. Hann gekkst undir aðgerð en var klár í slaginn þegar Belgía lék sinn fyrsta leik á Evrópumótinu innan við þremur vikum síðar. Vonin er því ekki úti fyrir Heung-Min Son. Þá meiddist Ben Chilwell í leik með Chelsea gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í kvöld. Hann virtist togna aftan í læri og var Graham Potter, þjálfari Chelsea, ekki bjartsýnn í viðtölum eftir leik. „Þetta lítur ekki vel út. Hann fer í myndatöku á morgun en staðan er ekki jákvæð,“ sagði Potter en það yrði áfall fyrir Gareth Southgate og Englendinga ef Chilwell færi ekki til Katar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira